Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 78

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 78
78 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Ég óska Samfylkingarfólki og öllum íbúum Norðvesturkjördæmis gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kær kveðja Guðbjartur Hannesson S K E S S U H O R N 2 0 1 3 Óskum Vestlendingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Hvalur hf. S K E S S U H O R N 2 0 1 3 Þökkum fyrir mikið, ánægjulegt og fórnfúst starf og færum velunnurum okkar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning. Íþróttabandalag Akraness - www.ia.is Íþróttabandalag Akraness óskar öllum sjálfboðaliðum, starfsmönnum og velunnurum íþróttahreyngarinnar: Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. „Útnes undir jökli“ kallast ljós- myndasýning áhugaljósmyndar- ans Árna Guðjóns Aðalsteinsson- ar. Þetta er fyrsta sýning Árna og var hún opnuð í Átthagastofunni í Ólafsvík síðastliðinn föstudag. Árni er búsettur í Ólafsvík og segir hann í samtali við Skessuhorn að eftirlæt- is tómstundagaman hans sé að fara í gönguferðir um nágrennið. Hann hefur einnig brennandi áhuga á ljósmyndun og fara áhugamálin vel saman, því Árni nýtir gönguferðirn- ar til að taka fallegar landslagsljós- myndir. Árni segir að stundum hafi sú staða komið upp að útsýnið, feg- urðin og litirnir séu það ótrúlegir að ekki verði annað gert en að njóta þess að horfa. „Ég er svo lánssam- ur að búa á stað eins og Snæfells- nesinu. Það hlýtur að vera draum- ur alls útivistarfólks jafnt sem allra landslagsljósmyndara,“ segir Árni. Hann bætir því við að Snæfellsnes- ið hafi upp á allt að bjóða. „Hér er ótrúlega fallegt landslag. Litir nátt- úrunnar, norðurljós, gróður, hraun, sandar, ár, fossar og fjöll, sjórinn og jökullinn. Að ógleymdri ævintýra- legri og síbreytilegri birtu.“ Árni er því maður sem nýtur þess að ganga um fjöllin og taka myndir. Hann hefur mikið dálæti á allri náttúru- legri birtu og hefur gaman af því að eltast við réttu birtuna. Byrjaði að mynda í kjölfar veikinda Árni segir að rekja megi áhuga hans á ljósmyndun til ársins 2000. Þá fór hann að finna fyrir veikindum og fór síðan til læknis fimm árum síð- ar sem greindi hann með lungna- sjúkdóm. „Það leiddi til þess að ég varð að hætta að vinna. Ég var fyrsti Íslendingurinn sem greind- ist með sjúkdóminn Alpha1 an- titrypsian, en hann er þannig að lungun étast upp innan frá,“ út- skýrir Árni. Hann fór í lungna- skipti í Gautaborg árið 2010 og eft- ir aðgerðina fór hann í sex mánaða endurhæfingu á Reykjalund. „Áður en ég fór í aðgerðina höfðu dætur mínar gefið mér myndavél. Fyrst um sinn var ég alltaf með súrefnis- kút á mér og tók myndir út um bíl- gluggann. Síðan þegar heilsan tók að skána fór ég í gönguferðir um nágrennið,“ segir Árni um upphaf- ið á ljósmyndaáhuganum. „Þegar ég fór síðan að ganga á fjöll, fór ég að veita umhverfinu meiri athygli. Það gaf mér síðan áhuga á því að taka landslagsmyndir og ég er bú- inn að mynda í fjögur ár,“ heldur hann áfram. Allar teknar á Snæfellsnesi Árni segist í framhaldinu hafa farið að birta myndir sínar á samfélags- miðlum, þar sem margir hafi haft gaman af því að skoða. „Þá fór að vakna áhugi fyrir því að halda sýn- ingu.“ Árni segist hafa séð auglýs- ingu frá Menningarráði Vestur- lands, þar sem hann sótti um styrk. „Ég fékk styrkinn og þá fór bolt- inn að rúlla. Ég valdi fyrst hundr- að myndir og skar þær síðan niður í tíu. Þær skiptast niður í flokka eftir árstíðum og eru allar teknar á Snæ- fellsnesi.“ Ljósmyndarinn Chri- stopher Lund sá um uppsetningu og frágang myndanna. Myndirnar voru rammaðar inn hjá Innramm- aranum við Rauðarárstíg í Reykja- vík. Sýningin verður opin út mán- uðinn, á opnunartíma Átthagastof- unnar. Hægt er að njóta veitinga á sýningunni í boði Lista- og menn- ingarnefndar Snæfellsbæjar. af Árni Guðjón ræðir við gesti á opnun sýningarinnar. Árni Guðjón heldur ljósmyndasýningu í Átthagastofunni Árni Guðjón Aðalsteinsson sýnir landslagsmyndir í Ólafsvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.