Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 46
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
um hina. Hann hvetur þá sem eftir eru til að flýja en enginn trúir honum,
enginn vill hlusta á hann, svo að lokum þagnar harm - gefst upp og horfir
upp á þegar gyðingarnir eru fyrst lokaðir af í gettóinu og síðan sendir í
útrýmingarbúðir:
Moché hafði breyst. Það var engin gleði í augunum lengur.
Hann söng ekki meir. Hann ræddi ekki lengur við mig um Guð
og kabbala, bara um það sem hann hafði séð. Fólk neitaði ekki
bara að trúa honum, það neitaði að hlusta á hann. - Hann er
bara að reyna að láta okkur vorkenna sér. Hvílíkt ímyndunarafl
. . . Eða jafhvel: - Greyið. Hann er orðinn geðveikur.14
Það er því augljóst að ábyrgð hlustandans, lesandans, er mikil. Lesandinn
er beinlínis þátttakandi í frásögninni; í þessum aðstæðum liggur vald
hans, hann getur ffelsað Levi frá martröðinni, tekið Moché trúanlegan
og þar með komið í veg fyrir að þetta gerist aftur; hann verður að hlusta
og jafnffamt að trúa. Mikilvægi þessa og hlutverk hlustandans gagnvart
svona vimisburði hafa einmitt Shoshana Felman og Dori Laub rætt í
verki sínu Testimony eins og nánar verður komið að síðar.15
En hvers vegna varð bók Wilkomirskis svona vinsæl, hvers vegna
hlaut hún svona góða dóma? Eg hygg að svarið liggi víða og í raun geri
viðtökur svona verka, bæði í fræðasamfélaginu og á bókamarkaðinum,
blekkinguna að einhverju leyti óhjákvæmilega. Bók Wilkomirskis upp-
fyllir væntingar og er t.d. í samræmi við ýmsar hugmyndir bókmennta-
fræðinga. I fyrsta lagi vegna sjónarhorns síns; hér er það barnið sem segir
frá, en barnið hefur aðra stöðu en hinn fullorðni sögumaður. Barnið er
ófullkominn sögumaður en jaftiframt ósnertanlegur, sjónarhorn þess er
að einhverju leyti ekki hægt að gagnrýna. I öðru lagi er það efnið: Barnið
andspænis ofbeldi og óhugnaði höfðar til djúpstæðra tilfinninga og hér
erum við stödd mitt í tráma 20. aldar, helförinni, en mörg mikilvæg bók-
14 Mín þýðing: Elie Wiesel, La Nuit, París: Les Éditions de Minuit, 1958, bls. 20-21.
„II avait changé, Moché. Ses yeux ne reflétaient plus la joie. II ne chantait plus. II ne
me parlais plus de Dieu ou de Kabbale, mais seulement de ce qu’il avait vu. Les gens
refusaient non seulement de croire á ses histoires mais encore de les écouter. - II
essaie de nois apitoyer sur son sort. Quelle imagination. . . Ou bien : - Le pauvre,
il est devenue fou.“
15 Shoshana Felman og Dori Laub, Testimony: Ciises ofWitnessing in Literature, Psycho-
analysis, and Histoiy, New York og London: Routledge, 1992.
44