Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 63

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 63
SOVÉTMENN OG SAMBÚÐIN VIÐ BANDARÍKIN 194S-19S9 urinn hafi án efa sannfært marga vora þeir alltaf til sem efuðust um sannleiksgildi hans. Ofugt við það sem margir höfðu vonað vora íyrstu árin eftir stríð síst auðveldari en stríðsárin sjálf fyrir marga Sovétmenn; uppbygging gekk hægt, skortur og skömmtun á matvælum var viðvarandi til ársins 1947, gríðarlegur fjöldi barna var munaðarlaus og án híbýla og í kjölfar þess að kornframleiðsla brást árið 1946 breiddist út mikil hungursneyð í Ukra- ínu, Moldóvu og suðurhluta Rússlands. Stór hluti almennings hafði því varla til hnífs og skeiðar og oft má greina mikla stríðsþreytu í ummælum sovétborgara á þessum tíma sem fannst kalda stríðið óþarfi og vildu ekk- ert frekar en frið og áhyggjuleysi. Hin algjöra þögn fjölmiðla um götubörn, munaðarleysingja og hung- ursneyð olli því að trúverðugleiki sovéskra íjölmiðla fór almennt minnk- andi og var alls ekki sjálfgefið að umræðu yfirvalda um alþjóðamál og stórveldisátök væri trúað. I raun má oft finna dæmi þess að fólk hafi tekið eitthvað sem það las í blöðunum og snúið því upp í algjöra andhverfu sína. I umræðu um Kóreustríðið árið 1952 lýsti einn maður yfir efa- semdum um umfjöllun sovéskra dagblaða um meintan bakteríuhernað Bandaríkjanna í Kóreu. Hann sagði: „Ameríka er siðmenntað land; ef þeir hefðu viljað, hefðu þeir getað malað Kóreu fyrir löngu, þeir vilja stunda [sanngjarnan] stríðsrekstur.“16 Annar maður tjáði sig um sama mál og sagði umfjöllunina „ekki passa við raunveraleikann“. Enn fremur sagði hann „sovésk dagblöð birta lygar um að Bandaríkjamenn láti sýktar flugur falla [á Kóreu] - sovéskur áróður gerir þetta til þess að skapa hatur í garð Bandaríkjamanna“.17 Þannig gerðu fjölmargir sér grein fýrir markmiðum sovéskra stjórn- valda með skrifum sínum um Bandaríkin. Sumir ályktuðu að líkt og inn- anlandsumfjöllunin hlyti umfjöllun um utanríkismál og útlönd einnig að vera í svo miklu ósamræmi við raunveraleikann að óhætt væri að trúa algjörlega andstæðunni við það sem skrifað var en auðvitað vora þeir einnig til sem gerðu sér einfaldlega grein fyrir því hvernig áróðursstefna stjórnvalda var rekin. Rithöfundurinn og andófsmaðurinn Vladimír Voj- novítsj lýsir þessu vel: 16 GARF, f. 8131, op. 31, d. 38230,1. 7. 17 GARF.f. 8131, op. 31, d. 40557,1.8. 6i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.