Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Rafræn áskrift kostar 1.950 kr. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Að auki skrifuðu Haraldur Bjarnason og Kolbeinn Óttarsson Proppé efni í jólablaðið. Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Gleðilega hátíð! Nú fer í hönd hin helga hátíð ljóss og friðar sem ég vona af einlægni að all- ir muni njóta. Jólin eru hátíð allra kristinna manna sem minnast þess þegar frelsarinn fæddist og boðaði svo síðar á stuttri ævi trú sem segja má að hafi verið límið í hinum vestræna heimi í tvær aldir. Í öðrum heimsálfum trúa aðrir svo á heilagar kýr og enn aðrir á Allah. Út í þá sálma þori ég ekki að fara nánar auk þess sem ég hef ekkert vit á trúmálum. Þrátt fyrir alla van- trú hin síðari ár hér heima, þegar margir hafa kosið að segja skilið við þjóð- kirkjuna, held ég að allir haldi samt áfram að halda jólin hátíðleg, hver á sinn hátt. Hvað sem allri trú líður verður árið 2015 vonandi ár aukinnar mannúð- ar. Fréttir eru hræðilega oft fluttar um ofbeldi og stríð í Austurlöndum fjær, sprengingar og gíslatöku. Hér heima vona ég að allir fái að búa við sóma- samleg kjör og enginn líði skort. Mín skoðun er að ef slíkt gerist á Íslandi, einhverri stærstu og bestu matarkistu heims, þá er eitthvað að. Þrátt fyr- ir að landið hafi átt í tímabundnum þrengingum í efnahagslífinu þá er það réttlætismál að allir eigi í sig og á, stórir sem smáir. Um þá vil ég að sleg- in verði skjaldborg, því það er kominn tími til að stjórnmálamenn sem og aðrir sem með ráðstöfun peninga fara, viti hvað orðið skjaldborg merkir. Á yfirstandandi ári hefur jöfnuður ekki verið orð sem mönnum hefur ver- ið tamt að nota. Það að mannúðarsamtök eins og Samhjálp, Mæðrstyrks- nefnd, Fjölskylduhjálp og hvað þau öll nú annars heita, þurfi að vera starf- andi, sýnir svo ekki verður um villst að það er vitlaust gefið í þjóðfélaginu. Ég ætla því að endurtaka ósk mína frá fyrri árum um að aðgerðir til aukins jöfnuðar meðal þegna landsins verði efstur á baugi stjórnvalda á komandi ári. Ef útflutningsgreinar og peningamenn eru aflögu færir, þá skal auka skattlagningu þeirra. En mannúð er sannanlega að finna hvað sem þessum orðum líður. Í ýms- um myndum. Dæmi um slíkt, og um leið samtakamátt sem getur tekið sig upp hjá fólki, er söfnun sem staðið hefur yfir á vegum Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að undanförnu. Þetta félag á rætur á öllu starfssvæði HVE. Nú hefur verið safnað til kaupa á nýju sneiðmyndatæki til notkunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Þeir sem hafa þurft að kynnast þjónustu sem þar er veitt vita að sneiðmyndatæki er álíka mikilvægt tæki og fjósaskófla var í fjósum á árum áður. Tæki sem þetta greinir sjúkdóma, brot og kvilla í fólki. Það auðveldar meðferð og flýtir lækningu. Tækið sparar að jafnaði fimm ferðir með sjúklinga á dag til Reykjavíkur, alla daga ársins. Ég er því stoltur yfir að nú hefur tekist að safna fyrir nýju tæki. Ég vil bæði þakka fyrir þennan samtakamátt Vestlendinga en óska um leið til ham- ingju öllum þeim sem kosið hafa að leggja þessu verkefni lið. Þetta er fal- leg gjöf og gott vegarnesti inn í jólin. Ég þakka öllum, þar með töldum full- orðna manninum sem gaf milljónir af sparifé sínu, öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum, stofnunum og einnig fyrir safnanir á vegum smærri og stærri hópa. Þrátt fyrir að margir haldi því fram að nú séu runn- ir upp tímar fálætis gagnvart náunganum, þá