Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 102

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 102
102 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 og skar á tógið. Við fundum hvern- ig allt í einu varð léttara að draga og drógum eins hratt og við gát- um. Svo kom bara laus endinn allt í einu inn!“ Ljómandi andlit Elliðamanna Örvæntingin hvolfdist yfir alla um borð í Júpíter þegar þeir sáu hvað hafði gerst. „Ég man að Bjarni skipstjóri kom út í brúargluggann og öskraði á okkur hvassyrtur: „Djöfullinn er þetta maður, getið þið ekki hnýtt almennilega hnúta?“ Hann hélt að það hefði raknað hnúturinn. Andr- és Hermannsson bátsmaður á Júp- íter sem hafði hnýtt hefði aldrei skilið eftir sig hnút sem ekki héldi. Hann var vestfirskur togarajaxl og mikill fagmaður. Við sýndum Bjarna að tógið hefði verið skor- ið í sundur. Það var svartamyrkur og við sáum ekki hvað hafði gerst þó við værum með ljóskastara sem beindist að gúmmíbátnum. Hann lá hlémegin við okkur og nú var ekki um annað að ræða en að láta Júpít- er bara reka að honum. Það gekk vel. Svo þegar gúmmíbáturinn kom á síðuna hjá okkur þá kipptum við þeim bara um borð, þegar aldan kom með þá upp á móts við lunn- inguna. Þeir voru þarna 26 í einni kös í 19 manna bát og einn skips- hundur. Við tókum hundinn fyrst,“ segir Eiríkur og hlær lágt við end- urminninguna um þessa forgangs- röðun. Ég gleymi aldrei andlitun- um á skipbrotsmönnunum þeg- ar þeir komu um borð til okkar. Þeir bara ljómuðu Siglfirðingarn- ir; vissu að þeir höfðu sloppið við dauðann.“ Hafið tók þó sinn toll í þessu slysi. „Þarna týndust tveir ungir menn og fundust látnir síðar. Við fórum hins vegar með þá sem lifðu beint til Reykjavíkur.“ Úr sjómennsku í vélvirkjun Eiríkur og Dagný gengu í hjóna- band í nóvember 1963. Þau settust að á Akranesi með börnum Dag- nýjar úr fyrra sambandi, þeim Hauk Ægi og Ástu Hrönn Jónsbörnum. „Eiríkur, eldri sonur okkar fæddist svo þetta sama ár og Alexander, sá yngri, 1965. Við höfum alltaf búið hér á Skaganum þó ég hafi hald- ið áfram að þvælast víða. Ég fór í Stýrimannaskólann þetta ár og tók fiskimannapróf. Ég var stýrimaður á Ver AK og Ásbirni AK. Sumar- ið 1965 var ég á Sigurborginni með Þórði Guðjónssyni á síld og það var mikið aflasumar. Sumarið 1966 var ég á humarveiðum á Ver AK þar sem Valdimar Ágústsson var skip- stjóri. Næsta sumar þar á eftir vann ég við byggingu NATO-stöðvar- innar inni í Hvalfirði. Var vörubíl- stjóri og tækjamaður. Þarna var ég bara hættur á sjónum. Við fórum að byggja okkur raðhús við Vogabraut. Ég vildi vera meira heima, en varð svo ekkert meira heima en þegar ég var á sjónum. Maður var alltaf að eltast við meiri tekjur. Eftir veruna í Hvalfirði fór ég að vinna sem við- gerðamaður í steypustöð í Búrfells- virkjun.“ Þessi vinna beindi Eiríki inn á braut vélvirkjunar. „Þegar ég kom úr Búrfelli fór ég að læra vélvirkjun í Iðnskólanum á Akranesi og á samn- ing hjá Þorgeir & Ellert. Slippur- inn á Akranesi var mikill vinnu- staður á sínum tíma. Ég var þarna í slippnum og vann þar í nokkur ár. Þar vorum við að smíða fiskibáta samkvæmt teikningum Benedikts Guðmundssonar, sem enn býr hér á Akranesi. Ég smíðaði allar hurðirn- ar í þá. Undir lokin var ég orðinn dálítið leiður á því að smíða hurð- ir,“ segir Eríkur og hlær við. Milli Vestmannaeyja