Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 50
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
hafa verk W.G. Sebalds oft verið kennd við hugtakið. Eva Hofhnan er
meðal þeirra höfunda sem hafa skrifað um og tekið á þessari sérstöku
stöðu. I bók sinni After Such Knon'ledge: A Meditation 011 the Aftermath of
the Holocaust (2004) veltir hún þessari arfleifð fyrir sér á ýmsa vegu. Hún
segir þar:
Það eru engar ýkjur að um ævma hef ég tekist á við gríðarlegt
magn af staðreyndum. Þeim var miðlað til mín sem minni
fyrstu vitneskju [...] sem tekur alla ævina að leysa úr og lesa úr.
Staðreyndimar vom svo nátengdur hluti af mínum innri heimi
að þær tilheyrðu mér, minni eigin reynslu. En auðvitað var það
ekki svo; og í þessari eyðu, þessari caesura, er einmitt að finna
vanda kynslóðarinnar sem á efrir kom.-6
Hún lýsir einnig vandanum við hugtökin ,postmemory‘ og ,önnur kyn-
slóð‘. Hún segir að þegar hún heyrði fyrst talað um þessi fynirbæri hafi
hún annars vegar fundið til einhvers konar samkenndar og spennu yfir að
nú væri loks farið að ræða þetta, en á hinn bóginn fannst henni þetta enn
eitt dæmið um að búa þyrfti til hóp, því allir þurfa að hafa einhvers konar
sjálfsmynd, og þá gjarna sjálfsmynd sem á sér upprunasögu í einhverjum
skelfilegum atburðum (bls. 26). Hún neínir líka að hugmyndin um trám-
að og trámatískar upphfanir sé frekar nýtilkomin. Þannig hafi t.d. alls
ekki verið litið á þetta fýrstu áratugina eftir stríð (bls. 34). Umræðan um
,postmemory‘ geti leitt til einhvers konar upphafningar á fynirbærinu
og því einnig tengst þeim sérkennilega viðsnúningi sem játninga-
kúlmrinn skapar, þ.e. að það sé eftirsóknarvert að vera fórnarlamb. Lisa
Appignanesi nefhir þetta atriði og segir helfararsöfn gera alla að fórnar-
lömbum.27
26 Eva Hoffman, After siich Knowledge: A Meditation on the Aftermath of the Holocaust,
London: Vintage, 2005, bls. 6. „It is no exaggeration to say that I have spent much
of my hfe struggling with this compressed cluster of facts. They were transmitted
to me as my first knowledge [...] and which it takes a lifetime to unpack and decode.
The facts seemed to be such an inescapable part of my inner world as to belong to
me, to my own experience. But of course, they didn’t; and in that elision, that
caesura, much of the postgeneration’s problematic can be found.“
27 Lisa Appignanesi, Losing the Dead, London: Vintage, 2000, bls. 6.
48