Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 55

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 55
55MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 lega vel á mótinu. Helgi Guðjónsson UMSB sigraði í 800 metra hlaupi 15 ára pilta. Helgi hljóp á tímanum 2:07:25 og setti þar með nýtt unglingalandsmótsmet. Vignir Smári Val- bergsson og Steinþór Logi Arnarsson UDN komast báðir á verðlaunapall. Vignir Smári bætti persónulegan árangur sinn um tvo metra í spjótkasti og vann til silfurverðlauna í flokki 14 ára pilta. Steinþór Logi var ásamt Jamison Ólafi Johnson HSS, Grími Bjarndal Einarssyni UMSB og Helga Guðjóns- syni UMSB í boðhlaupssveit SamVest sem vann til gullverð- launa í 4x100m boðhlaupi 15 ára pilta. Þá komust þrjú af fjög- ur körfuboltaliðum sem HSH sendi á mótið á verðlaunapall. Þessu til viðbótar um árangur frjálsíþróttafólks á árinu má geta árangurs Helga Guðjónssonar í upphafi árs þar sem hann setti Íslandsmet sveina í 800 metra hlaupi og varð Íslands- meistari í sínum flokki bæði í 800 og 1500 metra hlaupi. Frábær árangur Einars Arnar í lyftingunum Kraftlyftingamaðurinn og Lunddælingurinn Einar Örn Guðnason sem keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness náði frábærum árangri á árinu. Á Evrópumóti unglinga í Rússlandi í aprílmánuði náði hann bronsverðlaunum í bekkpressu og setti nýtt Íslandsmet unglinga bæði í hnébeygju og saman- lögðu. Á þessu móti keppti Einar í flokki undir 93 kílóum. Einar var orðinn þyngri í lok nóvembermánaðar þegar hann keppti á bikarmóti Kraftlyftingasambands Íslands á Akureyri. Þá keppti hann undir 105 kílóa flokki en var sjálfur 97,5 kíló. Einar setti á mótinu á Akureyri Íslandsmet í hnébeygju bæði í opnum flokki fullorðinna og unglingaflokki. Lyfti hann hvorki meira né minna en 301 kílói og bætti met Viktors Samúels- sonar sem var 300 kíló. Einar Örn sigraði með yfirburðum í sínum flokki. Dalakona glímudrottning Íslands Hundraðasta og fjórða Íslandsglíman fór fram í apríl. Í glím- unni um Freyjumenið sigraði Sólveig Rós Jóhannsdóttir úr Glímufélagi Dalamanna og hlaut sæmdarheitið glímudrottn- ing Íslands í þriðja sinn, en hún hlaut þann titil síðast árið 2005. Fjölmargir áhorfendur urðu vitni að keppninni sem var spennandi frá upphafi til enda. Heiðursgestur á mótinu var Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og sá hann um að afhenda keppend- um verðlaun í mótslok. Yngri kynslóðin í Glímufélagi Dala- manna stóðu sig líka með ágætum í íþrótt sinni á árinu. Grundfirskar blakkonur upp um deild Ungmennafélag Grundarfjarðar hefur átt allgóðum liðum á að skipa í blaki síðustu árin. Einkum eru það konurnar sem hafa staðið sig vel. Síðasta vetur urðu konurnar frá Grundar- firði í öðru sæti í annarri deild Íslandsmótsins og unnu sér rétt til keppni í fyrstu deild í vetur. Frammistaða þeirra hefur verið með ágætum í vetur. Þær grundfirsku eru meðal efstu liða og unnu nýlega topplið Aftureldingar. Þrjár úr grundfirska liðinu unnu sér landsliðssæti á árinu. Þá tryggðu Bresakonur á Akra- nesi sér einnig keppnisrétt í 1. deildinni síðasta vor. Þær hafa átt frekar erfitt uppdráttar í deildinni það sem af er vetri og eru í botnsæti deildarinnar. Yngsti Íslandsmeistarinn í keilu Iðkendur í Keilufélagi Akraness státuðu af góð- um árangri ekki síst ung- lingarnir en nokkrir þeirra hömpuðu Íslandsmeist- aratitlum á árinu. Þeirra yngstur var Matthías Leó Sigurðsson á Akranesi sem keppti á Íslandsmóti einstaklinga í keilu með forgjöf í fyrsta sinn. Þar keppti fólk á öllum aldri en flestir keppendur voru komnir á fullorðinsár. Matthías var eina barnið sem keppti en þrátt fyrir það sigraði hann í keppn- inni. Þar með varð hann Íslandsmeistari í fyrsta sinn, aðeins sex ára gam- all. Hann er langyngsti keiluspilari sem unnið hefur Íslandsmeistaratitil til þessa. Gjöfult ár hjá Sundfélagi Akraness Sem fyrr hefur sundfólk af Akranesi verið að gera það gott. Inga Elín Cryer er sá Skagamaður sem í dag stendur fremst meðal jafn- ingja. Hún hefur hins veg- ar æft og keppt fyrir Ægi að undanförnu og sem slík kvatt sitt gamla félag. Sund- félag Akraness eignaðist einn Íslandsmeistara í full- orðinsflokki á árinu; Ágúst Júlíusson sem varð þrefald- ur meistari. Ágúst varð Ís- landsmeistari í 50 metra flugsundi á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug. Á sama móti varð hann annar í 100m flugsundi eft- ir hnífjafnt sund við fyrsta mann. Sævar Berg Sigurðsson varð í þriðja sæti í 200 m bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug. Í nóvember varð Ágúst tvöfaldur Íslandsmeistari á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug en þar varð hann meistari í 50 og 100 m flugsundi. Þá varð Atli Vikar Ingimundarson þriðji í 200m baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug. Samtals syntu sundmenn í Sundfélagi Akraness átján sinn- um til úrslita á Íslandsmeistaramótum á árinu. Þá unnu sund- menn félagsins til sjö verðlauna á Unglingameistaramóti Ís- lands sem haldið var í Hafnarfirði í júní og tveggja verðlauna á Aldursflokkameistaramóti Íslands sem haldið var í Reykja- nesbæ í júní þar sem liðið varð í áttunda sæti stigakeppninn- ar en 16 sundfélög tóku þátt í mótinu. Samtals voru sautján Akranesmet slegin á árinu þar af þrjú í fullorðinsflokki. Lið Skagamanna er í efstu deild í sundi. Á Bikarkeppninni 2014 var mætt með ungt lið og varð félagið í fjórða sæti í stiga- keppni félaga bæði í karla- og kvennaflokki. Hjá Sundfélagi Akraness eru um þessar mundir um 230 iðkendur frá þriggja mánaða aldri og upp í fólk á sextugsaldri. Kynslóðaskipti í badmintoninu Nokkur kynslóðaskipti hafa verið hjá Badmintonfélagi Akra- ness síðustu árin en iðkendur hjá félaginu eru 60-70. Félagið er með tvo þjálfara; Helga Magnússon sem er aðalþjálfari og Helgi Jóhannesson aðstoðarþjálfari. Helsti árangur BA fólks á árinu var á Íslandsmóti unglinga sem var haldið 7.-9. mars í TBR húsinu. Þar eignaðist félagið nokkra Íslandsmeistara. Andri Snær Axelsson vann í einliða og tvíliða, Davíð Harð- arson vann í tvíliðaleik og Brynjar Már Ellertsson vann í tvenndarleik. Harpa Kristný Sturlaugsdóttir vann í tvíliðaleik og Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími vann í einliða- og tvíliðaleik. Meistaramót Íslands fór fram í Hafnarfirði helgina 4.-6. mars og fóru margir keppendur af Skaganum á mótið. Bestum árangri í meistaraflokki náðu Egill Guðlaugsson og Ragnar Harðarsson en þeir komust í undanúrslit í tvíliðaleik. Í unglingaflokkum náðu bestum árangri og sigruðu Steinar Bragi Gunnarsson í tvíliðaleik í B-flokki og Harpa Hilmis- dóttir Skallagrími í einliðaleik í A-flokki. Nokkrir krakkar úr BA voru valdir í landsliðs- og úrvals- hópa á árinu. Má þar nefna Helga Grétar Gunnarsson, Stein- ar Braga Gunnarsson, Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur og Hörpu Hilmisdóttur UMF Skallagrími. Í North Atlantic Camp voru svo þrír spilarar af sex valdir frá BA. Það voru þau Katrín Eva Einarsdóttir, Andri Snær Axelsson og Elvar Már Sturlaugsson. Einnig var fararstjórinn í þessari ferð frá BA en það var Irena Rut Jónsdóttir Konráð Axel með frábæran árangur Vestlenskir unglingar náðu góðum árangri á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór á félagssvæði Fáks í Reykjavík í lok júlí. Konráð Axel Gylfason hestamannafélaginu Faxa sigr- aði í fjórgangi unglinga á hestinum Verði frá Sturlureykjum II. Hann komst einnig í úrslit á hestinum Feng þar sem þeir urðu í öðru sæti í fimmgangi og í slaktaumatölti náðu þeir saman öðru sætinu, Konráð Axel og Smellur. Svandís Lilja Stefánsdóttir frá Skipanesi komst einnig í úrslit í fimmgangi á hestinum Prinsi frá Skipanesi. Aðalsteinn Símonarson Íslandsmeistari í rallýi Aðalsteinn Símonarson er búsettur í Borgarnesi, fæddist þar en ólst upp í Bæjarsveit í Borgarfirði. Hann er Íslandameistari í rallýi 2014. Það var ljóst eftir að hann sigraði á einu síðasta mótinu í Íslandamótaröðinni í lok ágúst. Það var þriggja daga Rallý Reykjavík. Aðalsteinn og félagi hans Baldur Haralds- son frá Sauðárkróki urðu þar í öðru sæti. Þetta er í fyrsta sinn sem Borgfirðingar eignast Íslandsmeistara í þessari rótgrónu akstursíþrótt. Aðalsteinn er þó enginn nýgræðingur í rallinu. Hann hefur haft áhuga á þessari íþrótt um áratugaskeið. Sím- on faðir hans sem bjó um árabil á Jaðri í Bæjarsveit, sem og fleiri úr fjölskyldunni, hafa einnig tekið þátt í keppnum í ár- anna rás. Sjálfur getur Aðalsteinn rakið rallsögu sína allar göt- ur til ársins 1986. þá Einar Örn glímir með metlyftuna í hnébeygjunni á mótinu á Akur- eyri sem hann náði í þriðju og síðustu tilraun. Ljósm. kraft.is Sólveig Rós Jóhannsdóttir glímudrottning Íslands. Ljósm. asg. Kvennalið UMFG í blaki. Matthías Leó Sigurðsson yngsti Íslandsmeistarinn í keilu. Ágúst Júlíusson SA þrefaldur Íslandsmeistari. Konráð Axel með hestakost sinn. Aðalsteinn Símonarson ásamt konu sinni Guðnýju Guðmarsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.