Skessuhorn - 17.12.2014, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Eitt og annað af íþróttum á Vesturlandi 2014
Skagaliðin upp og niður
Það sama gerðist í knattspyrnunni á Akranesi á síðasta sumri
og sumarið á undan. Skagaliðin fóru í sitthvora áttina, upp og
niður deildir. Í fyrra var það kvennalið ÍA sem fór í efstu deild
og karlaliðið féll úr þeirri deild í fyrstu deildina. Þetta snerist
við síðasta sumar. Karlaliðinu gekk vel í fyrstu deildinni eft-
ir smá hiksta til að byrja með. Eftir að Skagaliðið sigraði hitt
Vesturlandsliðið í deildinni, Víking frá Ólafsvík, fyrir vestan
í lok júlímánaðar var ljóst að Skagamenn væru á leiðinni upp
að nýju. ÍA endaði í öðru sæti fyrstu deildar og vann sér sæti í
Pepsídeildinni næsta sumar ásamt Leikni í Breiðholtinu. Vík-
ingar áttu misjöfnu gengi að fagna en voru engu að síður með
sterkt lið. Ólafsvíkingar enduðu í fjórða sæti fyrstu deildar.
Skagakonur áttu ekki árangur sem erfiði í Pepsídeildinni síð-
asta sumar. Þær spiluðu þó í heild ágætlega en herslumuninn
virtist vanta. ÍA náði aðeins einu stigi í keppninni og féll nið-
ur í fyrstu deild. Skagakonur gerðu jafntefli í einum leik en
töpuðu öllum hinum. Kvennalið Víkings Ólafsvík lék í fyrstu
deild síðasta sumar eins og árið á undan. Víkingskonur stóðu
sig vel síðasta sumar, urðu í fjórða sæti a-riðils, eða rétt fyrir
ofan miðja deild með 21 stig.
Grundfirðingar drógu
lið sitt úr keppni
Grundfirðingar stóðu sig vel í þriðju deild Íslandsmótsins í
knattspyrnu í sumar. Enduðu þar í sjötta sæti í tíu liða deild
með 25 stig. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti
þegar forsvarsmenn knattspyrnumála í Grundarfirði tilkynntu
fyrir skömmu að liðið yrði ekki með á Íslandsmótinu næsta
sumar og væri þar með dregið úr keppni. Ástæðuna sem þeir
nefndu fyrir ákvörðuninni væri að starfið lenti á of fáum herð-
um og erfitt væri að manna liðið. Eftirsjá verður af Grund-
firðingum úr Íslandsmótinu næsta sumar.
Annað Vesturlandslið, Kári, verður reyndar í þriðju deild-
inni næsta sumar. Káramenn enduðu í öðru sæti í úrslitum
fjórðu deildar og fóru upp ásamt liði Álftaness. Hin Vestur-
landsliðin í fjórðu deildinni, Skallagrímur og Snæfell, komust
ekki í úrslit fjórðu deildar.
Frábær árangur Snæfellskvenna
Árangur kvennaliðs Snæfells bar hæst í körfuboltanum á Vest-
urlandi á því ári sem senn er liðið. Snæfellskonur urðu deild-
armeistarar og Íslandsmeistarar í fyrsta sinn með glæsibrag en
töpuðu í hörku bikarúrlistaleik fyrir Haukum. Snæfellskon-
ur hafa byrjað þetta tímabil eins og það síðasta og ljóst að
þær eru líklegar til titlasöfnunar í vor. Þær byrjuðu tímabilið í
haust á því að verða meistarar meistaranna.
Karlalið Snæfells átti hins vegar ekki að fagna jafn góðu
gengi á síðasta tímabili og mörg tímabilin á undan. Liðið hafn-
aði í áttunda sæti í deildarkeppninni og féll út fyrir Íslands-
meisturum KR í 8-liða úrslitum. Snæfellsliðið byrjar tímabil-
ið núna á svipuðum nótum og í fyrra og er á sömu slóðum í
deildarkeppninni. Skallagrímsmenn í Borgarnesi áttu í brasi í
úrvalsdeildinni í fyrra. Voru í botnbaráttu og það sama virðist
bíða liðsins á þessu tímabili. Sömu sögu er að segja af Skaga-
mönnum í körfuboltanum. ÍA liðið spilar í fyrstu deild og var
í baráttu við að forðast fall lengst af á síðasta tímabili. Þótt vel
hafi byrjað hjá liðinu í ár bendir ýmislegt til þess að ÍA verði
ekki að berjast um sæti í úrvalsdeild á þessari leiktíð.
Fjör í fimleikunum
Starfið hjá Fimleikafélagi Akraness, FIMA, hefur laðað til sína
marga unga iðkendur seinni árin. Að jafnaði hafa um 500 iðk-
endur verið hjá FIMA síðustu árin og starfið blómlegt, þótt
aðstaðan í íþróttahúsinu við Vesturgötu jafnist ekki á við þá
aðstöðu sem stóru félögin á höfuðborgarsvæðinu hafa. Fima-
fólk er allduglegt að sækja mót og til að mynda var árangurinn
glæsilegur á Íslandsmóti í stökkfimi sem fram fór á Selfossi í
nóvembermánuði. Á því móti vann fimleikafólk frá Akranesi
til 18 gullverðlauna, 14 silfurs- og níu bronspeninga.
