Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 ht.is ÞJÓÐBRAUT 1 • AKRANESI • SÍMI 431 3333 KITCHENAID JÓLATILBOÐ FOR THE WAY IT´S MADE Öllum Artisan hrærivélum fylgir fimm stykkja bökunarsett ásamt matreiðslubók á íslensku. Margir litir! Verð frá kr. 84.990 Helgihald um jól í Reykholtsprestakalli S K E S S U H O R N 2 01 4 Ljósm. Guðlaugur Óskarsson Húsnæði óskast til leigu í Borgarfirði Stofnunga ehf. vantar húsnæði til leigu í Borgarfirði eða nágrenni fyrir einangrun alifugla. Stofnungi er í eigu Félags kjúklinga og eggjabænda og rekur einangrunarstöðvar fyrir innflutning á erfðaefni til eggja og kjúklingaframleiðslu. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 300 fm2. Æskilegt er að hitaveita sé á staðnum. Áhugasamir hafi samband við framkvæmdastjóra Hildi Traustadóttur í síma 893 2255 netfang stofnungi@bondi.is Einangrunarstöð Stofnunga á Hanneyri. Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akra- nesi hefur fært Vesturlandsvaktinni - Hollvinsamtökum Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands (HVE) þrjár milljónir króna að gjöf til kaupa á nýju sneiðmyndatæki. Afhendingin fór fram á jólafundi Kiwanisklúbbs- ins sem haldinn var í golfskálanum á Akranesi á laugardagskvöld. Eldra sneiðmyndatæki varð ónýtt í haust. Í framhaldi af stofnfundi samtak- anna 25. janúar síðastliðinn hófu Hollvinasamtökin söfnun fyrir nýju tæki. Hún hefur gengið vonum framar. Nú hefur safnast nægt fé til að ráðast í kaup á því. Það fé sem Kiwanisklúbburinn gefur til söfn- unarinnar hefur að stærstum hluta verið aflað með árlegri flugeldasölu klúbbsins á Akranesi. Gekk afar vel Steinunn Sigurðardóttir formaður hollvinasamtakanna segir að söfn- unin hafi gengið vonum framar. Frá því að að gamla sneiðmynda- tækið á sjúkrahúsi HVE á Akra- nesi bilaði og var dæmt ónýtt færð- ist aukinn kraftur í söfnunina. Inn- an árs frá stofnun Hollvinasamtak- anna hefur það stórvirki verið unn- ið að safna tæpum 50 milljónum króna til kaupa á nýju sneiðmynda- tæki sem verður langtum fullkomn- ara en það gamla sem var áður. „Strax í upphafi fórum við á fund Kristjáns Þórs Júlíussonar heil- brigðisráðherra og kynntum hon- um áætlanir okkar. Einnig fengum við vilyrði fyrir því að ríkið myndi leggja okkur lið. Í byrjun nóvem- ber samþykkti hann að ráðuneytið myndi reiða af hendi 15 milljónir króna. Við fengum fjórar milljón- ir króna frá Lionsklúbbi Akraness, þrjár milljónir frá Kiwanisklúbbn- um og tvær milljónir frá Lions- klúbbnum Eðnu, sem eru Lions- konur á Akranesi. Síðan var full- orðinn maður sem býr á hjúkrunar- heimili á Vesturlandi og vill ekki láta nafn síns getið sem gaf tvær millj- ónir. Svo er tvær Oddfellowstúk- ur á Akranesi, karla og kvenna. Þær leggja hvor um sig fram eina millj- ón. Kvenfélög í Borgarfirði gáfu alls tæpa milljón. Félög eldri borg- ara á Akranesi og í Borgarnesi hafa gefið í söfunina. Við sendum bréf á tæplega 200 fyrirtæki á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og það hefur verið að skila árangri. Verktakafyrirtækið Bjarmar ehf. á Akranesi gaf eina milljón. Svo hafa sjávarútvegsfyrirtæki á Snæfellsnesi og HB Grandi lagt fram fé. Spari- sjóður Strandasýslu einnig. Verka- lýðsfélag Akraness lagði fram millj- ón króna í þetta verkefni. Það eru fleiri félög og fyrirtæki sem hafa stutt verkefni, þetta er alls ekki full- komin upptalning hjá mér. Svo má ekki gleyma fjölmörgum einstak- lingum sem hafa látið fé af hendi rakna.