Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 56
RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
höfuðóvini Sovétríkjanna. Hins vegar verður litið til áróðurs Krústsjovs
um ffiðsamlega sambúð við Bandarrkin árið 1959 og skoðað hvernig
margir almennir borgarar í Sovétríkjunum tileinkuðu sér þessa umfjöllun
um Bandaríkin og frið af heilum hug.
Þegar ljóst var orðið að Sovétmenn og bandamenn þeirra úr síðari
heimsstyrjöldinni ættu ekki áfram samleið hrrmdu sovésk stjómvöld af
stað herferð gegn Bandaríkjunum og á opinberum vettvangi var ætíð
fjallað um Bandaríkjamenn sem gráðuga heimsvaldasinna og spillta kapítal-
ista. Að auki fór af stað mjög þrálátur orðrómur um að stríð myndi
brjótast út að nýju; að þessu sinni milli Sovétríkjanna og fyrrum banda-
manna þeirra, Bandaríkjanna og Bretlands. Stríðshrjáður sovéskur al-
menningur þurfti því að búa við hræðslu og ótta um nýtt stríð en upp-
byggingu eftir föðurlandsstríðið mikla, eins og síðari heimsstyrjöldin hét
í Sovétríkjunum, var langt í frá lokið.2 Margir trúðu þessum orðrómi,
sérstaklega eftir að áróðursmeistarar Stalíns hófu að nýta sér hann í
áróðursherferð kalda stríðsins, en þó vom þeir einnig til sem snem þess-
ari herferð sovéskra stjórnvalda upp í andhverfu sína og litu á Bandaríkin
sem draumalandið þar sem ofgnóttin lýsti sér m.a. í því að almenningur
notaði franskbrauð í beitu þegar rennt var fyrir fisk.3
Það þarf því engan að undra að áróður Krústsjovs um friðsamlega
sambúð við Bandaríkin höfðaði mjög til margra Sovétmanna, bæði þeirra
sem lifað höfðu í ótta við Bandaríkin og eins þeirra sem litið höfðu á þau
sem fyrirmynd. Hugtakið friðsamleg sambúð var alls ekki nýtt af nálinni
en Krústsjov gerði það að eins konar slagorði sínu um miðjan sjötta
áratuginn og árið 1959 var kasdjósið á Bandaríkjunum. I því samhengi
lagði Krústsjov mikla áherslu á samvinnu stórveldanna í stríðinu og tal-
2 Uppbyggingu efdr stríðið var formlega lokið árið 1948 þegar framleiðsla í þunga-
iðnaði skilaði sama magni og hún hafði gert fyrir stríð. Þetta var alls ekki í neinu
sambandi við raunverulegt ástand í Sovétríkjunum og mun lengri tíma tók að koma
samfélaginu í fyrra horf. Sjá nánar um uppbyggingarferlið í Jeffrey W. Jones, ,ln My
Opinion This is All a Fraud!‘ Concrete, Culture, and Class in the ,Reconstruction ‘ of Rostov-
on-the-Don, 1943-1948, óbirt doktorsritgerð: University of North Carolina at
Chapel Hill, 2000.
3 V.A. Kozlov og S.V. Mironenko, 58.10: nadzomyje proizvodstva prokúratúry SSSR po
delam ob antisovjetskoj agitatsij i propagande. Annotirovanníj katalog, mart, 1953-1991,
Moskva: Mezhdúnarodníj fond Demokratíja, 1999, bls. 297. Sjá einnig Timothy
Johnston, „Subversive Tales? War Rumours in the Soviet Union 1945-1947“, Late
Stalinist Russia: Society Between Reconstruction and Reinvention, ritstj. Juliane Fiirst,
London: Roudedge, 2006, bls. 62-78.
54