Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501 Grundarfjarðarbær Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 Aðveitustöð – Aðalskipulagsbreyting Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 11. desember 2014 að auglýsa „Lýsingu“ samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 . Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarð- strengja, auk þess að færa tengivirki fjær íbúðarbyggð. Markmiðið er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma. Sjá nánar í lýsingu. Lýsingin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 8. janúar 2015. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi 8. janúar 2014. Auglýsing um nýtt deiliskipulag vestan Kvernár - Aðveitustöð Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 11. desember 2014 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er áætlað fyrir eina iðnaðarlóð og aðkomu að henni. Á lóðinni sem er 4.900m² að stærð, er heimilt að reisa allt að 620m² byggingu. Hámarks- hæð húss er 9.25m frá gólfi jarðhæðar. Skipulagssvæðið sem er rúmir 7.6ha er suðaustan þéttbýlisins og liggur á milli ánna Gilóss og Kvernár. Sjá nánar í deiliskipulagstillögu og greinagerð. Deiliskipulagstillagan og greinagerðin verður aðgengileg á vef Grundar- fjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 29. janúar 2015. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér deiliskipulagið og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 29. janúar 2014. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Framness Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 11. desember 2014 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í sameiningu lóða 4b og 6 á Nesvegi í lóð 6. Lóðarmörk lóðar 4 breytast jafnframt á móti lóð 6. Nýtingarhlutfallið breytist úr 0.90 í 0.95. Mesta leyfilega hæð mannvirkis verður 16m. Sjá nánar upplýsingu á breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 29. janúar 2015. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á fram- færi, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 29. janúar 2014. Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði Hvað fær ungan kennara og jóga- kennara til að fara úr kennslu í fjöl- mennum, nýlegum skóla í Reykja- vík, til að kenna í fámennum skóla vestur í Dölum? Þetta er spurn- ing sem vert er að velta fyrir sér og spyrja Þórdísi Eddu Guðjónsdóttur um. Hún flutti til Búðardals í haust og hóf kennslu við Auðarskóla eft- ir að hafa kennt um árabil í Ing- unnarskóla í Grafarholti í Reykja- vík. „Síðan ég byrjaði að kenna þá hefur mig alltaf langað að prófa að kenna úti á landi. Ég er sjálf úr sveit og gekk í lítinn skóla og langaði því að vita hvernig það væri að kenna í minni skóla. Núna var akkúrat tím- inn fyrir mig að breyta til og þeg- ar ég sá að auglýst var eftir kennur- um hingað í Auðarskóla bað ég um ársleyfi frá Ingunnarskóla, sem ég fékk, og sótti hér um.“ Ljúft að kenna aðeins tólf krökkum Þórdís Edda segir svolítil viðbrigði hafa verið fyrst að kenna í svo fá- mennum skóla. „Ég held ég hafi þó verið nokkuð fljót að aðlagast því. Ég vinn með frábæru fólki, sem er boðið og búið að hjálpa mér og leiðbeina. Mér finnst t.d. mjög ljúft að vera með aðeins tólf nemend- ur í bekknum mínum því ég kynn- ist einstaklingnum miklu betur en í stærri bekkjum. Það er nefnilega mikilvægt að einstaklingurinn fái að njóta sín. „Hún segist finna mun á krökkunum. Dreifbýliskrakkarn- ir hugsi aðeins öðruvísi en borgar- börnin. „Já, mér finnst það, enda kannski ekki skrítið þar sem við mótumst af umhverfi okkar. Mér finnst andrúmsloftið oft vera ró- legra og yfirvegaðra hér. Það er ekki mikið stress í gangi. Einnig hef ég m.a. gaman af því að tala við krakkana um smalamennskur og réttir, sauðburð, heyskap og þess háttar sem tengist sveitinni. Það er svo gaman að sjá hve mörg þeirra fara á flug og hafa mikið um þetta að segja. Það má líka segja að orða- forðinn sé aðeins mismunandi hjá dreifbýlis- og borgarbörnum enda, eins og ég segi, þá mótast maður af umhverfinu sem maður elst upp í.