Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 77
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
mjTidi vera sársaukafallt og skelfilegt í veruleikanum.69 Samkvæmt Lyot-
ard er hið göfuga helsta einkenni samtímans, í því felst eins konar göfg-
un ofgnóttarinnar, þar sem hinu ólýsanlega er lýst. Hér er vert að minna
á að inn í þetta kemur sjónarhomið sem Rose fjallar um, það er sjón-
heimurinn, hugmyndaheimurinn í kringum sjónina. Þannig verðum við
einnig að hafa í huga að hér geta viðhorf okkar skipt máh, það hvernig
okkur hefur verið kexmt að hugsa um muninn á orði og mynd. Við höf-
um verið skilyrt til að Hta á myndefni sem afþreyingu, eitthvað sem við
getum gefið okkur Kkamlega og tilfinningalega á vald, meðan hið ritaða
orð er eitthvað sem skapar vitræna íjarlægð. Ekki svo að skilja að ég vilji
hafna því að uppfifun mynda sé önnur en orða, heldur ítreka ég að það
er mikálvægt að vera sér vitandi um sögulega og félagslega mótun hug-
taka og viðhorfa.
Horft til hliðar
Þessi sögulega og félagslega mótun kemur líklega einna skýrast fram í
hinni kynlegu sýn sjónrænnar menningar, en eitt af því sem þallað er um
í sjónmenningu er hvernig augnaráð og ímyndir eru kynbundin fyrir-
bæri. Augnaráðið, með sínum farangri valds og þekkingar, tilheyrir karl-
inum, meðan ímyndin, innantóm og augljós, varasöm og tælandi, hallast
að konunni. Irit Rogoff þallar um þetta valdajafnvægi í grein sinni og
bendir á að það sé mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað hugmyndir
um þá sem mega horfa og þá sem mega vera sýnilegir hafa breyst í gegn-
69 Þekktasta notkun á hugtakinu „sublime11 kemur úr riti Edmund Burke, A Philosophi-
cal enquiry mto the origin of our Ideas ofthe sublime and. Beautiful, frá árinu 1757. Burke
fjallar þar um hvemig fegurðin er ágæt og fin, en ekki sérlega æsandi, öfugt við hið
göfga eða upphafna (e. snblime') sem skapaði yfirþyrmandi kenndir og tæld hugarrn í
raun yfir: „WTiatever is fitted in any sort to excite the ideas of pain, and danger [...]
whatever is in any sort terrible or is conversant about terrible objects, or operates
in a manner analogous to terror, is a source of the sublime; that is, it is productive
of the strongest emotion which the mind is capable of feeling“ (A Philosophical en-
quiry into the origin ofour Ideas of the sublime and Beautifil, Oxford, Oxford Univer-
sity Press 1990, bls. 36). Fyrir Burke var það því skelfingin sem var helsta uppspretta
þessarar upphöíhu tilfiimingar. Þetta er hins vegar ekki endilega spuming um hið
sjónræna eða sýnilega - þó vissulega taki Burke dæmi um ólíkar tilfinningar sem
landslag skapar, fallegir akrar era ágætir, en hrikaleg fjöll era „sublime“ - og því til
stuðnings má benda á að þetta hugtak Burke varð uppáhaldsorð innan gotnesku
skáldsögunnar, og notað bæði af höfundum hennar og þeim sem fjallað hafa um
hana.
75