Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 79
79MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Starfsfólk VÍS á Vesturlandi
óskar viðskiptavinum sínum og
landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
Stykkishólmsbær sendir
Vestlendingum bestu óskir um gleðileg jól
og farsæld á komandi ári, með þakklæti
fyrir árið sem er að líða
Starfsfólkið á dvalarheimlinu í jólabúningum
Það sem ekki síst hefur sett jólalegan heimilisbrag á
Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi núna á aðvent-
unni er að starfsfólkið er í jólabúningum. Í haust kom
til starfa á dvalarheimilið, þá nýflutt frá Vogum á Vatns-
leysuströnd, Selma Margeirsdóttir. Hún átti hugmyndina
að því að starfsfólkið fengi sér sérstakan búning fyrir jól-
in. „Fljótlega eftir að ég byrjaði hérna í september setti ég
fyrirspurn inn á sameiginlega lokaða síðu sem við erum
með, hvort það væri áhugi fyrir jólabúningum. Þetta æði
hafði verið að byrja á mínum gamla vinnustað í Grindavík
fyrir síðustu jól. Og heldur betur var áhugi fyrir þessu,“
segir Selma.
Jólabúningarnir nýju voru teknir í notkun á fyrsta
sunnudegi í aðventu. „Það var ekkert lítið sem fólkið okk-
ar var ánægt að sjá okkur. Það hefur hrósað okkur mikið
og sagt hvað það sé skemmtilegt að sjá okkur svona lífleg.
Einnig hafa aðstandendur tekið vel í þetta hjá okkur og
finnst þetta jólalegt og skemmtilegt. Einnig fóru jólabún-
ingar frá okkur upp á leikskóla, á spítalann og í gallerí hér
í bæ. Vonandi verður þetta enn stærra og meira næsta ár
og enn fleiri Hólmarar í jólabúningum,“ segir Selma. Hún
segir að svona uppátæki sé skemmtileg tilbreyting. „Svo
erum við á dvalarheimilinu nýbúnar í ljósmyndaleik sem
var mjög skemmtilegur og erum núna í leynivinaleik. Bara
gaman hjá okkur og það sem besta er að þetta léttir lund-
ina hjá fólkinu okkar líka,“ segir Selma Margeirsdóttir.
þá
Starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi í jólabúningunum. Sú sem átti hugmyndina að því að kaupa þá, Selma Margeirsdóttir, er lengst til hægri.