Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 80

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 80
80 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Björn Bjarki Þorsteinsson er odd- viti sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Hans aðalstarf er þó að veita for- stöðu dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi, Brákarhlíð. Björn Bjarki, sem alltaf gengur undir seinna nafninu, er fæddur og uppalinn Borgnesing- ur, fæddur 1968 og stundaði sitt grunnskólanám í Borgarnesi. Að því loknu hélt hann til náms í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og á þeim tíma urðu þau par, Bjarki og Guðrún Ólafsdóttir sem er eiginkona hans í dag, Guðrún er einnig uppalinn Borgnesingur eins og Bjarki, þaðan útskrifuðust þau með stúdentspróf. Fyrstu árin fóru þau með skólabíl á milli en síðasta eina og hálfa árið leigðu þau sér herbergi saman á Heiðarbrautinni á Akranesi, steinsnar frá skólanum. „Síðan höfum við bæði verið á leið í háskólanám en ekkert orðið úr því ennþá en höfum þó bæði verið að bæta við okkur með ýmsum nám- skeiðum tengdum okkar störfum,“ segir Bjarki þegar talað er við hann á heimili hans við Þorsteinsgötuna í Borgarnesi. Eftir þvæling víða um land, vinnandi hjá kaupfélögum, settust þau að í Borgarnesi að nýju árið 1999. Þau eiga fjögur börn. Elst er Jóhanna Marín, þá kemur Ólafur Axel en yngstir eru tvíbur- arnir Andri Steinn og Aron Ingi. Svo er von á fjölgun í fjölskyldunni í vor en Jóhanna Marín og unnusti hennar eiga þá von á barni þann- ig að afa- og ömmutitill bætist við hjá Bjarka og Guðrúnu. Með námi og fyrst eftir það starfaði Bjarki hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Hólmavík, Selfoss, Reykjavík Þau Bjarki og Guðrún fóru síðan á landshornaflakk. Bjarka bauðst að verða verslunarstjóri hjá Kaup- félagi Steingrímsfjarðar á Hólma- vík og þangað fluttu þau með elstu dótturina. „Það var mikil breyting að koma til Hólmavíkur frá Borg- arnesi, ekki síst allur snjórinn þar á veturna. Snjóaveturinn 1995 var alveg einstakur. Þá fór bókstaflega allt á kaf. Ég man að einu sinni þeg- ar ég fór gangandi í vinnuna, sem oftar þennan vetur, þá bókstaflega skreið ég áfram í þreifandi byl. Þeg- ar ég taldi mig vera kominn fann ég eitthvað framundan og þegar rof- aði aðeins til sá ég að þetta var þak- skeggið á verslunarhúsinu. Það var allt á kafi.“ Eftir þriggja ára veru á Hólmavík bauðst Bjarka starf inn- kaupastjóra Kaufélags Árnesinga á Selfossi, KÁ, og þangað fluttu þau árið 1997. „Þetta var talsvert um- fangsmikið starf enda var KÁ með 12 verslanir á Suðurlandi alveg austur á Kirkjubæjarklaustur og tvær verslanir í Vestmannaeyjum. Þessu starfi fylgdu því mikil ferða- lög um Suðurland.“ Eftir eins og hálfs árs veru hjá KÁ á Selfossi var enn breytt til og nú hóf Bjarki störf hjá Kaupási við rekstur Ellefu, ell- efu verslananna. „Við fluttum þá til Reykjavíkur, keyptum okkur íbúð þar og vorum búin að koma okk- ur vel fyrir enda kunnum við vel við okkur í Reykjavík. Eftir tvö ár hjá KÁ og Kaupási, sem voru mjög tengd fyrirtæki, þá fékk ég óvænt hringingu um haustið 1998 og boð um að koma til starfa sem verslun- arstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga í Borgarnesi stuttu eftir að Guðsteinn Einarsson tók við starfi kaupfélagsstjóra. Við vorum eigin- lega ekkert á leiðinni heim aftur en slógum þó til.“ Kaupfélagið hafði verið í lægð Þau voru því komin á heimaslóðir aftur en samt ekki alveg því Bjarki keyrði milli Borgarness og Reykja- víkur kvölds og morgna fyrsta vet- urinn. „Jóhanna Marín var byrjuð í skólanum þegar boðið kom um vinnuna hér í Borgarnesi og við vildum ekki vera að hringla með það, svo við fluttum ekki hingað fyrr en sumarið 1999. Við leigð- um okkur íbúð fyrsta árið, keypt- um okkur síðan íbúð á Kveldúlfs- götunni en keyptum svo þetta hús hér á Þorsteinsgötunni fyrir um tíu árum og kunnum afar vel við okkur í þessu notalega húsi í skjólsælli Þor- steinsgötunni.“ Bjarki segir Borg- arnes ekki hafa breyst mikið þann tíma sem þau voru í burtu. „Þegar við komum heim hafði Kaupfélag Borgfirðinga átt í talsverðu basli í nokkur ár og það voru margir sem voru hissa á okkur að standa í þessu. Þetta varð samt virkilega skemmti- legur og spennandi tíma. Fljót- lega eftir að ég kom hingað heim var farið að huga að nýrri bygg- ingu fyrir Kaupfélag Borgfirðinga sem varð svo að veruleika árið 2002 þegar Hyrnutorg var opnað. Ég fékk að koma að þeim undirbúningi talsvert mikið og þetta var virkilega spennandi tími. Árin þarna á eftir voru virkilega góð og gerðu kaup- félagið verðmætt sem kom til góða þegar þessi rekstur fór inn í Sam- kaup. Ég steig í rauninni til hliðar þegar Samkaup kom til og fór sem sölu- og markaðsstjóri yfir í Borg- arneskjötvörur, sem var sjálfstætt félag en tengdist þó kaupfélaginu á ákveðinn hátt og Guðsteinn Ein- arsson kaupfélagsstjóri var stjórn- arformaður þar.