Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 54

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Eitt og annað af íþróttum á Vesturlandi 2014 Skagaliðin upp og niður Það sama gerðist í knattspyrnunni á Akranesi á síðasta sumri og sumarið á undan. Skagaliðin fóru í sitthvora áttina, upp og niður deildir. Í fyrra var það kvennalið ÍA sem fór í efstu deild og karlaliðið féll úr þeirri deild í fyrstu deildina. Þetta snerist við síðasta sumar. Karlaliðinu gekk vel í fyrstu deildinni eft- ir smá hiksta til að byrja með. Eftir að Skagaliðið sigraði hitt Vesturlandsliðið í deildinni, Víking frá Ólafsvík, fyrir vestan í lok júlímánaðar var ljóst að Skagamenn væru á leiðinni upp að nýju. ÍA endaði í öðru sæti fyrstu deildar og vann sér sæti í Pepsídeildinni næsta sumar ásamt Leikni í Breiðholtinu. Vík- ingar áttu misjöfnu gengi að fagna en voru engu að síður með sterkt lið. Ólafsvíkingar enduðu í fjórða sæti fyrstu deildar. Skagakonur áttu ekki árangur sem erfiði í Pepsídeildinni síð- asta sumar. Þær spiluðu þó í heild ágætlega en herslumuninn virtist vanta. ÍA náði aðeins einu stigi í keppninni og féll nið- ur í fyrstu deild. Skagakonur gerðu jafntefli í einum leik en töpuðu öllum hinum. Kvennalið Víkings Ólafsvík lék í fyrstu deild síðasta sumar eins og árið á undan. Víkingskonur stóðu sig vel síðasta sumar, urðu í fjórða sæti a-riðils, eða rétt fyrir ofan miðja deild með 21 stig. Grundfirðingar drógu lið sitt úr keppni Grundfirðingar stóðu sig vel í þriðju deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Enduðu þar í sjötta sæti í tíu liða deild með 25 stig. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar forsvarsmenn knattspyrnumála í Grundarfirði tilkynntu fyrir skömmu að liðið yrði ekki með á Íslandsmótinu næsta sumar og væri þar með dregið úr keppni. Ástæðuna sem þeir nefndu fyrir ákvörðuninni væri að starfið lenti á of fáum herð- um og erfitt væri að manna liðið. Eftirsjá verður af Grund- firðingum úr Íslandsmótinu næsta sumar. Annað Vesturlandslið, Kári, verður reyndar í þriðju deild- inni næsta sumar. Káramenn enduðu í öðru sæti í úrslitum fjórðu deildar og fóru upp ásamt liði Álftaness. Hin Vestur- landsliðin í fjórðu deildinni, Skallagrímur og Snæfell, komust ekki í úrslit fjórðu deildar. Frábær árangur Snæfellskvenna Árangur kvennaliðs Snæfells bar hæst í körfuboltanum á Vest- urlandi á því ári sem senn er liðið. Snæfellskonur urðu deild- armeistarar og Íslandsmeistarar í fyrsta sinn með glæsibrag en töpuðu í hörku bikarúrlistaleik fyrir Haukum. Snæfellskon- ur hafa byrjað þetta tímabil eins og það síðasta og ljóst að þær eru líklegar til titlasöfnunar í vor. Þær byrjuðu tímabilið í haust á því að verða meistarar meistaranna. Karlalið Snæfells átti hins vegar ekki að fagna jafn góðu gengi á síðasta tímabili og mörg tímabilin á undan. Liðið hafn- aði í áttunda sæti í deildarkeppninni og féll út fyrir Íslands- meisturum KR í 8-liða úrslitum. Snæfellsliðið byrjar tímabil- ið núna á svipuðum nótum og í fyrra og er á sömu slóðum í deildarkeppninni. Skallagrímsmenn í Borgarnesi áttu í brasi í úrvalsdeildinni í fyrra. Voru í botnbaráttu og það sama virðist bíða liðsins á þessu tímabili. Sömu sögu er að segja af Skaga- mönnum í körfuboltanum. ÍA liðið spilar í fyrstu deild og var í baráttu við að forðast fall lengst af á síðasta tímabili. Þótt vel hafi byrjað hjá liðinu í ár bendir ýmislegt til þess að ÍA verði ekki að berjast um sæti í úrvalsdeild á þessari leiktíð. Fjör í fimleikunum Starfið hjá Fimleikafélagi Akraness, FIMA, hefur laðað til sína marga unga iðkendur seinni árin. Að jafnaði hafa um 500 iðk- endur verið hjá FIMA síðustu árin og starfið blómlegt, þótt aðstaðan í íþróttahúsinu við Vesturgötu jafnist ekki á við þá aðstöðu sem stóru félögin á höfuðborgarsvæðinu hafa. Fima- fólk er allduglegt að sækja mót og til að mynda var árangurinn