Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 77

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 77
77MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á líðandi ári. God jul og godt nytt år. Vi takker for samarbeidet i året som gikk. Merry christmas and a happy new year. Thank you for enjoyable moments in the passing year. Wesołych Świąt i szczęśliwego nowego. Dziekujemy za owocna wspolprace w 2013 roku i mamy nadzieje ze przyszly rok bedzie rownie udany Счастливого Нового Года и светлого Рождества!! С благодарностью за сотрудничество и совместную работу в прошлом году, Jólakveðja – Julehilsen • Christmas greeting • życzenia świąteczne - Поздравления с Рождеством! S K E S S U H O R N 2 0 1 3 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi. segir að Vinir Hallarinnar hafi tek- ið ákveðna áhættu með því að halda Lopapeysuna á hverju ári og að dæmið hafi sífellt orðið dýrara. „Ég var næstum því hættur að nenna að hafa þetta svona. Mig langaði að gera þennan viðburð mun flottari og skemmtilegri. En þetta var bara ein skemma og það komast ekki nema svo og svo margir þar inn og svo framvegis. Mér fannst þetta orðið þreytt,“ útskýrir hann. Árið 2011 var bætt 1400 fm sirkustjaldi við svæðið og svið tvö varð til. „Þá gátum við bætt við tónlistar- fólki og gerði þetta okkur kleift að skipta stemmingunni í tvennt, svið eitt fyrir tónleika og svið tvö fyr- ir dansþyrsta. Með þessum breyt- ingum fannst okkur við geta boð- ið uppá meiri fjölbreytni, allir áttu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi, óháð aldri.“ Ísólfur segir það hafa svínvirkað og að fólk hafi verið ánægt. Gestir Lopapeysunnar hafa verið á bilinu 1600-3000 manns. „Það er eiginlega alveg passlegt. Við þorum ekki að fá mikið fleiri en 3000 manns inn á svæðið. Þess vegna auglýsum við viðburðinn ekki nema í eina viku í Reykja- vík. Markhópurinn sem við viljum sækja í eru Skagamenn, vinir þeirra og fjölskyldur, brottfluttir og svo auðvitað nokkrir auka.“ Skuldlaus þegar hrunið skall á Vinir Hallarinnar hafa ekki einung- is staðið fyrir viðburðum á Skagan- um. Þeir hafa einnig leigt út hljóð- kerfi til ýmissa aðila um allt land. Ísólfur segir að sú hugmynd hafi kviknað fyrirvaralaust, þegar hann og Aldís voru á rúntinum í Reykja- vík. „Ég var á leið með hátalara í viðgerð í Hljóðx og sá hljóðkerfi í versluninni. Það endaði með því að við gerðum samning við Hljóðx um að við myndum leigja kerfið út og þeir fengju prósentur af leigunni.“ Til að byrja með leigðu þeir tækin á Akranesi en viðskiptahugmyndin vatt fljótlega upp á sig. „Við vorum farin að leigja tækin um allt land á allskyns viðburði. Þá ákváðum við að kaupa tækjabúnaðinn og stofna hljóðkerfaleiguna Protech. Við bættum við tækjum og sáum um tækjabúnað fyrir Akraneskaupstað, Reykjavíkurborg, Íslensku óper- una og fleiri.“ Fyrirtækið var rekið skuldlaust, fyrir utan skemmu sem lítið hvíldi á. Það endaði þó með því að hann ákvað að selja skemm- una. „Það var aðeins að dala leigan og við ákváðum að selja skemmuna og vera alveg skuldlaus. Við losuð- um allt sem hægt var að losa, sem betur fer, því svo kom hrunið. Við vorum sem betur fer alveg skuld- laus þegar það skall á.