Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 99

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 99
99MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 SK ES SU H O R N 2 01 4 Stjórn og starfsfólk Búnaðarsamtaka Vesturlands sendir bændum og búaliði á starfssvæði Búnarsamtakanna hugheilar jólakveðjur með ósk um farsælt komandi ár. Þökkum samstarf á árinu sem er að líða. Okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Vesturbraut 20 • Búðardal • s: 434-1611 • www.km.is SK ES SU H O R N 2 01 4 Varmalandsskóla þá var hann allur annar en í dag. „Þarna var heima- vist og maður var stundum á vakt allan sólarhringinn. Samt var gam- an að vinna við þessar aðstæð- ur og ekki alveg laust við fortíð- arþrá þegar rifjaðar eru upp minn- ingar. Ég held að ekki væri mögu- leiki á að hafa þetta fyrirkomulag í dag. Þó held ég að heimavistarlífið hafi verið gott fyrir mörg börn en kannski örugglega erfitt fyrir sum og þá einkum þau yngstu. Heima- vistin hætti endanlega fyrir rúmum 20 árum. Margir kvöddu hana með söknuði. Krakkarnir sem höfðu verið nokkur ár á heimavist þeg- ar hún var lögð niður mótmæltu því formlega við sveitarstjórn. Þau sendu bréf, sennilega 13 ára gömul. Þarna höfðu myndast sterk félags- leg tengsl á milli barnanna, þau höfðu verið saman svo lengi. Þetta var mjög skemmtilegur tími.“ Hefur kennt tveimur ættliðum Það er margs að minnast úr skóla- starfinu. Starfssvæði Varmalands- skóla náði vestur á Mýrar. „Eitt var það sem kallað var heimanám. Þá voru bekkirnir til skiptis í skólan- um og heima. Þær vikur sem börn- in voru heima þurftu þau einnig að sinna lærdómnum. Til þess að að- stoða og fylgjast með fór kennari í heimsókn til þeirra. Ég var svo heppin að fá að sinna þessu um ára- bil. Börnin drógu upp bækurnar sínar og sýndu mér hvað þau voru búin að vera dugleg. Það var mjög gefandi og gagnlegt að koma svona heim til þeirra, hitta foreldrana og fá kaffi og spjalla. Þarna mynduðust vináttubönd sem vara enn.“ Í heimanáminu gátu sveitabörn- in fengið öðruvísi verkefni en þeim var falið að gera í skólanum. „Ég man eitt sinn þegar ég lét þau hafa það verkefni að skrifa nú niður nöfnin á öllum fjöllunum sem þau sáu heiman frá sér. Ég leit frekar á þetta eins og það horfir við héð- an úr Hvítársíðunni þar sem við sjáum örfá fjöll og áttaði mig ekki á því hvílík fjallasýn er af Mýrun- um. Krakkarnir þar skiluðu löngum listum með fjallanöfnum. En þetta var mjög skemmtilegt. Sum þeirra uppgötvuðu jafnvel að þau gátu séð Skessuhorn heiman að frá sér,“ seg- ir Ingibjörg og brosir við. Á þessum tæpu fjórum áratugum segist Ingibjörg hafa náð að kenna tveimur ættliðum. „Mörg þeirra sem ég kenni nú eiga foreldra sem ég fylgdi gegnum grunnskólann og kenndi á sínum tíma.“ Börn hafa gott af áskorunum Námsgreinar Ingibjargar eru ís- lenska og náttúrufræði. Í síðar- nefnda faginu hefur hún leitast við að beita ákveðnu raunsæi við kennsl- una. „Ég fer til dæmis alltaf með innmat úr sauðfé niður í skóla og sýni börnunum. Það er viss áskorun að koma við þetta. Skera hjartað og rannsaka hjartalokurnar, eða blása upp lungun. Eitt sinn unnum við verkefni um Snorra Sturluson. Þá vorum við meðal annars að reyna að búa til mat eins við héldum að hefði verið borðaður á hans tíma. Þetta var um miðjan vetur og hér á bænum var kind sem þurfti að lóga þar sem hún var veik. Þá kom þessi hópur sem sá um matargerðina til forna hingað og tók þátt í slátur- vinnunni. Ég myndi ekki leggja í svona núna. Þetta er orðið svo fjar- lægt sumum börnum og fullorðn- um í dag. Sennilega er hæfilegt að sýna þeim bara líffærin.“ Ingibjörg hefur einnig lagt áherslu á að börnin njóti útivistar. Hún hefur farið með þau í göngu- ferðir þar sem þau eru útbúin með bakpoka og nesti. „Á svona ferðum fræðast þau um landið og náttúr- una. Þetta hefur líka öðrum þræði verið til að þau viti hvað það er að vera þreyttur og svangur eftir svona volk útivið. Sum börn finna aldrei orðið fyrir slíku í dag. Ég held að það sé mjög hollt að börn reyni svolítið á sig og finni þannig hvers þau eru megnug og æfist í að tak- ast á við það sem þeim finnst erf- itt. Auðvitað er ég ekki að kalla eft- ir því að þau meiði sig og að sjálf- sögðu þarf að fara varlega.“ Að skipta nestinu varð ný reynsla Ingibjörg segir að langar göngur með börnin úti í náttúrunni veiti mörgum þeirra nýja reynslu. „Til dæmis man ég eftir einni ferð þar sem við fórum úr Haukadal yfir í Fornahvamm. Þetta var að vori til, frekar blautt og þungt færi. Það var svona á mörkunum að þau hefðu það af án þess að gefast upp. Sum voru búin með nestið sitt. Þá var svo gaman að sjá hvað þau urðu góð hvert við annað. Þau fóru að skipta nestinu sem eftir var á milli sín. Sum sem ekki sögðust borða ost gerðu það nú samt í neyð og svo framvegis. Einhvern veginn varð þetta félagslega andrúmsloft allt öðruvísi í hópnum við þetta. Það er gott að þau komist aðeins í kynni við svona því það er orðið svo sjald- gæft að það reyni verulega á. Ég held að þeim hafi eftirá þótt þetta mjög gaman og eigi frá þessu dýr- mætar minningar. Við höfum farið í fleiri svona leiðangra.“ Ingibjörg segir að henni þyki hún hafa verið afar heppin að hafa val- ið þetta starf og þennan skóla sem hún hefur unnið við. „Skólinn býr að því hvað hann á gott bakland í nánasta samfélagi og hjá þeim for- eldrum sem hafa átt börn í skólan- um. Það skilar sér m.a. í frábærum nemendum. Að lokum langar mig að segja að krakkarnir sem ég hef verið að kenna í vetur nesta mig út í „lífið“ með sérstaklega góðum minningum sem gott verður að ylja sér við þegar ég fer að takast á við verkefni þar sem hugsanlega gæti reynt á þolrifin.“ mþh Dætur Ingibjargar og Þorsteins, þær Ásta og Unnur á hlaðinu í Selhaga. Fróðastaðir í Hvítársíðu á fögrum síðsumardegi. Rekið inn til förgunar. Börn og fullorðnir klífa brattann í einni af laugardagsgöngunum sem Kvenfélag Hvítársíðu stóð fyrir um árabil. Gönguferð með ungum og öldnum inn Kjarardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.