Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 158
ROLAND BARTHES
spænis miðlunarkrafti myndanna. í samanburði AÚð frelsi táknmiða
myndarinnar hefur textinn bælandi gildi10 ogvið skiljum að siðalögmál og
hugmyndafræði þjóðfélagsins hasla sér fyrst og fremst völl á þessu stigi.
Festingin er algengasta hlutverk málboða og við finnum hana einkum
í blaðaljósmyndum og í auglýsingum. Hlutverk boðmiðik er sjaldgæfara
(a.m.k. þegar um er að ræða kyrrar m\mdir); við sjáum það aðallega í
skopteikningum og myndasögum. Hér bæta textinn (yfirleitt brot úr
samtali) og mvmdin hvort annað upp; orðin eru þannig hluti af miklu al-
mennari setningarlið á sama hátt og myndimar, en samruni boðanna
verður á hærra stigi: Stigi sögunnar, anekdótunnar, ffásagnarfnnar (sem
staðfestir fyllilega að Kta verður á ffásögn sem sjálfstætt kerfi11). Sam-
band texta-boðmiðils er sjaldgæft í kyrri mynd en mikilvægt í kvikmynd-
um, þar sem hlutx'erk samtals er ekki aðeins að útskýra heldur þokar það
atburðarásinni áleiðis með því að raða merkingu sem er ekki í myndinni
á röð málboða. Málboðin geta að sjálfsögðu gegnt báðum hlutverkum
sínum innan einnar og sömu íkónísku heildar; en það skiptir án efa máli
fyrir hagkerfi verksins í heild ef annað hlutverkið er ráðandi. Þegar text-
inn hefur frásagnargildi boðmiðils, em upplýsingamar dýrari, þar sem
nauðsynlegt er að læra stafrænan kóða (tungunnar); þegar hann hefur
gildi staðgengils (festingar, stýringar) er það myndin sem felur í sér
þungamiðju upplýsinganna og þar sem myndin er byggð á hliðstæðum
era upplýsingarnar „latari“, ef svo má að orði komast. I summn teikni-
myndasögum, sem era gerðar fyrir „hraðan“ lestnr er textanum fyrst og
fremst falið ffásagnarhlutverkið; myndin safnar saman viðbótar-
upplýsingum sem eru staðvenslaðar (klisjukennd staða persónanna): dýr
boð og orðræðuboð eru látin fara saman, þannig að lesandi sem er að
flýta sér þarf ekki að þreyta sig á „lýsingum“ í orðurn heldm eru þær látn-
ar myndunum eftir í kerfi sem er „fyrirhafharminna“.
10 Þetta sést greinilega í þversagnakenndu dæmi þar sem myndin er gerð efrir textan-
um og þar sem stýring virðist af þeim sökum óþörf. Auglýsing sem leitast \dð að
miðla því að í ákveðnu kafB sé ilmurinn „læstur“ í kaffidufrinu og þar af leiðandi tap-
ist ekkert þegar kaffið er drukkið sýnir, fyrir ofan þessa full\Tðingu, kaffidós sem
keðju með hengilás er vafið utan um. Hér er myndhverfing í tungumálinu (,,læstur“)
tekin bókstaflega (þekkt aðferð í ljóðlist). I raun og veru er það myndin sem er les-
in fyrst og textinn sem myndaði hana verður að lokum einfalt val á milli táknmiða:
Bælingin er aftur til staðar í hringlaga ferli sem gerir skilaboðin hversdagsleg.
11 Sjá Claude Bremond, „Le message narratif', Communications 1964 (4).
156