Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 20
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
legar rannsóknir í myndlist setja spurningarmerki við sjónarhorn fræði-
mannsins um leið og þær benda á hið augljósa, að orðræða um list er
hugmyndafræði 1 eg nálgun verks, ekki staðgengill þess. Þess vegna rnegi
allt eins skrifa margar réttar en að sama skapi ólíkar listasögur.
Svo aftur sé vikið að spurningunni hér að framan um það hvað sé
myndlist, þá virðist hugmyndin um myndlist sem tjáningu koma jafhoff
upp og hugmyndin um myndlist sem upplifun. I öðm tilvikinu er mynd-
list orðuð út frá sjónarhóli listamannsins, í hinu út frá sjónarhóli áhorf-
anda. Segja má að aukin áhersla á upplifunarþátt áhorfanda í orðræðu mn
myndlist sé í takt við þá breytingu á inntaki fegurðar sem færist frá
myndlist sem hlut (frá eigindum listhlutarins) til fegurðar sem rejmslu
eða upplifunar af list. Fegurðarreynsla hefur þá stundum verið kennd við
eins konar ferðalag áhorfandans til skilningsauka á sjálfum sér og um-
hverfi sínu. Þróun í listffæði frá fagurfræði formalismans yfir í greiningu
á tengslum lista og samfélags endurspeglar smnpart þá þróun sem hefur
orðið ffá fagurfræði hlutarins til þess að líta á listaverk sem listreynslu.
Með áherslunni á upplifunarþáttinn er jafnffamt verið að færa ábyrgðina
á því að gefa myndverki merkingu til áhorfenda. Engu að síður hefur það
sýnt sig að áhorfendur eru ekki endilega tilbúnir að mæta þeim kröfum
samtímalistar. Frá sjónarhóli áhorfenda eru samtímamyndverk oft lokuð,
heimulleg, lokast um sig sjálf, ekki fjarri launhelgum eða leyndardómi
trúarbragða. Margir eru þeirrar skoðunar að samtímalist krefjist sér-
stakrar innvígslu, leynilegs aðgangsorðs.
I viðhorfum íslenskra samtímalistamanna af yngri kynslóð er að finna
tilhneigingu til að hafna vitsmunalegri greiningu verka, jafnvel allri
fræðilegri (í öllu falli hátíðlegri) orðræðu um myndlist en setja í staðinn
„frumstæðar“ kenndir á borð við tilfinningar á oddinn. Sem dæmi mætti
taka viðhorf Gabríelu Friðriksdóttur til listsköpunar en Gabríela sem er
fulltrúi Islands á Feneyjatvíæringnum 2005, hefur aldrei hikað við að tjá
sig á tilfinningabundinn hátt og kallar bæði hjarta og brjóstvit til vitnis
þegar hún „neyðist til“ að tala um verk sín.11 Margir myndlistarmenn
11 Það má heita táknrænt í því sambandi að verk Gabríelu Friðriksdóttur á Feneyjatví-
æringi, „Versation“ fjallar að nokkru leyti um hina órökrænu samræðuhefð Islend-
inga. Gefið er í skyn að þar sé ekki um að ræða raunverulegar sam-ræður (conver-
satiori) heldur tilraun til samræðna (versations) þar sem sá ræður sem fær orðið hverju
sinni. Sjá Auður Ólafsdóttir, „Á kafi í aðgerðum. Um myndlist Gabríelu Friðriks-
dóttur“, Skímir 179 (vor 2005), bls. 219-227.
18