“ Dalamenn sækjast eftir jógakennslu Meðan Þórdís Edda bjó í Reykja- vík kenndi hún jóga. „Já, ég var að kenna jóga í Amarayoga í Hafnar- firði og einnig sem valfag í Ingunn- arskóla. Síðan byrjaði ég með nám- skeið hér í Búðardal nú í haust og Dalamenn hafa tekið því ofsalega vel og er ég afskaplega þakklát fyrir það. Ég kom og var með tíma á síð- ustu Jörfagleði og svo kom ég aftur nú í vor með tíma, en bauð þá líka upp á jógatíma fyrir börn. Allir tím- arnir voru vel sóttir. Ein hafði t.d. orð á því við mig í haust að loks- ins væri ég komin, hún hefði verið að bíða eftir mér og spurði hvort ég ætlaði ekki örugglega að kenna jóga í vetur. Mér fannst mjög skemmti- legt að heyra það. Síðan í haust hef ég verið með tvö byrjendanámskeið og eitt framhaldsnámskeið, en það er fyrir þá sem hafa lokið byrjend- anámskeiðinu hjá mér eða hafa ein- hverja reynslu af jóga. Þriðja byrj- endanámskeiðið er í gangi núna og ætti að klárast fyrir jól ef blessað- ir veðurguðirnir fara nú að róa sig þarna uppi,“ segir hún og brosir. „Planið er svo að halda áfram eftir áramótin en ég hef nú þegar fengið fyrirspurnir um næsta byrjenda- og framhaldsnámskeið hér í Búðardal. Þá hef ég einnig verið spurð hvort ég komi ekki yfir á Borðeyri með námskeið líka. Ég er mjög glöð með þetta allt saman.“ Með nám í ýmsum fræðum Sjálf er Edda úr Hrútafirðinum, handan Laxárdalsheiðarinnar, og þekkir því sveitalífið og fámennið. „Ég var í Grunnskólanum á Borð- eyri en þar sem hann var bara upp í áttunda bekk þá voru krakkarn- ir þaðan keyrðir inn að Laugum í Sælingsdal eftir að Reykjaskóli var lagður niður. Hér á Laugum var ég í 9.-10. bekk. Þaðan lá leiðin í Kvennaskólann í Reykjavík og þar var ég einn vetur en fór svo sem skiptinemi til Kanada í eitt ár. Þar bjó ég í bænum Prince Albert í Sas- katchewan fylki og ég er enn í góðu sambandi við fjölskylduna mína og vini þar. Þegar ég kom heim aftur 1995 kláraði ég Kvennó og fór svo fljótlega í Háskóla Íslands. Þar fór ég í þjóðfræði og tók svo kennslu- réttindin í framhaldi af því, eða eig- inlega samhliða, þar sem ég var að skrifa BA ritgerðina mína á sama tíma og ég var í kennslufræðinni. Ég útskrifaðist úr þessu tvennu 2004. Síðan þá hef ég verið að læra eitt og annað, t.d. ÍAK einkaþjálfun í Keili, jógakennarann og ég er skráður jógakennari hjá Jógakennarafélagi Íslands. Ég náði mér í Curvy Yoga kennararéttindi og svo kláraði ég Diplómanám í bókasafns- og upp- lýsingafræði frá HÍ í febrúar síðast- liðinn. Ég er núna í framhaldsnámi í jóganu ásamt því að vera að taka ýmsa sérhæfingu innan jógageirans, svo sem Yoga for Round Bodies og jóga fyrir börn. Mér finnst gaman að læra og er ég hvergi nærri hætt,“ segir hún og brosir að öllum náms- áhuganum. Verðugt að rannsaka muninn Þegar hún er spurð að því hvort mikill munur sé á Dalamönnum og Hrútfirðingum segist hún, satt að segja, lítið hafa veitt því athygli hvað sé líkt eða ólíkt með þeim. „Líklegast er þó einhver munur eins og er svo algengt milli lands- svæða,“ segir hún og lætur fylgja að nú hafi þjóðfræðingurinn komið upp í henni. Þetta sé verðugt rann- sóknarefni. „Mér þykir náttúrulega afskaplega vænt um sveitunga mína í Hrútafirðinum. Pabbi var fædd- ur og uppalinn í Bæjarhreppi og á ég þar mikið af skyldfólki. Hér í Dölunum þekki ég líka marga og á tengsl hingað. Mamma er fædd og uppalin í Laxárdalnum, ég gekk hér í skóla og svo var ég í mörg ár hálfgerður heimalningur í Miðdöl- um. Mín upplifun af Dalamönn- um og Hrútfirðingum er sú að þeir eru bóngóðir, hjálpsamir og miklir húmoristar.“ Þórdís Edda segist kunna vel við sig í Búðardal. „Hér líður mér vel og mér finnst fólk hafa tekið mér vel. Ég vinn með frábæru fólki sem er boðið og búið að aðstoða mig. Nemendur mínir eru yndisleg- ir og flottir krakkar sem mér þyk- ir afskaplega vænt um. Ég bý í yfir hundrað ára gömlu húsi með mikla og góða sál sem mér líður mjög vel í og síðast en ekki síst á ég mjög góða vini hérna sem búa í sjón- línu við mig. Ég get alltaf leitað til þeirra. Þannig að ég get ekki sagt að ég finni fyrir einangrun. Ég er líka vön því að vera ein svo þetta angr- ar mig ekki, að minnsta kosti ekki ennþá, hefði þó samt ekkert á móti því að geta verið með gæludýr.“ Um jólin segist Þórdís Edda ætla að vera fyrir sunnan hjá fólkinu sínu en miðað við veðurfarið að undan- förnu þá verði það bara að koma í ljós hvað úr verði. hb Þórdís Edda uppfræðir Dalamenn á ýmsan hátt Þórdís Edda Guðjónsdóttir. Útsýnið hjá Þórdísi Eddu í Búðardal á þriðja sunnudegi aðventu. Kennslustofan í Búðardal tilbúin fyrir jógakennsluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.