“ Alltaf verið sjálfstæðismaður Bjarki segist alla tíð, eða frá því hann var unglingur, hafa verið sjálf- stæðismaður og hann sló því ekki hendinni á móti því þegar hon- um var boðið að verða starfsmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Norðvest- urkjördæmi árið 2006. „Ég varð um leið í raun kosningastjóri fyrir alþingiskosningarnar 2007 og ferð- aðist um þetta stóra kjördæmi og kynntist ólíkum kjörum og hags- munum fólks. Þetta stóð þó stutt yfir því um mitt ár 2007 var starf framkvæmdastjóra Dvalarheimils aldraðra hérna auglýst og ég sótti um. Eftir talsvert ferli var ég ráð- inn í það starf haustið 2007.“ Þegar Bjarki er inntur eftir því af hverju hann tali um talsvert ferli varð- andi þá ráðningu segir hann marga hafa sótt um þótt hann viti ekki enn hverjir þeir voru. „Þetta kallaði á mörg viðtöl vegna starfsumsókn- arinnar og það voru víst einhverjir sem vildu blanda pólitík inn í þetta. Mér finnst ekki réttlátt að ég hefði átt að líða fyrir það þarna að hafa tekið þátt í bæjarmálunum. Ég hef aldrei litið á mig sem neinn pólitík- us þrátt fyrir sveitarstjórnarstörfin. Stjórnin hins vegar stóð einhuga að þessari ráðningu og ég sé ekki eftir að hafa sótt um þetta starf. Það er frábært starfsfólk þarna og vinnan skemmtileg. Stýrir nú stórum vinnustað „Konan segir nú stundum að ég sé í dagvistun á dvalarheimilinu,“ seg- ir Bjarki þegar talið berst að starf- inu þar. Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, Brákarhlíð, tók til starfa 1971. „Við héldum upp á fer- tugsafmælið með pompi og prakt árið 2011. Þarna eru 75 manns á launaskrá í 45 stöðugildum þannig að þetta er með stærri vinnustöð- um hér í héraðinu. Ég fékk síðan að taka þátt í og vera í forsvari fyr- ir þeirri miklu endurbyggingu sem er búin að vera á heimilinu síðustu ár og forverar mínir voru búnir að leggja grunninn að með mikilli eft- irgangssemi við ríkisvaldið. Haust- ið 2010 fóru miklar breytingar af stað sem var mikil innspýting í at- vinnulífið hér, ekki síst fyrir heima- menn sem unnu allt verkið. Á þess- um tíma var þetta gott því við eig- um góða iðnaðarmenn sem höfðu lítið að gera þarna fyrst eftir hrun- ið. Það er gríðarlega stórt skref sem fólk stígur þegar það yfirgefur sín heimili og fer inn á hjúkrunar- og dvalarheimili og því er nauðsyn- legt að vel sé búið að því. Svo hefur líka hlutverk dvalarheimila verið að breytast og hlutur hjúkrunarrýmis verður sífellt stærri.“ Þrettán hreppar í eitt sveitarfélag Bjarki segist lengi hafa fylgst með og tekið þátt í sveitarstjórnarmál- unum í heimabyggð og starfi sjálf- stæðismanna þar. „Ég vann mikið að fjölmennasta landsþinginu sem SUS hefur haldið en það var hér í Borgarnesi árið 1989. Þar voru fyrstu alvöru skrefin tekin. Þetta var ekki vegna þess að pólitík hafi ver- ið mikið til umræðu á mínu heim- ili. Foreldrar mínir töluðu nán- ast aldrei um slíkt og þau voru alls ekki sjálfstæðismenn frekar en eitt- hvað annað. Ég er síðan búinn að vera í sveitarstjórn hér síðan 2002 og oddviti sjálfstæðismanna síð- an 2006.“ Árin 2006-2010 hafði Bjarki titilinn forseti bæjarstjórnar en við síðustu sameininguna 2010 var ákveðið að halda sig við sveit- arsjórnartitilinn og þar með forseta sveitarstjórnar. „Sameining Borgar- byggðar varð í fjórum áföngum allt til 2006 og nú mynda Borgarbyggð alls þrettán gamlir hreppar.“ Pólitíkin þvælist ekki fyrir sveitarstjórn Hvernig má það svo vera að maður sem hefur starfað mest alla starfs- ævina í ábyrgðarstöðum hjá kaup- félögum víða um land er ekki fram- sóknarmaður? „Ég eiginlega veit það ekki. Fyrsti og besti lærifað- ir minn í kaupfélaginu hér var sá mæti maður Birgir Þórðarson og hann var ekki framsóknarmað- ur svo ég viti til. Hjá honum lærði ég að vinna og lærði samviskusem- ina í verslun og viðskiptum. Svo leiddi bara eitt af öðru og ég hef aldrei orðið var við að yfirmenn mínir í kaupfélögunum hefðu neitt við það að athuga að ég væri ekki framsóknarmaður. Auðvitað kem- ur fyrir í sveitarstjórnarmálunum í Björn Bjarki Þorsteinsson í Borgarnesi: Hefur aldrei litið á sig sem pólitíkus þrátt fyrir sveitarstjórnarstörfin Björn Bjarki Þorsteinsson í eldhúsinu heima hjá sér á Þorsteinsgötunni. Tvíburarnir Aron Ingi, til vinstri og Andri Steinn láta fara vel um sig sófanum. Úti hvílir aðventusnjórinn á grenitrjánum. Börnin fjögur ásamt hestinum Krafti sem er í eigu Ólafs Axels.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.