og Grundartanga Enn á ný urðu stórtíðindi í byrj- un árs 1973. Það var gosið í Vest- mannaeyjum. „Þegar svo gosið var um garð gengið, réði ég mig á verk- stæðið hjá Viðlagasjóði úti í Eyjum í viðhald á vélunum sem voru not- aðar til að moka vikrinum ofan af bænum. Þetta var ótrúlegt átak að horfa á hvernig bærinn reis úr ösk- unni. Þarna var ég þjóðhátíðarsum- arið 1974. Eftir það réði ég mig til vinnu við undirbúning þess að reisa Járnblendiverksmiðjuna á Grund- artanga en þá var byrjað að grafa fyrir henni. Verktakinn, sem sá um uppgröftinn, var með verkstæði á Kúludalsá og þar vorum við Guð- mundur Valdimarsson sumarið 1975. Verktakafyrirtækið fór svo á hausinn um haustið og við misstum vinnuna.“ Þá komu Vestmannaeyjar aft- ur til sögunnar. Eiríkur frétti af því að það vantaði lögreglumann þang- að um veturinn. „Ég sótti um og fékk starfið. Það var mjög sérstakt. Minnistætt er að við vorum mikið í því að keyra fólk heim af böllum um helgar. Þetta var gert við heima- mennina en utanbæjarmönnum var hins vegar stungið inn í fanga- geymslur þar sem þeir sváfu úr sér. Heim kominn frá þessu fór ég svo aftur að vinna á Grundartanga. Það var hjá Ístak við að byggja sjálfa járnblendiverksmiðjuna. Þegar hún var komin í gang vann ég svo á verkstæðinu þar í fimm ár. Mér líkaði aldrei á Grundartanga. Þetta var eins og fangabúðir með gadda- vírsgirðingar allt í kring.“ Sjórinn kallar aftur á sinn mann Það hafði alltaf verið erfitt hjá Ei- ríki að gleyma sjónum. Frelsið þar bæði lokkaði og laðaði. „Við Bald- ur Árnason, vélvirki hér á Akranesi, keyptum okkur trillubát sem hét Rós AK 40 og ætluðum að gera út á handfæri. Á þessum tíma var eng- inn kvóti eða neitt, en bara ekk- ert fiskirí. Ég þvældist á Rósinni vestur á Arnarstapa og alveg aust- ur undir Vík í Mýrdal en fékk lítinn afla. Það þótti gott ef maður fékk 300 kíló yfir daginn. Við félagarn- ir hættum þessari útgerð og seldum bátinn. Þarna hófst svo tímabil mitt á flutningaskipunum. Ég var aftur kominn á sjóinn.“ Eiríkur réði sig sem háseta á flutningaskipið Ísberg 1985. „Þetta var lítið frystiskip sem var eingöngu í því að flytja rækju frá Ísafirði til Englands. Gárungarnir kölluðu það Carlsberg, því við smygluðum miklu, fyrst og fremst vegna þess að launin voru svo lág. Eitt sinn fór ég til útgerðarmannsins og bað um kauphækkun. Hann svaraði: „Það er ekkert svigrúm til þess. Þú verð- ur bara að smygla meiru.“ Sérstak- lega var gott að hafa upp úr því að smygla bjórnum. Hann var bann- aður hér á landi og mjög eftirsóttur. Því miður var það svo að uppistað- an í tekjunum hjá okkur var smygl- ið. Nú er ekkert um þetta lengur eftir að bjórbanninu var aflétt og allar hafnir voru girtar af.“ Rekinn fyrir reglusemi „Mér var svo sagt upp á Ísberg- inu. Ástæðan var ekki flókin. Það var mikil óregla þarna um borð. Ég hafði hins vegar farið í áfengismeð- ferð 1979. Þar tók ég allan pakkann og fór bæði á Silungapoll og Sogn. Þar lærði ég meira á fimm vikum en ég hafði gert alla ævina fram að þeim tíma. Ég drakk því ekki þarna á Ísberginu. Féll ekki inn í hópinn og var einfaldlega látinn fara vegna algers bindindis míns á áfengi og önnur vímuefni.