Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 11
,SVO SEM í SKUGGSJÁ, í ÓLJÓSRI MYND
Barthes les ljósmynd Wilsons af Viktoríu drottningu á hestbaki út frá
hugmynd sinni um fleyg eða punctum ljósmyndarixmar; fleygurinn vísar
á það hvernig hátignin tekur sem gefnu yfirburðum og auðmýkt, valdi
og vegsemd, en einnig hversu fallvalt það er því hesturinn gæti hlaupið
út tmdan sér þótt þjónninn haldi í tauminn til að koma í veg fyrir slíkt.
Þetta er að mati Barthes túlkunarpunkturinn eða fleygurinn, það sem
truflar, brýtur eða fleygar það sem hann kallar studium. Á hinn bóginn
hefði hvaða Breti sem er og hver sem sér þessa ljósmynd í dag og þekkir
sögu Bretlands á þessum tíma, lesið hana á írónískan hátt sem mynd af
lese majeste eða drottinsvikum. Þjónninn sem heldur í tauminn, John
Brown, og Viktoría drottning áttu í sambandi sem gæti hafa verið kyn-
ferðislegt og var, hvað sem öðru líður, byggt á mikilli gagnkvæmri virð-
ingu. Sú staðreynd að mönnum var „kunnugt“ um þetta á sjöunda áratug
19. aldar var lóð á vogarskál lýðveldissinna á þessum tíma og jók á óvin-
sældir konungsveldisins í Bretlandi.
Þessi lauslegi lestur minn á þessum ljósmyndum er fyrst og ffernst
byggður á studium, nokkuð sem Barthes þykir fátt rnn vert, aðeins lítils-
verður félagsffæðilegur lestur á innihaldi og yfirborði sem jafhast ekki á
við kraff og leyniforða fleygsins. Hvað þessa ljósmynd Wilsons varðar er
skilningur Barthes á fleygnum affur á móti aðeins mögulegur vegna skorts
á sögulegri þekkingu - ef hann hefði vitað það sem vita mátti þá hefði
hann ekki fundið nákvæmlega þann fleyg sem hann fann.
Með þessum inngangsorðum vil ég vekja máls á þeim mikilvægu túlk-
unarlegu atriðum sem hafa staðið í skugga sjálfsagðrar merkingar hug-
taksins „lestur“, þ.e. lestur heimilda fortíðarinnar sem túlkun þeirra.6
Svo til samstundis verður annars konar lestur mögulegur, aðrar stað-
reyndir birtast og mótrök sem kalla á athygli. „Það sem við sjáum“ er alls
ekki sjálfgefið, til að sldlja merkingu þess þarf að túlka og misskilningur
er mögulegur þótt unnið sé með staðreyndir. I þessari grein verður þetta
dregið fram, fyrst í tengslum við dæmi úr rannsókn minni á víðtækum
áhrifum stríðsins í Suður-Affíku 1899-1902 á það hvernig það var
munað og þess minnst þegar frá leið, efdr því sem þjóðernisstefhu, kyn-
þáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu óx fiskur um hrygg, fram að ffjáls-
6 Sú víða skilgreining á „gögnum“ sem ég nota tekur tdl myndrænna framsetningar-
forma, efnismenningar og smíðisgripa hennar, hvers konar blaðasamtínings, per-
sóntdegra skrifa og menningarafurða eins og ljóða, skáldsagna, höggmynda sem og
opinberra texta og stofhanatexta.
9