Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 171
MEISTARAFLETTA FREUDS - LIKAN FYRIR FRASAGNIR
Könnun okkar á því hvemig fléttur gætu virkað og hvað gæti legið að baki
þeim gefur til kynna þörf, eða í það minnsta þá þekkingarþrá, að finna lík-
an sem sýni á yfirgripsmikmn hátt hvemig fléttan virkar á almennu plani,
sem og tilgang hennar.1 Til þess að uppfylla þessi skilyrði, verður svona
líkan að vera mun kraftmeira en þau sem strúktúralistar setja venjulega
ífarn; það verður að bjóða upp á þann möguleika að velta fyrir sér hreyf-
ingu fléttunnar og aflvaka hennar í löngunum mannsins, hinum sérstöku
tengslum hennar við upphaf og endi, þá fullyrðingu sem hún gefur sér að
hún bjargi merkingunni frá stöðugri breytingu. Eins og rök mín hafa þeg-
ar gefið til kynna, tel ég sterkustu vísbendingarnar um slíkt líkan vera að
finna í verkum Freuds, þar sem þau bjóða enn sem komið er upp á mestu
möguleikana á að kafa niður í aflvaka sálarhfsins, og með smá útvíkkun,
greiningu á textum hka. Ef við ætlum okkur að nota Freud, er það ekki
gert í tilrann til að greina sálarlíf höfunda, lesenda eða persóna í ffásögn.
Fremur er hér á ferðinni uppástunga um að leggja hina sálrænu virkni of-
an á textavirknina, en með því gætum við uppgötvað eitthvað um aflfræði
textans og eitthvað um sáhæna hliðstæðu hans.
Það getur verið hjálplegt að byrja umræðuna á því að endursegja í höf-
uðatriðum eina bestu ritgerð strúktúrahskrar ffásagnarffæði, „Frásagnar-
fræðilegar ummyndanir“ eftír Tzvetan Todorov.2 Todorov reynir að
móta enn ffekar viðmiðin sem Viktor Shklovskíj og Afladimír Propp settu
fram til þess að geta skihð „heild“ frásagnar. Todorov útfærir módel frá-
sagnarfræðilegra ummyndana þar sem fléttan - sjnzet, récit - verður til í
spennunni á milli tveggja formlegra flokka, mismunar og skyldleika.
Ummyndun - eða breyting ef við notum grtmdvallarhugtak á borð við
upphaf og endi - stendur fyrir samblöndun mismunar og skyldleika; hún
er hin sama-en-ólík. „Hin sama-en-ólík“ er algeng skilgreining á mynd-
hkingu (þó hún sé ófullnægjandi, er hún ekki alveg röng). Ef Aristóteles
renndi undir það stoðum að meistari myndlíkingarinnar yrði að hafa
auga fyrir skyldleikanum, hafa nútímarannsóknir á viðfangsefninu rennt
jafn styrkum stoðum undir mikilvægi þess mismunar sem býr í skyldum
1 [Þýð.] Hér er þýddur 4. kafli í bók Peters Brooks: Reading for the Plot: Design and
Intention in Narrative. New York: Vintage Books, 1985 [1984], s. 90-112.
2 Tzvetan Todorov: „Les Transformations narratives“, í Poétique de la prose. París: Ed-
itions du Seuil, 1971, s. 240. The Poetics of Prose. Richard Howard þýddi. New
York/Ithaca: Comell Univ. Press, 1977. Hugtök Todorovs récit og histoire hafa sama
merkingarmun og rússneskir formalistar hafa greint á milli hugtakanna sjuzet og
fahula.
169