“ Eiríkur lét þetta þó ekki fæla sig frá frekari farmennsku. Hann réði sig á annað skip sem hét Vaka. „Það var gamalt olíuskip sem áður hafði heitið bæði Litlafell og Þyrill. Það stundaði nú lýsisflutninga frá land- inu til hafna í Evrópu. Næst sigldi ég svo fyrir skipafélagið Nes sem var í Grundarfirði. Þar vorum við mikið í flutningum fyrir járnblend- ið, bæði með afurðir og aðföng. Við lentum meðal annars í mikilli æv- intýraferð 1986 til St. Pétursborgar í Rússlandi á Hauk, sem var gamli Freyfaxi Sementsverksmiðjunn- ar. Skipið festist í ís í Eystrasaltinu. Við áttum að fara í skipalest þaðan með ísbrjót í fararbroddi. Það var gefið út að öll skipin ættu að halda 12 mílna ferð en Haukur gat ekkert siglt svo hratt, svo við urðum bara eftir og frusum fastir. Þar héldum við jól þetta árið. Seinna þegar við komumst út úr þessu frosti, kom í ljós að nokkrar vatnslagnir í skip- inu höfðu sprungið og við urðum að rífa allt í sundur til aðgeta gert við þær. Annars var ég mest á öðru skipi í eigu útgerðarinnar Nes h/f, en það hét Valur. Á þessum árum voru flutningaskipin undir íslensk- um fána og enn mönnuð Íslending- um eingöngu. Það átti þó eftir að breytast mikið.“ Horfst í augu við dauð­ ann undir Akrabergi Í ársbyrjun 1989 varð atburður sem Eiríkur gleymir aldrei. Leyf- um honum að lýsa þessu með eig- in orðum: „Ég var heima á Akranesi í fríi milli túra þegar hringt var frá út- gerðinni og mér sagt að það vant- aði mann á flutningaskipið Svan. Hann lá þá inni á Grundartanga. Ég var spurður hvort ég vildi ekki fara og samþykkti það. Við fór- um með járnblendi til Englands og tókum svo brúnkol sem áttu að fara til Grundartanga. Þegar við vorum að fara af stað frá Englandi, sá ég að lestarnar voru aðeins hálffullar af kolum. Það var spáð slæmu veðri á heimleiðinni. Ég minntist á það við skipstjórann hvort það væri óhætt að sigla svona með skipið hálflestað með tilliti til þessa. Hann hélt það væri í góðu lagi. Svo er það þann- ig þegar við nálgumst Færeyjar 13. janúar, að það gerir þetta snarvit- lausa veður. Það er ákveðið að leita skjóls við Suðurey sem er syðsta eyja Færeyja. Þegar við nálgumst Akrabergið, sem er um hundrað metra hátt þverhnípi syðst á eynni, þá fáum við á okkur þetta feikna- lega brot. Dallurinn leggst á hlið- ina og það er sjór upp á lúgur. All- ur farmurinn var kominn út í síðu. Og rokið og veðrið þvílíkt að ég hef aldrei séð það svartara. Allt sem lauslegt var um borð hafði kastast upp í síðu. Ég var niðri í skipinu og fann að það ætlaði ekkert að rétta sig af. Þá hljóp ég fram og ætlaði upp stiga en mætti þá bara sjó sem flæddi niður á móti mér. Þá hélt ég við værum að sökkva. Ég komst þó upp í brú og þar var eiginlega allt í paniki. Menn voru að hafa til flot- galla en það hefði engu máli skipt við þessar aðstæður, því okkur hefði bara rekið upp í klettana und- ir Akraberginu þar sem við hefðum lamist til dauða.“ Komist lífs af í manndrápsveðri Skýrsla skipstjórans á Svani sem skrifuð var daginn eftir þennan at- Eiríkur hefur yndi af að fljúga með Eiríki syni sínum sem hefur flugréttindi. Hér hafa þeir feðgar lent á Haukadalsmelum. Eiríkur stendur við vélina. Rós AK sem Eiríkur rær á til strandveiða um sumartímann. Hér hefur hann lagt bátnum við Þormóðssker skammt frá æskustöðvunum á Mýrunum. Feðgarnir Eiríkur og Alexander á góðri sumarstundu í Þormóðsskeri við neftóbak og kaffi á meðan þeir gera hlé á strandveiðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.