Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 71
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
syni er nútímamaðurinn í auknum mæli áhorfandi, en í grein sinni „Hin
kvika menning: Um menningarffæði og lifandi myndir“, ræðir Astráður
hvemig skynjun okkar á umhverfi okkar, menningarheimi, og daglegt hf
einkennist í aukum mæh af áhorfi.56 Þetta áhorf er þó ekki endilega allt-
af virkt, sem kemur ekki í veg fyrir að hið sjónræna efni geti verið merk-
ingarbært og haft áhrif á okkur, en Mirzoeff segir að það sem við sjáum
- tilfallandi - sé ekki síður mikilvægt en hið meðvitaða áhorf, það sem við
beinlínis leggjum upp með að skoða, eins og listaverk og kvikmyndir.
Hér kemur inn spumingin um hið ómeðvitaða og áhrif sjónar og ímynd-
ar á undirmeðvitundina, en fræðimenn sem fást við sálgreiningu hafa
heilmikið fjallað um mikilvægi þessa.57
A hinn bóginn er megináherslan, eins og áður var vikið að, lögð á hið
virka áhorf og virka úrvinnslu, umsköpun og umformun merkingar í
hinu daglega lífi. Mirzoeff og Astráður taka báðir kenningar Michel de
Certeau sem dæmi um mikilvægi þess að bregða á leik með eigin hvers-
dagsleika og skapa sér eins konar röð lítilla andspyma gegn rútínum. De
Certeau kallar slíka andspymu gegn rútínurmi taktík, eða bragð, og still-
ir henni upp sem viðspymu eða viðbragði gegn því sem kalla mætti strat-
egíu eða stefhumörkun vanans; hinum borgaralega veruleika, rígbundn-
um á klafa viðmiða og hefða. Fyrir de Certeau er þessi taktík pófitískt
vopn, leið til að komast út úr mötuninni. Það að leyfa sér að sjá hlutina
öðravísi, beita eigin sjónarhorni, en gangast ekki endilega inn á það sem
rútínan mótar, er í sjálfu sér pólitískt athæfi. Dæmi um þetta er það
hvemig fólk virðir skilti að vettugi - reykir undir skilti sem segir „reyk-
ingar bannaðar“ - eða les gegn auglýsingum, en í kringum shkt hefur
myndast heill iðnaður, svokallaðar andauglýsingar.58
56 Sjá Ástráð Eysteinsson, „Hin kvika menning: Um menningarfræði og lifandi mynd-
ir“, bls. 247-248.
57 Sjá t.d. kafla um sálgreiningu og femínisma í yfirlitsriti um kenningar í kvikmynda-
fræðum: Robert Stam, Film theory: An Introduction, Oxford, Blackwell 2000. Þekkt-
asta dæmið um greiningu á dulvitund áhorfs er líklega grein Lauru Mulvey „Sjón-
ræn nautn og ffásagnarkvikmyndin“, þýð. Heiða Jóhannsdóttir, í Afangar í
ki’ikmyndafræðuni, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavik, Forlagið 2003 (greinin birtist
upphaflega árið 1975). Nánar verður komið að þeirri grein síðar.
58 Andauglýsingamar tengjast kenningum Guy Debord um samfélag sjónarspilsins
(það var hann sem kom fýrst fram með það hugtak) en hann var helsti hugmynda-
smiður hinna svokölluðu „situationista“ en „þeir fjölluðu tun samfélagið, lífsrúm og
frelsi fólks innan þess og möguleika til andspymu gegn markaðshyggjunni sem þeir
töldu gegnsýra lífið“, eins og segir í BA. ritgerð Sóleyjar Stefánsdóttur Myndmál
69