“ Einstök samstaða fólks Hollvinasamtökin kaupa sneið- myndatækið og afhenda það svo Heilbrigðisstofnuninni sem gjöf. Steinunn segir að samtökin hafi þegar gert verðkönnun á því hvað nýtt tæki kosti. „Ráðgjafi á okk- ar snærum er að fara yfir tilboðin sem eru frá fjórum framleiðend- um. Hann mun kalla eftir áliti frá sérfræðingum, það er læknum og geislafræðingum við HVE. Einnig verða þau sem lesa úr sneiðmynda- tækjarannsóknum á Landspítal- anum spurð álits. Fagfólkið mun þannig ráðlegga Hollvinasamtök- unum hvaða tæki á að kaupa. Ég var með væntingar um að við gæt- um gengið frá pöntun fyrir áramót en sennilega dregst það nú fram yfir hátíðar. Vonandi tekur það svo átta til tíu vikur að fá tækið hingað til lands, koma því upp og í rekstur. Ég er búin að sjá nokkur tilboð og sé að kostnaðurinn er innan þeirra marka sem við sem við áætluðum í upphafi komið hingað en óuppsett. Við eigum fyrir því.“ Steinunn segir að það sé mikið verk að ætla að safna um það bil 40 milljónum króna á jafn skömmum tíma á svona litlu og tiltölulega fá- mennu svæði sem starfssvæði HVE vissulega er. Slíkt kalli bæði á sam- hug og samstöðu. „Það hefur verið alveg ómetanlegt að hafa svona fjöl- miðil eins og Skessuhorn á svæð- inu. Það hefur aldrei staðið á því að miðillinn hafi birt fréttir af þessari söfnun. Í hvert sinn sem það hefur gerst þá höfum við séð að söfnunin hefur tekið kipp,“ segir Steinunn. Miklu fullkomnara tæki Þó að ekki sé enn búið að ákveða hvaða sneiðmyndatæki verði fyr- ir valinu þá er ljóst að nýja tæk- ið verður af annarri og fullkomn- ari kynslóð en það sem var áður. „Það segir kannski ekki mikið þeim sem ekki eru sérfæðingar en gamla tækið var svokallað fjögurra sneið- mynda tæki. Nýja tækið verður 16 eða jafnvel 32 sneiðmynda. Þetta er kannski svona mælikvarði á mun- inn milli þess gamla og nýja. Svo er minni geislun frá nýja tækinu. Það skiptir miklu máli. Það er allt- af að koma betur í ljós hvað geisl- unin er skaðleg. Síðast en ekki síst þá mun fólk sleppa við þreytandi ferðalög suður til Reykjavíkur til að fara í sneiðmyndatöku. Þannig hef- ur ástandið verið síðan gamla tækið gafst upp. Nú sjáum við fyrir end- ann á því,“ segir Steinunn Sigurð- ardóttir. mþh Söfnun Hollvinasamtaka HVE fyrir sneiðmyndatæki að ljúka Kiwanisklúbburinn Þyrill afhendir gjöf sína til Vesturlandsvaktarinnar – Holl- vinasamtaka HVE í golfskálanum á Akranesi á laugardagskvöld. Frá vinstri félagsmenn klúbbsins þeir Sigursteinn Hákonarson, Jóhannes Karl Engilbertsson, Bjarni Vésteinsson forseti Þyrils og Stefán Lárus Pálsson. Með þeim á myndinn er Steinunn Sigurðardóttir formaður hollvinasamtakanna. Steinunn Sigurðardóttir flytur Kiwanismönnum í Þyrli þakkarávarp fyrir höfð- inglega gjöf til kaupa á nýju sneiðmyndatæki sem sett verður upp á sjúkrahúsi HVE á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.