Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 67
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
benda á að það sé ekki lengur „nóg“ að trúa eigin augum, heldur þurfi
talsvert meira til. Þetta „meira“ er auðvitað meðvitundin um það að búa
í ímyndasamfélagi þar sem hjáveruleikinn (e. virtual reality) er orðinn að
okkar veruleika.
Þetta ímtmdasamfélag sem einkennist af sívaxandi hlut sjónræns efnis
og upplýsinga í sjónrænu formi er iðulega kennt við póstmódernisma, en
samk\ræmt Mirzoeff má einmitt skilgreina póstmódernisma út frá þessari
sjónrænu ofgnótt ímynda.47 Mirzoeff nefnir hina brotakexmdu heimssýn
póstmódemismans sem dæmi um tengsl sjónmenningar og póstmódem-
isma. Heimsmynd almennings nú á dögum er samsett úr mörgum mynd-
um auk margs konar myndrænnar tækni og miðla og miðlunar.48 Því má
segja að í auknu vægi myndarinnar birtist höfnun á því að það sé einung-
is hægt að lýsa heiminum í orðum, en Mirzoeff bendir á að við sjáum
heiminn í auknum mæfi fýrir okkur sem mynd en ekki ritað mál eða
texta.49 Þessi mynd er þó ævinlega brotakennd, en ekki heil eins og sú
frásaga sem hugmyndin um bókina gefur okkur til kynna, nærtækt dæmi
er hnattlíkanið sem birtist Islendingum í formi grindar eða nets í upphafi
fféttatíma Ríkissjónvarpsins, en þar koma fréttamyndir fljúgandi að úr
öllum áttum og setjast í möskvana. Fréttamyndimar eru brot úr lengri
fi'éttam}mdum, þær breytast með tímanum og fylla aldrei allan hnöttinn,
ekki frekar en við getum haft allan heiminn í sjónmáfi í einu, heldur
skynjum hluta hans í gegnum brotakenndar frásagnir frétta, upplýsinga,
skáldskapar og auglýsinga sem við meðtökum á hverjum degi. Hnöttur-
inn er síðan einnig ágætt dæmi um annað atriði sem Mirzoeff nefnir en
það er hvemig sjónmenning einkennist einnig af því að gera sér mynd af
hlutum sem við ekki sjáum, eða að gera sýnilegt eitthvað sem ekki er
endilega sýnilegt. Líkt og tæknin hefur máð út fjarlægðir og gert okkur
kleift að sjá hluti í mikilli fjarlægð eða óþægilegri nálægð - tdl dæmis inn
47 Það skal tekið fram að þetta er aðeins ein hlið og all einfölduð skilgreining á marg-
skilgreindu og ansi flóknu hugtaki, en „póstmódemismi“ er næsta erfitt hugtak við-
fangs, meðal annars vegna ofnotkunar. Það er þó ekki viðfangsefni þessarar greinar
að fara út í þær flækjur og því er einungis vísað til þessarar beitingar Mirzoeffs.
48 Hér má vísa til skilgreiningar Alirzoeff á sjónmenningu sem rædd var í inngangi
þessarar greinar, sjá bls. 54.
49 Sjá Nicholas Alirzoeff, „What is Visual Culture?“, bls. 5. Hann vitnar til MitcheUs,
sem leggur áherslu á það sem hann kallar „pictorial tum“ og ég hef þýtt sem mynd-
hverfingu. Sjá Picture Theory, bls. 11. Ég hef fjallað stuttlega um kenningu MitcheOs
í grein minni ,JVIyndanir og myndbreytingar. Um myndbönd Bjarkar“, Skímir (175)
haust 2001, bls. 391-419.
65