Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 95

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 95
95MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Skemmtilegt að skreyta Fróði Hrafn Gíslason er nemandi í 1. bekk. Aðspurður segir hann að honum finnist mikil- vægast að fá pakka undir jólatréð og skemmti- legast að skreyta og setja seríur. „Við ætlum að skreyta tréð áður en jólin koma. Stundum er kósý með mömmu og pabba og það er líka mjög skemmtilegt.“ Hann segist komast í jóla- skap þegar smákökur eru skreyttar. „Mamma gerir það alltaf á jólunum. Hún var að skreyta hafrakökur.“ Annars var Fróði spenntur þeg- ar blaðamaður spjallaði við hann síðastliðinn miðvikudag. „Á morgun kemur Stekkjastaur. Ég á eina systur sem er núll ára en ég ætla að setja skó út í glugga hjá henni,“ sagði stóri bróðirinn Fróði Hrafn. Hann sagðist jafn- framt hlakka mest til að opna gjafirnar um jólin. „Ég ætla líka að gefa litlu systur minni pakka,“ sagði hann að endingu. Bjúgnakrækir í uppáhaldi Bríet Agnarsdóttir úr 2. bekk segir að henni þyki mikilvægast að öll fjölskyld- an verji tíma saman um jólin. „Og svo er stundum möndlugrautur og sá sem fær möndluna fær lítinn pakka. Ég fékk einu sinni möndluna og þá fékk ég lítið spil.“ Það sem Bríeti finnst skemmtilegast er að opna gjafirnar á aðfangadagskvöld. „Ég fæ margar gjafir. Mig langar mest í útvarp í jólagjöf,“ segir hún dreymin á svip. Bríet segist komast í jólaskap þegar hún hittir alla vini sína. „Og þegar ég baka jólakök- ur. Það er svo gaman að baka.“ Það sem Bríeti hlakkar mest til núna fyrir jólin er að fá í skóinn. „Bjúgnakrækir er uppá- halds jólasveinninn minn af því að hann borðar bjúgu, eins og ég. Og hann gefur mér flottar gjafir í skóinn.“ Hittast hjá ömmu og afa Mattheu Kristínu Watt, nemanda í 2. bekk, finnst mikilvægast um jólahátíðina að verja tíma með fjölskyldunni og hitta alla. „Við hittumst alltaf heima hjá ömmu og afa á jóladag en erum heima á jólunum,“ segir hún. Matthea segir það skemmtilegasta við jólin sé að setja skóinn út í glugga. „Það er svo skemmtilegt að fá í skóinn. Kertasník- ir er bestur af því að hann gefur mér flottar gjafir. Ég hlakka til alls um jólin, þau ganga svo rosalega vel,“ sagði Matthea að end- ingu. Mikilvægt að opna pakkana Amanda Zumberga í 1. bekk segist fara í jólaskapið löngu áður en jólin koma. „Ég fer í jólaskap í desember út af því að þá koma jólasveinarnir. Ég hlakka mikið til þegar Stekkjastaur og Kertasníkir koma. Ég ætla að gefa Stekkjastaur mandarínur og Kerta- sníki kerti. Hann borðar nefnilega kerti,“ segir Amanda spennt. Hún segir að henni þyki mikilvægt að skreyta fyrir jólin. „Það er líka mjög mikilvægt að opna pakkana og að baka piparkökur og skreyta þær.“ Mikilvægast að setja upp jólatréð Gestur Ólafur Elíasson er sex ára gamall, nemandi í 1. bekk. Hann segir að það sé svo margt mikilvægt fyrir jólin. „Allavega að setja upp jólatréð, það er mjög mikilvægt. Ég fæ dálítið mikið að hjálpa til við það.“ Hann er að sjálfsögðu kominn í jólaskap- ið og segir að það hafi gerst þegar hann sá jólaskrautið. Það sem Gesti finnst skemmti- legast að gera um jólin er að opna gjafirn- ar og hann er mjög spenntur fyrir því að setja skóinn út í glugga. „Kertasníkir er svo skemmtilegur af því að hann gefur stundum pakka í skóinn. Í fyrra fékk ég líka myndina sem ég var alltaf að bíða eftir að fá, um Cro- ods fjölskylduna.“ Það er allt svo skemmtilegt Arnar Freyr Fannarsson er nemandi í 2. bekk. Honum finnst allra mikilvægast um jólin að gefa gjafir. „Það er mikilvægast, því þá líður öllum svo vel,“ sagði hann. - En hvað er skemmtilegast um jólin? „Að vera með öllum sem maður þekkir.“ Arnar Freyr er kominn í mikið jólaskap og segir jóla- tónlist og jólasöng vera það sem komi sér í jólaskapið. Hann hlakkar mikið til jólanna - en hvað er það helsta sem hann hlakkar til? „Ég hlakka til alls. Bara að halda jólin og allt það, það er allt svo skemmtilegt um jólin,“ segir hann kátur. Kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar Sendum ykkur okkar bestu jóla og nýjárskveðjur með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Skólastjórnendur S K E S S U H O R N 2 0 1 3 Grundarfjarðarbær óskar Grundfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jólin ­ hátíð barnanna Desembermánuður er í miklu uppáhaldi hjá flestum börnum landsins. Mikið er um að vera í skólunum, heima og í samfélaginu. Jólaskrautið gægist upp úr kössunum, falleg ljós lýsa upp skammdegið, sungin eru jólalög, borðaðar smákökur og börnin velta fyrir sér jólagjöfunum. Tíminn er að margra mati lengi að líða og spennan magnast með hverjum degi. Jólaspenningurinn er í hámarki um það leyti sem jólasveinarnir koma til byggða og foreldrar upplifa stemninguna og jólagleðina í gegnum börnin. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til yngstu barnanna í Brekkubæjarskóla á Akranesi og spurði nokkur þeirra út í mikilvægi hátíðanna, hvað væri skemmtilegast um jólin og hvað kæmi þeim í jólaskapið. grþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.