Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 103

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 103
103MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 burð staðfestir orð Eiríks. Þar gefur meðal annars að lesa þessa lýsingu á aðstæðum þegar skipið lá nán- ast stjórnlaust með mikla slagsíðu, sambandslaust við umheiminn í svarta myrkri og brjáluðu veðri: „Var nú gefin skipun um að taka til alla björgunarbúninga og hafa þá til taks í klefa stýrimanns, skip- stjóra, og á efri gangi. Við radar- athugun virtist fjarlægð í Akraberg ekki aukast og var hún um það bil 4 sjómílur. Var nú beðið um allt mögulegt afl á vél til að rífa skipið burt frá berginu. Virtist skipið, eftir það, frekar mjakast frá berginu, en þó mjög hægt.“ Eiríkur lýsir þessu áfram: „Þarna var maður kominn í sömu aðstæð- ur og þeir á Elliða forðum. Hefð- um við fengið á okkur annað brot þá hefði þetta bara verið búið. Það var reynt að senda út neyðarkall en það var allt óvirkt. Engar loft- skeytastöðvar virkuðu. Viðvörun- arbjöllur og sírenur vældu. Vélin hallaði svo mikið að hún fékk ekki olíu og ein af sírenunum glumdi út af því. En vélstjórarnir voru hreint ótrúlegir. Þeir opnuðu bara vélina neðan til og helltu olíu inn í hana svo hún hélst í gangi. Lífsvon okkar fólst í því, að við urðum að reyna að stýra skipinu upp í vindinn þar sem það lá nánast á hliðinni og um leið reyna að komast frá bjarginu. Stýr- ið virkaði illa við þessar aðstæður. Svanurinn byrjaði þó að mjakast og vonin kviknaði um að okkur myndi ekki hvolfa. Þetta tók um hálf- tíma og hann var lengi að líða. Síð- an var byrjað að dæla og reyna að rétta skipið af. Það náðist svo loks samband við Hornafjörð. Togarinn Stálvík SI frá Siglufirði, skipstjóri Guðmundur Magnússon, var næst- ur okkur og kom á vettvang. Sigl- ingaljós Stálvíkur eru fegurstu ljós sem ég hef séð á ævinni. Stálvík- in fylgdi okkur svo í var inn á einn af fjörðum Suðureyjar. Við náðum þangað með slagsíðu enda farm- urinn enn úti í síðu. Í þessu sama veðri fékk Bjarni Ólafsson AK á sig ólag og var hætt kominn. Hann var á leið til Færeyja með loðnu frá Ís- landi og staddur norður af Færeyj- um. Þrír Færeyingar fórust í þessu óveðri þegar bílar sem þeir voru í fuku út af. Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að þarna var ég skelfingu lostinn. Það er merkileg tilfinning, maður þornar allur upp. Tungan verður þurr eins og leður- bót. Um tíma sá maður ekkert ann- að en skipinu myndi hvolfa og að við myndum allir lenda í sjónum.“ Trillukarl og fornbíla­ maður í helgum stein Eiríkur lauk farmennsku sinni eftir þennan atburð, alls hafði hann ver- ið ein fimm ár í henni. „Það voru ágæt frí í þessu inn á milli. Þá var ég hérna heima á Akranesi. Þegar ég hætti þessu fór ég svo að vinna sjálfstætt. Ég hóf rekstur vélaverk- stæðis, Vélsmiðju Akraness, við Ægisbraut á Akranesi. Ég var mik- ið til einn til að byrja með. Með- al verka hér á Skaganum var smíði á skyggni sem enn er yfir bensín- planinu á Stöðinni á Akranesi sem áður var bensínstöð Shell. Það var flutt í heilu lagi um götur bæjar- ins sem var töluvert fyrirtæki og er minnisstætt. Síðan byggði ég verk- stæðishús fyrir reksturinn inni á Höfðaseli. Í það var ráðist út á fyr- irheit um verk í tengslum við upp- byggingu álversins á Grundar- tanga. Yfirmaður þar á þeim tíma lofaði okkur að við skyldum fá nóg að gera við það, en þegar á reyndi stóðst ekkert af því. Hins vegar náðum við ágætu verki í Svartsengi við röralagnir. En þetta dugði ekki til. Reksturinn gekk ekki upp. Eftir það vann ég um tíma við vélvirkjun hjá Stefáni Ármannssyni á Skipa- nesi, í Smellinn og síðasti vinnu- staður minn var Blikksmiðja Guð- mundar.“ Nú fór að styttast í endann á við- burðaríkum starfsferli Eiríks Ósk- arssonar. „Síðustu árin, eftir að ég átti að heita sestur í helgan stein, hef ég dundað mér við trillu sem við feðgar eigum og heitir Rós AK 41. Strákarnir mínir þeir Eirík- ur og Alexander keyptu hana hálf- kláraða á uppboði árið 2009. Ég föndraði svo við að búa hana út til handfæraveiða i samvinnu við þá. Ég hef verið á strandveiðum und- anfarin þrjú sumur hérna í Faxa- flóa. Þetta er geysilega skemmti- legur bátur sem gengur vel. Við þetta fæst ég nú í ellinni. Svo er ég með Eiríki syni mínum að gera upp gamlan Mercedes Benz-vöru- bíl af árgerð 1954, sem var mörg ár í eigu Hvals hf. og síðar ÞÞÞ hér á Akranesi. Það er mikið verkefni og mjög gaman.“ Skagamaðurinn Eiríkur Óskars- son er ekki dauður úr öllum æðum. mþh Með vænan þorsk á strandveiðunum í Faxaflóa síðastliðið sumar. Eiríkur unir sér vel við handfærin úti í Faxaflóa. Arion banki óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.