Bjarki stefnir út og
í háskólagolfið
Bjarki Pétursson Golfklúbbi Borgarness hefur skarað fram úr
af karlkylfingum á Vesturlandi síðustu árin. Bjarki átti góðu
gengi að fagna í golfinu síðasta sumar. Hann hafnaði í öðru
sæti í Eimskipsmótaröðinni. Bjarki sýndi jafna og góða spila-
mennsku út sumarið og var í öðru og þriðja sæti á nokkrum
mótum. Meðal annars varð hann í öðru sæti á Íslandsmótinu
í holukeppni, en á Íslandsmótinu í höggleik varð hann í átt-
unda sæti. Bjarka hefur nú boðist að keppa fyrir þýskan golf-
klúbb, Wannsee í Berlín, á nýju ári og hyggst flytja til Berl-
ínar. Stefnan hjá honum er síðan sett á háskólanám í Banda-
ríkjunum næsta haust og í framhaldinu á atvinnumennsku.
Bjarki er mjög metnaðarfullur og agaður kylfingur sem án efa
á framtíðina fyrir sér í golfinu.
Valdís Þóra stefnir
á Evrópumótaröðina
Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni
Akranesi keppti lítið á mótum innanlands á árinu þar sem
hún var að keppa á LET Access mótaröðinni í Evrópu síð-
asta sumar. Þar stóð hún sig vel einkum í seinni hluta keppn-
innar. Hér á landi varð Valdís í þriðja sæti á Íslandsmótinu í
höggleik eftir að hafa leitt keppnina um tíma. Þá sigraði hún á
einu móti í Eimskipsmótaröðinni, á sínum heimavelli á Akra-
nesi. Árangur sinn á árinu kórónaði Valdís Þóra með frábærri
frammistöðu á fyrri úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina sem
fram fór í Marokkó nú í desember þar sem hún lék mjög vel
og varð í 8.-11. sæti. Þessa dagana er hún að keppa á lokaúr-
tökumótinu og virðist í góðu formi að ná þar takmarki sínu að
komast á aðalmótaröðina í Evrópu.
Jakob Svavar Íþróttamaður
Akraness 2013
Hestamaðurinn Jakob Svavar Sigurðsson í hestamannafélag-
inu Dreyra var kjörinn Íþróttamaður Akraness fyrir árið 2013.
Athöfn þar sem íþróttamaður Akraness er kynntur fer fram í
íþróttamiðstöðinni á Jarðarbökkum á þrettándanum ár hvert.
Jakob Svavar hlaut þar með Friðþjófsbikarinn sem afhentur
var í 23. sinn. Árangur Jakobs Svavars á árinu 2013 var glæsi-
legur, bæði á Íslandsmótinu í hestaíþróttum þar sem hann
vann margfalt og á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins þar
sem hann varð annar í slaktaumatölti og fimmti í fimmgangi á
hestinum Al frá Lundum II. Einnig urðu þeir í 2. sæti í saman-
lögðum fimmgangsgreinum. Haustið 2013 var Jakob valinn
íþróttaknapi ársins á Íslandi. Önnur í kjörinu um Íþróttamann
Akraness varð Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni
og í þriðja sæti sundkappinn Ágúst Júlíusson.
Frá öðrum stöðum á Vesturlandi þar sem íþróttamenn árs-
ins eru tilnefndir má nefna að Hildur Björg Kjartansdóttir
var kjörin íþróttamaður Snæfells og einnig íþróttamaður og
körfuboltakona HSH. Hestamaðurinn Konráð Valur Sveins-
son hestamannafélaginu Faxa í Borgarfirði var valinn íþrótta-
maður UMSB.
Vestlendingar sigursælir
á unglingalandsmóti
Vestlendingar voru bæði fjölmennir og sigursælir á unglinga-
landsmótinu sem haldið var á Sauðárkróki um verslunar-
mannahelgina. Keppendur í frjálsum íþróttum stóðu sig sér-
Skagamenn fagna sæti í efstu deild að nýju.
Lið Grundarfjarðar.
Snæfellskonur fagna Íslandsmeistaratitli.
Hressar Fima – stúlkur.
Bjarki Pétursson Golfklúbbi Borgarness.
Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni.
Jakob Svarar Sigurðsson íþróttamaður Akraness.
Helgi Guðjónsson úr UMSB varð í fyrsta sæti í 800 m hlaupi 15
ára stráka og setti unglingalandsmótsmet. Hann er hér á milli
keppninauta sinna þeirra Daða Arnarsyni úr Fjölni og Jamison
Ólafi Johnson úr HSS. Helgi Guðjónsson varð einnig mjög sigursæll í
knattspyrnu á árinu með liði sínu Fram og U15 landsliðinu.