glæsilegur á Íslandsmóti í stökkfimi sem fram fór á Selfossi í nóvembermánuði. Á því móti vann fimleikafólk frá Akranesi til 18 gullverðlauna, 14 silfurs- og níu bronspeninga. Bjarki stefnir út og í háskólagolfið Bjarki Pétursson Golfklúbbi Borgarness hefur skarað fram úr af karlkylfingum á Vesturlandi síðustu árin. Bjarki átti góðu gengi að fagna í golfinu síðasta sumar. Hann hafnaði í öðru sæti í Eimskipsmótaröðinni. Bjarki sýndi jafna og góða spila- mennsku út sumarið og var í öðru og þriðja sæti á nokkrum mótum. Meðal annars varð hann í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni, en á Íslandsmótinu í höggleik varð hann í átt- unda sæti. Bjarka hefur nú boðist að keppa fyrir þýskan golf- klúbb, Wannsee í Berlín, á nýju ári og hyggst flytja til Berl- ínar. Stefnan hjá honum er síðan sett á háskólanám í Banda- ríkjunum næsta haust og í framhaldinu á atvinnumennsku. Bjarki er mjög metnaðarfullur og agaður kylfingur sem án efa á framtíðina fyrir sér í golfinu. Valdís Þóra stefnir á Evrópumótaröðina Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni Akranesi keppti lítið á mótum innanlands á árinu þar sem hún var að keppa á LET Access mótaröðinni í Evrópu síð- asta sumar. Þar stóð hún sig vel einkum í seinni hluta keppn- innar. Hér á landi varð Valdís í þriðja sæti á Íslandsmótinu í höggleik eftir að hafa leitt keppnina um tíma. Þá sigraði hún á einu móti í Eimskipsmótaröðinni, á sínum heimavelli á Akra- nesi. Árangur sinn á árinu kórónaði Valdís Þóra með frábærri frammistöðu á fyrri úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina sem fram fór í Marokkó nú í desember þar sem hún lék mjög vel og varð í 8.-11. sæti. Þessa dagana er hún að keppa á lokaúr- tökumótinu og virðist í góðu formi að ná þar takmarki sínu að komast á aðalmótaröðina í Evrópu. Jakob Svavar Íþróttamaður Akraness 2013 Hestamaðurinn Jakob Svavar Sigurðsson í hestamannafélag- inu Dreyra var kjörinn Íþróttamaður Akraness fyrir árið 2013. Athöfn þar sem íþróttamaður Akraness er kynntur fer fram í íþróttamiðstöðinni á Jarðarbökkum á þrettándanum ár hvert. Jakob Svavar hlaut þar með Friðþjófsbikarinn sem afhentur var í 23. sinn. Árangur Jakobs Svavars á árinu 2013 var glæsi- legur, bæði á Íslandsmótinu í hestaíþróttum þar sem hann vann margfalt og á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins þar sem hann varð annar í slaktaumatölti og fimmti í fimmgangi á hestinum Al frá Lundum II. Einnig urðu þeir í 2. sæti í saman- lögðum fimmgangsgreinum. Haustið 2013 var Jakob valinn íþróttaknapi ársins á Íslandi. Önnur í kjörinu um Íþróttamann Akraness varð Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni og í þriðja sæti sundkappinn Ágúst Júlíusson. Frá öðrum stöðum á Vesturlandi þar sem íþróttamenn árs- ins eru tilnefndir má nefna að Hildur Björg Kjartansdóttir var kjörin íþróttamaður Snæfells og einnig íþróttamaður og körfuboltakona HSH. Hestamaðurinn Konráð Valur Sveins- son hestamannafélaginu Faxa í Borgarfirði var valinn íþrótta- maður UMSB. Vestlendingar sigursælir á unglingalandsmóti Vestlendingar voru bæði fjölmennir og sigursælir á unglinga- landsmótinu sem haldið var á Sauðárkróki um verslunar- mannahelgina. Keppendur í frjálsum íþróttum stóðu sig sér- Skagamenn fagna sæti í efstu deild að nýju. Lið Grundarfjarðar. Snæfellskonur fagna Íslandsmeistaratitli. Hressar Fima – stúlkur. Bjarki Pétursson Golfklúbbi Borgarness. Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni. Jakob Svarar Sigurðsson íþróttamaður Akraness. Helgi Guðjónsson úr UMSB varð í fyrsta sæti í 800 m hlaupi 15 ára stráka og setti unglingalandsmótsmet. Hann er hér á milli keppninauta sinna þeirra Daða Arnarsyni úr Fjölni og Jamison Ólafi Johnson úr HSS. Helgi Guðjónsson varð einnig mjög sigursæll í knattspyrnu á árinu með liði sínu Fram og U15 landsliðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.