sannar þessi söfnun að fólki er ekki sama um umhverfi sitt, aðstæður og náungann. Þetta er einmitt sá kærleikur sem kristin trú útbreiðir. Að endingu vil ég nota þennan vettvang til að óska lesendum Skessu- horns gleðilegrar hátíðar, ljóss og friðar með kærri þökk fyrir samskipt- in á árinu sem er að líða. Njótum þess að vera til og verum góð hvert við annað. Magnús Magnússon. Stofnfundur Starfsendurhæfing- ar Vesturlands var haldinn í End- urhæfingarhúsinu Hver á Akranesi fimmtudaginn 11. desember síðast- liðinn. Stofnendur starfsendurhæf- ingarinnar eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Símenntunarmiðstöð- in á Vesturlandi, Vinnumálastofnun á Vesturlandi, Stéttarfélag Vestur- lands og Verkalýðsfélag Akraness. Þá kom fram á fundinum að fleiri verkalýðsfélög á Vesturlandi gætu átt eftir að bætast í hóp stofnaðila. Til stóð að á fundinum yrði skrifað undir samstarfssamning við Virk en fulltrúar þeirra voru veðurtepptir í Reykjavík daginn sem stofnfund- urinn var haldinn. Starfsendurhæf- ingin gerir því á næstunni samn- ing við Virk um rekstrarframlag og vinnur náið með hagsmunaaðilum að því að sérsníða lausnir fyrir þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Athvarf og endurhæfing Á fundinum var skipulagsskrá starfsendurhæfingarinnar kynnt og undirrituð. Einnig hélt Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir forstöðu- maður starfsendurhæfingarinnar erindi þar sem hún sagði frá starf- seminni eins og hún hefur verið hjá Hver undanfarna mánuði en hún sagði minna um framtíðina, enda ætti hún eftir að ráðast. Hún sagði frá því að Hver hefði verið tilrauna- verkefni sem stofnað var til á Akra- nesi vegna þess að það vantaði úr- ræði fyrir einstaklinga sem þurftu að komast á endurhæfingarlífeyri. Það væri athvarf fyrir þá sem misst hafa hlutverk í lífinu vegna ýmissa áfalla og er starfsendurhæfing. Markmið- ið væri að brjóta félagslega einangr- un og að endurhæfa einstaklinga til atvinnuþátttöku eða náms. Þá er einnig reynt að vinna að auknum lífsgæðum þátttakenda og eftir at- vikum fjölskyldum þeirra. Reynt að mæta þörf Þjónustusvæði starfsendurhæfing- arinnar er allt Vesturland. Starfs- stöð Starfsendurhæfingar Vestur- lands er á Akranesi en stefnt er að því að þátttakendur fái þjónustu í heimabyggð ef kostur er. Þá verð- ur boðið upp á einstaklingsbundna úrlausn á vanda þátttakenda eins og kostur er. „Við munum reyna að skapa þjónustu eftir þörf og reynt að mæta þeirri þörf sem upp kem- ur, mögulega í samvinnu við aðr- ar stofnanir í landshlutanum. Við reynum að vera lausnamiðuð og finna lausnir ef upp kemur vandi,“ sagði Thelma meðal annars í erindi sínu. Stjórn Starfsendurhæfingar Vesturlands er skipuð sex fulltrúum til tveggja ára í senn og sex vara- mönnum. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi skipa þrjá fulltrúa í stjórn og Símenntunarmiðstöð- in, HVE og Vinnumiðlun Vestur- lands skipa hver um sig einn full- trúa. Þá mun forstöðumaður einnig sitja stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt. grþ sifjakobs.com Attractive & Fashionable Jewellery STACK´N STYLE Corte rings in sterling silver and zirconia From 10.900 kr Þjóðbraut 1 300 Akranes S: 431 3333 www.gjafahus.is Fundarmenn fylgdust einbeittir með því sem fram fór. Ljósm. grþ. Starfsendurhæfing Vesturlands stofnuð Á fundinum undirrituðu fulltrúar stofnaðila skipulagsskrá starfsendurhæfingar- innar. Ljósm. Akraneskaupstaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.