Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 171
MYNDIR OG MÁL
rifrildi um aðgreiningu listgreinanna milli hnyttnu samanburðarfræðing-
anna og nákvæmnismannanna hafa nútíma ffæði í stuttu máli gefið báð-
um aðilum fögur fyrirheit. Þeim fyrmefndu gefa þau fyrirheit um al-
mennara gildi og von um meiri formgerðarlegri samsvörun milli
hstgreinaruia; þeim síðamefhdu gefa þau fyrirheit um stranga flokkrmar-
fræði sem gerir unnt að greina í sundur tákngerðir og fagurfræðilega
tjáningarhætti.
I því sem fer hér á efrir langar mig að reifa hvers vegna ástæða er til að
halda að raunverulegar niðurstöður nútíma fræða hafi valdið vonbrigð-
um að þessu leyti. Þótt ég geti ekki gefið neina tæmandi lýsingu á þeim
hér, vonast ég þó til að sýna að táknfræðin, einmitt sú grein sem er sögð
vera „almenn vísindi um tákn“, kemst í ákveðnar ógöngur þegar hún
reynir að lýsa eðli mynda og muninum á milli texta og mynda. Eg bendi
á að þessar ógöngur em mjög áþekkar þeim sem hömluðu hefðbundinni
umræðu um þessi vandamál. Verkfæri mitt við þessa lýsingu er táknkenn-
ing heimspekingsins Nelsons Goodman, en verk hans hafa oft verið spyrt
saman við nýlegar tilraunir til að setja fram almenna málfræði táknkerfa.
Hugmyndir hans hafa þó tilhneigingu til að grafa undan einmitt þessari
viðleitni eins og hún er hugsuð í ýmsum nútíma ffæðum. Goodman
hjálpar okkur að sjá hvers vegna þessar ætluðu „framfarir“ í nútíma tákn-
fræði em að miklu leyti tálsýn, en hann getur ef til vill líka opnað okkur
leið til að skilja hvers vegna þær hafa verið svona áhrifamiklar og hvers
konar spumingar betri kenning gæti fengið okkur til að spyrja.
Táknfræði og táknkenmng
Tengsl Goodmans við aðrar táknkenningar em engan veginn augljós við
fyrstu sýn, að hluta til vegna þess að hann hefur meiri áhuga á að búa til
sitt eigið kerfi en að greina sig frá öðrum. I Languages of Art tekur hann
fram að hann viti af „framlagi heimspekinga eins og Peirce, Cassirer,
Morris og Langer til táknfræða“ - fyrstu og annarri kynslóð táknfræða
og nýkantískra táknkenninga - en hann afþakkar það verkefni að útskýra
í smáatriðum í hverju hann er ósammála þessum höfundum, með þeim
orðum að slíkt verk væri „aðeins söguleg spuming“ sem myndi draga at-
hyglina frá því meginverkefni að setja fram „almenna kenningu um
tákn“.3 Það er auðvelt að sjá af hverju Goodman kærir sig ekki um að
3 Languages ofArt (Indianapolis: Hackett, 1976), xi-xiii, hér eftir vitnað til sem LA.
169