Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 60
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
- heldur vegna þess að augað er Kffæri, lifandi skynfæri, miðill fyrir
upplýsingar og ánægju.24
Staða augans sem hins hludausa en jafnframt alvalda skynfæris er til
komin af þekkingarffæði pósitívismans, en hún byggir á hugmyndinni
um hina „hreinu skynjun“ hins „bera auga“ sem sér bara það sem „er“
fyrir framan það, væntanlega í gegnum hið gegnsæja rými, sem er laust
við vandræða hindranir eins og siðferði og fagurfræði. Og að áliti Jenks
burðumst við enn með þennan þekkingarfræðilega farangur sem mótar
það hvernig við sjáum og horfum í vestrænum samfélögum:
• I fyrsta lagi gefum við okkur það að félagsleg fyrirbæri séu end-
anleg og sýnileg, að við getum haft þau í sjónmáli.
• í öðru lagi að það sé til raun-sæi, að fræðimaðurinn sé í þeirri
stöðu að geta verið siðferðislega og pólitískt raun-sær eða skýr,
eða glöggskyggn, eða skarpskyggn.
• I þriðja lagi reiknum við með að fyrir hendi sé ákveðið samband
milli ffæðimannsins og þess sem hann eða hún horfir á, og að
það sé þá væntanlega bundið í stigveldi, þar sem raun-sæi
hans/hennar hefur auga með því sem horft er á, sem er endan-
legt og sýnilegt og gefur sig augna-ráði ffæðimannsins á vald.25
Þetta augnaráð er nútildags orðið að samnefnara fyrir augna-ráð vís-
indanna sem einmitt hafa heiminn í sjón-máli og er sterkara í almanna-
vitund en hugmyndir listfræðinnar til dæmis, en þar birtist gerólíkt tdð-
horf til augans og sjónarinnar. Jenks vill reyndar meina að hér verði að
skilja á milli þess sem hann kallar „vísindahyggju“, hugmyndir almemi-
ings um störf vísindamanna sem þurfi ekki að eiga margt skylt við störf
vísindamannanna sjálfra.26 Það gildir reyndar einu, því hér er einmitt
24 Barbara Maria Stafford leggur mikia áherslu á að líta á augað sem líffæri. Líkt og
Jenks hafnar hún því að augað sé hlutlaust tæki og þar með aðskilið ffá líkamanum
eða hafið yfir líkamann - sem er alltaf séður sem óreiðusvæði. Hún ítrekar að aug-
að er líffæri og bundið lögmálum líkamans og því er skynjunin alltaf trufluð eða
mótuð af fjölmörgum þáttum, tilfinningum, líðan, því sem við erum nýbúin að sjá
og svo framvegis. Sjá Barbara Maria Stafford, Good Looking: Essays on tbe Virtue of
Images, Cambridge, Massachusetts: MIT, 1996. Kenningar hennar verða ræddar
nánar síðar í greininni.
25 Chris Jenks, „The Centrality of the Eye in Western Culture", bls. 5.
26 Sama rit, bls. 7.
58