Skessuhorn - 17.12.2014, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Gaman saman
um áramótin
Fjölskyldan saman
18 ár a ábyrgð
www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur næst út:
Þriðjudaginn 30. desember
Miðvikudaginn 7. janúar
Pantanir í blaðið 30. des. þurfa að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 29. des.
Útgáfan
næstu vikur
Ný kynslóð hraðbanka í útibú Arionbanka í Borgarnesi
Um síðustu helgi var settur upp
nýr hraðbanki í útibúi Arionbanka
í Borgarnesi. Hann er af nýrri kyn-
slóð hraðbanka þar sem bæði er
hægt að leggja inn peninga í formi
seðla og einnig að taka peninga út
af sparireikningum sem ekki var
hægt að gera í fyrri kynslóðum
hraðbanka. Að sögn Bernhard Þ
Berhardssonar svæðisstjóra Arion-
banka á Vesturlandi var þessi teg-
und hraðbanka í prófun í útibúinu
í Borgartúni í Reykjavík í nokkr-
ar vikur og reyndist vel. Útibú-
ið í Borgarnesi er fyrsta útibúið á
landsbyggðinni sem nýi hraðbank-
inn er settur í og verið er að end-
urnýja hraðbanka í stærstu útibúum
Arionbanka í landinu þessa dagana.
„Við erum með þessu að koma til
móts við þarfir viðskiptavinarins.
Mikil umferð er í gegn hjá okkur
ekki síst ferðamennirnir. Í þessum
nýju hraðbönkum er hægt að fram-
kvæma nánast allar færslur til við-
bótar því sem áður var hægt að gera
í hraðbönkum,“ segir Bernhard.
þá
Minnsta atvinnuleysið á Vesturlandi í fyrsta skipti frá hruni
Í fyrsta skipti frá efnahagshruninu
haustið 2008 og talsvert fyrir þann
tíma, var minnsta atvinnuleysið hér
á landi í nóvember á Vesturlandi.
Það mældist einungis 1,9% í mán-
uðinum en jókst engu að síður um
0,1 prósentustig frá októbermánuði.
Það sama gerðist á Vestfjörðum þar
sem næstminnsta atvinnuleysið var í
nóvember; 2,0%. Þarnæst kom svo
Norðurland vestra með 2,1% at-
vinnuleysi í nóvember en á því svæði
var minnsta atvinnuleysið í október-
mánuði. Atvinnuleysi jókst um hálft
prósentustig milli mánaða í Norð-
urlandi vestra. Þetta kemur fram
í mánaðarlegu yfirliti Vinnumála-
stofnunar um atvinnuástand í land-
inu.
Skráð atvinnuleysi á landinu öllu
í nóvember var 3,3%. Að meðaltali
voru 5.430 atvinnulausir í nóvember
og fjölgaði atvinnulausum um 213
að meðaltali frá október og hækk-
aði hlutfallstala atvinnuleysis um 0,1
prósentustig milli mánaða. Mest var
atvinnuleysið í nóvember á Suður-
nesjum, 5,1 %. Í nóvember fjölg-
aði atvinnulausum körlum á landinu
öllu um 188 frá október. Að með-
altali voru 2.563 karlar á atvinnu-
leysisskrá og var atvinnuleysið 2,9%
meðal karla. Atvinnulausum konum
fjölgaði um 25 frá október og voru
2.867 konur á atvinnuleysisskrá. Var
atvinnuleysi 3,8% meðal kvenna í
nóvember. Atvinnulausum fjölgaði
að meðaltali um 24 á höfuðborgar-
svæðinu og var atvinnuleysi 3,5% í
nóvember en 3% á landsbyggðinni
þar sem atvinnulausum fjölgaði um
189 frá október. þá
Sjóvörn og reiðvegagerð í Hvalfjarðarsveit
Fyrirhugaðar framkvæmdir voru
áberandi í erindum sem lágu fyrir
fundi umhverfis-, skipulags- og nátt-
úruverndarnefndar Hvalfjarðarsveit-
ar sl. fimmtudag. Meðal annars ósk-
ar Vegagerðin eftir framkvæmda-
leyfi fyrir lagningu reiðvegar með-
fram Svínadalsvegi, frá Leirársveitar-
vegi við Tungu að Kambshóli og efn-
istöku til framkvæmdar. Umsagnir
vegna framkvæmdarinnar liggja fyr-
ir frá hlutaðeigandi aðilum og tel-
ur USN nefndin umræddan reið-
veg vera í samræmi við stefnu aðal-
skipulags Hvalfjarðarsveitar. Nefnd-
in leggur til við sveitarstjórn að fram-
kvæmdaleyfi verði veitt að undan-
genginni grenndarkynningu fyrir
landeigendum.
Á umræddum fundi voru tekin fyr-
ir tvö erindi varðandi sjóvörn. Vegna
umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir
sjóvörn við Ytri Hólm var samþykkt
að fram fari grenndarkynning fyrir
lóðarhöfum Býlu 1, 3 og 5 og landeig-
anda Ytri Hólms I. Varðandi umsögn
til Skipulagsstofnunar um sjóvörn við
Skipanes, telur nefndin að umrædd
framkvæmd stofni hvorki gróðri né
dýralífi svæðisins í hættu. Aftur á
móti mun framkvæmdin verja gró-
inn bakka og sé því jákvæð með tilliti
til gróðurverndar. „Umrædd fram-
kvæmd er á svæði sem nýtur vernd-
ar samkvæmt Ramsar-samningnum
(alþjóðlega mikilvægt votlendi). Sbr.
auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda
um friðlýsingu Grunnafjarðar gildir
sú regla að landeigendum er heimilt
að verja lönd sín ágangi sjávar,“ seg-
ir m.a. í fundargerð USN-nefndar í
Hvalfjarðarsveit. þá
Útibúið í Borgarnesi var það fyrsta á landsbyggðinni sem fékk nýju hraðbankana
hjá Arionbanka.