Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 64
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
Ef ímyndin er svona einföld og innantóm hljóta þeir sem eyða umtals-
verðum tíma í að horfa á ímyndir að vera það líka. Þetta tekur Stafford
einnig f\TÍr og gagnrýnir þá afstöðu til áhorfs á ímyndir og myndefni
sem gefur sér að það að horfa sé að horfa á innantóman og heilalausan
hátt35 - en þetta viðhorf er reyndar almennt gagnrýnt innan (sjón)menn-
ingarfræða og áhersla lögð á virka móttöku sjónræns efnis.
Stafford kemur líka inn á óttann við ímyndir sem hún tengir sérstak-
lega óttanum við að hægt sé að breyta myndmn. Hér tekst hún á við það
viðhorf að ímyndin sé alltaf eftirnnmd og þar með strax orðin meiri eða
minni spilling á frummtmd, en þetta drekkir hugmyndum mn fimmleika
(í)mynda og auðgi þeirra: „Imyndir“ segir Stafford, „þarf að ffelsa“ und-
an því fordómafulla viðhorfi að „þær séu alltaf að þykjast villa um íyrir
áhorfandanum og láta hann halda að óraunverulegir hlutir séu raunveru-
legir“.36 Þetta tengist umræðurmi mn samfélag sjónarspilsins sem fræði-
mennirnir Paul Virilio og Jean Baudrillard hafa fjallað um, einmitt á
þeim forsendum að ímyndin sé alltaf eftirm\md og þar með alltaf eins
konar villa í raunveruleikanmn, að því leyti að hún villi mn fyrir áhorf-
andanum og leiði hann á \dlligötur.3/ Baudrillard er frægur fyrir kenning-
ar sínar um hermilíkið eða líkneskið,38 en þar lýsir hann þ\h hvernig sam-
tíminn sé orðinn svo mettaður af ímyndum og eftirmyndum að þær séu
hættar að \fisa í nokkuð annað en sjálfar sig og séu því eftirmyndir eftir-
mynda. Með þessu móti þmrkast frummyndin út, hún er orðin óþörf og
35 Sama rit, bls. 11.
36 Sama rit, bls. 15.
37 Sem dæmi um rit þeirra félaga má nefna: Paul Vrrilio, Stríð og kvikmyndir, þýð.
Bergljót Kristjánsdóttir, Eb'sabet Snorradóttir, Friðrik Rafnsson og Gauti Krist-
mannsson, Reykjavík, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands 2003 (1984 og
1991) og Jean Baudrillard, Selected Writings, ritstj. Mark Poster, Cambridge, Polity
Press 1992 (1988). Virilio leggur einkurn áherslu á tæknina og það hvemig hún
möndlar með myndefni.
38 Heilmikið hefur verið skrifað um kenningar Baudrillards á íslensku, auk þess sem
nokkrar greinar hans hafa verið þýddar í greinasafninu Frá eftirlíkingu til eyðimerk-
ur, Atvik 3, ritstj. Geir Svansson, Reykjatnk, ReykjavíkurAkademían og Bjartur
2000. Geir, sem þýðir hluta greinanna, kýs að nota orðið líkneski )dir hugtakið sim-
ulacrum og segir það bókstaflega þýðingu. Fram að því hafði orðið hennilíki verið
notað til að lýsa þessari margfölduðu eftirlíldngu, en í orðinu býr einmitt tvöfbld
eftirlíking, herma og líldng, og sumir fræðimenn kjósa að nota það áffam (sjá. t.d.
Hermann Stefánsson, „Vemleikinn og Baudrillard: Hermilíkið í k\nnni“, í Sjón-
hveifmgar, Reykjavík, Bjartur 2003.)
62