Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 49
SNÚÐUR SKIPTIR UM HLUTVERK
hver öðrum, eða yfirleitt, og um hver þeirra mætti segja að þau
skapi annað listaverk, jafiivel þótt hvert listaverk hafi hinn
raunverulega hlut að geyma sem hluta af sjálfu sér - eða a.m.k.
hluta af hinum sama raunverulega hlut sem hluta af sjálfu sér.11
í okkar tilfelli erum við með tvenns konar orðræðusamhengi, franskt og
íslenskt. Hið íslenska er raunverulegt samhengi, sem breytdr upptunalega
verkinu í nýtt verk og gefur því nýja merkingu í nýjum aðstæðum. Sá
túlkunarrammi sem orðræðan leggur til felur í sér skilning á kyngervi og
sjálfsmynd sögupersónanna. Ut frá kenningunni um „er listrænna
kennsla" verðum við því að leggja tvennan skilning í myndirnar, og þar
með í sögurnar, eftir þU hvort textinn er á frönsku eða íslensku. Þótt
myndimar séu hinar sömu er túlkunarranunixui ólíkur og því verður að
lesa inn í þær mismunandi merkingu. I franska samhenginu era kettirn-
ir báðir karlkyns og hegðtm þeirra og atferh verður að skoða út firá því. I
íslenska samhenginu eru þeir hins vegar karlkyns og kvenkyns og þótt
nöín þeirra séu með öfugum formerkjum miðað við kynhlutverkin sem
myndimar gefa til kynna verður að lesa sögurnar út frá því hvernig „er
listrænna kennsla“ ák\rarðar hvað hvor þeirra er. Við getum ekki samtím-
is lesið sögurnar út ffá báðum forsendum. Sagan af Snúð og „Surti“ hef-
ur aðra merkingu, er önnur, en sagan af Snúð og Snældu.
Þetta gildir að vísu ekki um fyrstu bókina, því að þar er Snúður einn í
aðalhlutverki og Snælda ekki komin til sögunnar. Samt sem áður er eitt
megimdðfangsefhi þeirrar bókar samband sögupersónunnar við sjálfa sig
og aðra. Sambandið við sjálfan sig kemur fram þar sem Snúður skoðar
sjálfan sig í speglinum, fyrst áður en sambandið við aðra breytir afstöðu
hans, en síðan efdr að hann reynir að breyta sjálfsmynd sinni með því að
skipta um lit. Sambandið við aðra birtist í samskiptum hans við músina
og fuglinn (sem eru hvort tveggja dýr sem kettir veiða), en þau reynast
vera honum yfirsterkari og hann verður að sættast við þau. I næstu bók-
um birtist sambandið hins vegar í samskiptunum við Snældu sem er bæði
eins (annar köttur) og öðruvísi (svört og fjörug), hefur þá eiginleika til að
bera sem komu fram hjá Snúði meðan hann var Blástakkur. Einhver
kynni að segja að hér væri um díalektískt ferli að ræða eins og í Birting-
arháttum Andans hjá Hegel: Fyrst huglægt samband við sjálfan sig (hið
sama), þá hlutlægt samband við það sem er ekki maður sjálfur (annað),
11 Arthur C. Danto, „Listheimunnn", bls. 155-156.
47