Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 83

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 83
83MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Vísnahorn Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum vináttu, góð kynni og farsælt samstarf á árinu sem er að líða. Einar Kristinn Guðfinnsson Haraldur Benediktsson S K E S S U H O R N 2 01 4 Sjálfstæðisflokkurinn Kristín Stefánsdóttir, f. 29. mai 1891 d. 30.12.1958 og Júlíus Jónsson, f. 23.07.1885 d. 16.08.1975. Hítarnesi, Kolbeinsstaðahreppi. hest, en leið honum um greiðslu til ákveðins tíma. Það dróst þó nokkuð lengur en um var talað, að peningarnir kæmu og fékk þá piltur- inn bréf með eftirfarandi vísu: Það er brýnust bending mín, og ber þig sízt í vanda. Láttu ei týnast loforð þín. Lofaðu þeim að standa. Greiðsla barst með næstu ferð. Annar ungur maður sem keypti hest af Júlíusi fékk þessa kveðju: Eitt er nokkuð undarlegt, er mér harður skóli, hvað þér getur gengið tregt að greiða hestinn Óli. Árið 1942 kaupir Júlíus vindmyllu og síð- an stóra ljósavél árið 1950 sem áður hafði þjónað Húsmæðraskólanum á Varmalandi og voru þá raflýstar allar byggingar jafnt íbúðar- hús sem útihús og settir upp ljósastaurar sem tengdu saman byggingarnar. Var þá bærinn til að sjá eins og lítið þorp. Greiðvikni þeirra hjóna var viðbrugðið og æði margir fengu þar heytuggu þegar líða fór á vetur og oft var sent með silung eða sel þangað sem þröngt var um. Það virðist nokkuð líklegt að grann- kona hafi komið í heimsókn og Júlli boð- ið henni í bæinn en sent syni sína í verkefnið þegar þessi varð til: Er á Línu ógnar stand. Undan étið hænum. Skaffið henni skeljasand, skundið þið beint að sænum. Eitt sinn sem oftar var Júlíus á fundi á Snorrastöðum sem dróst fram á kvöld og komið myrkur og fallið að þegar honum lauk. Hítarnes var þá ekki komið í vegasamband en síðar lagði hann veg niður flóann að mestu á eigin kostnað. Júlli fékk þá að leggja sig en var farinn þegar fólk kom á fætur en hjá rúm- inu miði með þessari vísu: Dvínar messa í draumahöll, dreyfist þessi biðin. Drottinn blessi ykkur öll. Eg er hress og riðinn. Það hefur löngum verið sagt að hesta- menn leiti félagsskapar hvers annars og eitt sinn þegar Jóhann Kristjánsson frá Bugðu- stöðum, eða Dala Jói, var í heimsókn í Hít- arnesi hugðist Júlíus fylgja honum úr hlaði. Um leið og hann steig fæti í ístaðið varð hon- um að orði: Ætli við förum ekki á bak uppá gamla móðinn. Og Jói var ekki seinn til svars: Eftir svona andartak ættu að koma ljóðin. Eins og fram hefur komið var Júlíus prýð- is hestamaður og átti oft afbragðs hross. Lík- lega hefur Toppur orðið þeirra þekktastur og var gaman að sjá þá félaga á Faxaborg þegar Toppur var 32 vetra en hélt sér ótrúlega vel þó ekki væri hann alltaf geymdur í traföskj- um. Um Topp fæddust ýmsar vísur og þar á meðal þessar: Gæðing nýtan tel ég Topp, tauminn slíta fer hann fáir líta fegri kropp fætur hvíta ber hann. Toppur nettur tekur strik teygir slétta bolinn skeiðs á spretti hatar hik hlaupaléttur folinn. Á baki Topps á 32 afmælisdegi hans varð þessi til: Ýfast sár við innstu rót, á mig tárin stríða, mér er klárinn meinabót meðan árin líða. Margir heimsóttu Hítarnesbóndann á sjö- tugsafmæli hans 23. júlí 1955 og var þá glatt á hjalla. Kristján á Snorrastöðum ávarpaði af- mælisbarnið á þessa leið: Ertu nú sjötíu ára? Á ég að trúa því vinur? Léttur sem blævakin bára, og beinn eins og nýgróinn hlynur. Þú klifrar um húsburstir hæstu, heggur þar, sagar og rekur, og folana freku og æstu, fangbrögðum öruggum tekur. Fór það svo, - fjandi er það sniðugt að fataðist ellinni bragðið. - Eða lékstu svo liðugt að lagðirðu gamla flagðið? Heill sé þér ellinnar æska, sem aldreigi velktist á bárum. Gefi þér eilífðar gæska, grómagn á komandi árum. Bóndi þakkaði ávörp og hlýleg orð í stuttri ræðu og lauk ræðu sinni með þessari stöku: Hvað mér gestir aka að eykur mesta gleði, mér er bezt að þakka það þeim sem frestinn léði. Þó fór nú svo að bóndinn fór að finna fyrir árunum eins og flestir og þá fæddist þessi: Meðan ég var heilsuheill hraður þótti að vinna en eftir það að varð ég veill verkin ganga minna. Á síðustu árum sínum kom Júlíus að jarðar- för gamals nágranna síns og var haft orð á því við hann hvað hann væri duglegur að koma ríðandi en það var sá fararmáti sem lengst hafði verið honum kærastur. Þegar mínir færast fjær frændur, grannar, vinir. Meðan ég er ferðafær fylgi ég eins og hinir. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.