“ Gjörbreyttur rekstur Eftir hrun varð verðstríð í öllu. Ís- ólfur og félagar ákváðu að bakka og snúa vörn í sókn. Þeir seldu hluta af dótinu og einbeittu sér að bíóinu, sem átti 70 ára afmæli stuttu síðar. Ráðgjafar höfðu sagt þeim að losa sig við bíóið á með- an allt annað gekk vel en Ísólf- ur segir það aldrei hafa komið til greina að fara eftir þeim ráðum. „Svo bara allt í einu gerðist eitt- hvað. Ég ákvað að markmiðið yrði að húsið yrði blastað upp. Við fór- um að hvetja fólk til að vera með viðburði í Bíóhöllinni og það voru settir upp ýmsir viðburðir þetta ár, sem allir gengu vel. Svo sem leik- sýningar skólanna, Blóðbræður og alls konar flottir tónleikar. Þetta var dýrt ár og við græddum í raun ekkert á því þannig annað en að menningarlífið hérna tók kipp.“ Akraneskaupstaður ákvað í tilefni af 70 ára kaupstaðarafmæli sínu 2012 að hrinda af stað söfnunará- taki vegna endurnýjunar á sýning- arbúnaði Bíóhallarinnar, sem var orðinn úreltur. Bæjarfélagið, HB Grandi og fleiri velunnarar húss- ins lögðu fé í púkkið og gerðar voru miklar tæknilegar breyting- ar á húsinu. „Reksturinn hér gjör- breyttist í kjölfarið. Hér getum við í dag boðið upp á það sama og boð- ið er upp á í Reykjavík. Við bjóð- um upp á það besta, á sama tíma og þeir,“ segir Ísólfur. Það fór því svo að allir draumarnir sem hann hafði þegar hann tók við rekstri Bíóhallarinnar rættust á endanum. „Það var Bíóhöllin sjálf sem skap- aði þetta allt. Í gegnum hana varð til þetta tengslanet, traust og hug- myndir. Við höfum þurft að bjarga okkur og finna nýjar lausnir. Ekki eru alltaf til peningar en við höf- um fundið aðrar leiðir sem skilað hafa árangri,“ segir Ísólfur. Líður best að fást við krefjandi verkefni Viðburðafjöldinn í Bíóhöllinni hefur stóraukist með ári hverju eftir breytingarnar. Í ár voru þeir um 650 og eru bíósýningar alla daga, nema með undantekningar- tilfellum. Ísólfur segir það fólkinu að þakka sem sækir húsið að þessi fjölbreytni sé í boði. Vinir Hallar- innar eru að vonum glaðir með ár- angurinn og hafa verið að skipu- leggja viðburði víða um landið. „Í dag skipuleggjum við viðburði í heild sinni. Nýtum hljóðkerf- ið í þá og sjáum um tæknilausn- ir. Tækifærin eru mörg og mað- ur finnur mikið traust. Eftir þenn- an tíma er maður búinn að byggja upp sambönd, fólkið í kringum mig kann hlutina. Tengslanetið er það sterkasta sem maður hefur í þessum bransa. Að geta gripið í símann og hringt í fólk þegar þess þarf er ómetanlegt. Að vera bú- inn að finna þetta fólk,“ segir Ís- ólfur þakklátur. Vinir Hallarinnar sáu meðal annars um skipulagn- ingu Októberfest hjá Háskóla Ís- lands nú í haust. „Það er viðburð- ur sem haldinn hefur verið í tólf ár og þetta skotgekk, með mjög góð- um árangri. Við breyttum ýmsu í skipulagningunni og reynslan sem við höfum öðlast með Lopapeys- unni kom sér vel.“ Hann nefnir að tónleikaröð Dúmbó og Steina sem haldin var í Bíóhöllinni, á Hvols- velli og í Hörpu hafi einnig geng- ið vonum framar. „Það er gaman að fást við nýjar áskoranir. Hlut- irnir mega ekki verða of einfald- ir. Mér líður best ef ég er að kljást við krefjandi verkefni, það er nóg að gera og eitthvað skemmtilegt er um að vera. Þetta er minn fót- boltaleikur og getur verið ógeðs- lega gaman,“ segir hann. „Í upp- hafi dreymdi mig um að komast í önnur hús í Reykjavík. Nú er mað- ur kominn hringinn og ég finn að mig langar að vera hér. Þetta er persónulegt dæmi fyrir mig, mér þykir vænt um þetta hús,“ bæt- ir Ísólfur Haraldsson við að end- ingu. grþ Ísólfur og Þórður Þrastarson ásamt Jens Hanssyni og Stefáni Hilmarssyni úr Sálinni hans Jóns míns á Lopapeysunni 2009. Ljósm. úr einkasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.