Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 34

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 34
LIZ STANLEY Bókasækni? Túlkunarmöguleikar á lestri áfortíðinni Á öðrum vettvangi hef ég þróað hugtakið „erkiskrif ‘ (e. archigraphics) til að tryggja að ómur skrifanna, tánnan sem fylgir þeim, sé tekin inn í ramma sagnritunarinnar:37 Söguritun er mótandi iðja sem felur í sér flókna túlkun en ekki flata frásögn, þótt slíkir hlutir séu venjulega skrif- aðir út þegar kemur að lokagerð til útgáfu. Bókasækni (e. bibliomcmics) er notað hér sem hliðstætt hugtak og á að gefa til kynna að lestur, lestur á menjum fortíðarinnar, er einn mikilvægasti þáttur sögulegra rannsókna, ásamt sögurituninni. Bókasækni er leikur að orðinu „bókasýki“ (e. bibliomaniá) sem þýðir að vera með bækur og lestur á heilanum. Þetta til- búna orð dregur saman í eitt þá trú mína að túlkunaratriði sem umlykja allan lestur á fortíðinni, en gerð hefur verið lausleg grein fyrir ýmsum hliðum þess í umfjölluninni hér á undan, leiki grundvallarhlutverk í sagn- ffæðilegri fræðimennsku, í hugsun og merkingarsköpun. „Brjálæðið“ í þessu sambandi er að hluta til ástríðufull sannfæring mín um að þetta sé grundvallaratriði, því slíkt mótar og skilyrðir alla þekkingarframleiðslu um fortíðina - ekki síst vegna þessa að sagnritun, það að skrifa söguna, er háð því starfi sem býr að baki; lestri og túlkrni á fortíðinni. Það er einnig að hluta til vegna þess að ég er „brjáluð“, í skilningnum óánægð, því lesturinn á fortíðinni, sem ég álít að hafi úr- slitaþýðingu við ritun sögunnar, hefur of oft verið léttvægur fundinn eða álitinn gegnsær. Að mínu mati hefur ofuráherslan á ritun í kenningum póststrúktúralista dregið allan mátt úr fólki og leitt til þess að það hefur horfið frá eiginlegum sögulegum rannsóknum og í stað þess aðeins skrif- að um þær. Þetta hefur einnig leitt til eins konar allsherjarþráhyggju varð- andi sagnaritun, á kostnað þess að tekist sé á við „úr hverju“ hún er gerð, og hvaða greiningariðja og túlkunarlegar athafnir eru grunnstoðir lestr- ar og túlkunar á henni. Til að komast frá þessu ástandi væri uppbyggileg leið að mínu mati að grandskoða og greina þau séstöku atriði sem eru grunnstoðir hagnýtra grundvallarrannsókna sem oftast (en ekki alltaf) eru byggðar á skjallegum heimildum. Um leið ætti að nýta hina auknu meðvitund um þekkingarfræðilegar víddir þessa, sem hefur styrkst í kjöl- farið á uppgangi femínisma, póststrúktúralisma og menningaráhersl- trnnar almennt. 37 Liz Stanley, „Archigraphics“, inngangsfyrirlestur á Det VIII Nordiska kvinnohis- torikermötet, Kön och kunskap við Háskólann í Turku, Finnlandi, ágúst 2005. 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.