Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 156
ROLAND BARTHES
Málboðin
Eru málboðin föst stærð? Er alltaf texti í myndinni, undir henni eða um-
hverfis hana? Til þess að finna myndir án orða, þurfum við án efa að leita
aftur til hálf-ólæsra og -óskrifandi þjóðfélaga, þ.e.a.s. aftur til nokkurs
konar mpidletursstigs myndarinnar. Frá því að bókin varð til hafa tengsl
texta og myndar verið algeng, en virðast hafa verið lítið rannsökuð út ffá
formgerð. Hver er merkingarbær formgerð „myndskreytingarinnar“?
Endurtekur myndin ákveðnar upplýsingar textans að óþörfu eða bætir
textdnn nýjum upplýsingum við myndina? Hægt er að setja viðfangsefn-
ið í sögulegt samhengi með vísun í klassíska tímabilið og ástríðu sem þá
var fýrir bókum með myndskreyti ngum (það hefði verið óhugsanlegt á
átjándu öld að Dæmisögur La Fontaine væru ekki myndskreyttar) og þeg-
ar rithöfundar eins og P. Ménestrier veltu fýrir sér tengslum myndmáls
og orðræðu.71 fjölmiðlum í dag virðist sem málboðin séu til staðar í öll-
um myndum: í titlum, myndatextum, blaðagreinum, í samtölum í kvik-
myndum, í talbólum. Þetta sýnir að ekki er rétt að tala um siðmenningu
sem byggir á myndinni: Siðmenning okkar er fýrst og ffenist, og ffekar
en nokkru sinni, menning hins ritaða máls,8 vegna þess að skrift og tal
halda áffam að vera fyllstu hugtök upplýsingaformgerðinnar. I ratm er
það aðeins tilvist málboðanna sjálffa sem skiptir máli, því hvorki stað-
setningin né lengd þeirra virðast hafa þýðingu (langur texti gæti aðeins
falið í sér aðeins eitt alhliða táknmið, þökk sé merkingaraukanum og það
er þetta táknmið sem er tengt myndinni). Hvert er hlutverk málboðanna
með hliðsjón af (tvöföldum) íkónískum boðum? Hlutverkin virðast vera
tvö: Festing og boðmiðlun.
Eins og brátt mun koma betur í ljós, hafa allar myndir fjölþætta merk-
ingu. Undir táknmyndumnn fela þær í sér „flöktandi keðju“ táknmiða,
sem lesandinn getur valið úr eða hafnað. Fjöltákn draga merkinguna ætíð
í efa og birtingarmynd efans er hægt að líkja við vanvirkni, þó svo að
samfélagið bæti úr þessari vanvirkni með harmrænum leikjmn (hinn
þögli Guð leyfir ekki að valið sé á milli tákna) eða ljóðrænum (skelfing
„kennslahrollsins“ hjá Forn-Grikkjum); jafnvel í kvikmyndum eru
áfallamyndskeið tengd óvissu (kvíða) um merkingu hluta eða afstöðu
7 L’Ait des emblémes, 1684.
8 Eflaust er hægt að finna mynd án tals, þá sem þversögn í sumum skopteikningum;
fjarvera talsins breiðir alltaf yfir dularfullan ásetning.
154