Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 65
SOVÉTMENN OG SAMBÚÐEN VIÐ BANDARÍKIN 1945-1959
menn veltu upp ýmsum spumingum um herstyrk mögulegs andstæðings
og viðbragðsstöðu hans: „Era Bandaríkin tilbúin í annað stríð?“ „Eru
Bandaríkin raunveruleg ógn við heimsfriðinn?“ „Eru sovésk stjómvöld
viðbúin árás frá Bandaríkjunum“ og að lokum: „Af hverju eram við að
keppa við Bandaríkin og Bretland? Væri ekki betra að fylgja þeim að
málum?“21 Sumir gengu jafhvel enn lengra og sögðust þess fullvissir að
Rauði herinn myndi bíða lægri hlut ef til átaka kæmi við Bandaríkin. Til
dæmis sagði einn Sovétborgari: „... eftir nýja stríðið munum við sjá
amerískt vor“22 og annar tók fram að þó að Þjóðverjar hefðu ekki getað
sigrað Rauða herinn m)ndi það ekki taka Bandaríkin nema einn dag að
ná fram sigri.23 Slíkar yfirlýsingar vom yfirvöldum svo sannarlega ekki
að skapi og margir þeirra sem urðu uppvísir að ummælum þar sem stríðs-
hæfni Rauða hersins var dregin í efa vom handteknir, lögsóttir og
dæmdir til fangelsisvistar.
Eftir andlát Stalíns fór áróðurinn um yfirvofandi árás kapítalísku
ríkjanna dvínandi í Sovétríkjunum. Undir lok sjötta áratugarins var kvitt-
urirrn um þriðju heimsstyrjöldina svo til alveg horfinn: kjamorkuógnin
og kalda stríðið urðu allt annars eðlis þegar á leið og lífið færðist smám
saman í eðlilegt horf. Þegar Krústsjov hafði svo fest sig í sessi tileinkaði
hann sér orðræðu Leníns um friðsamlega sambúð við Vesturlönd. Hann
hvikaði að sjálfsögðu ekki frá því markmiði að koma á sósíalisma í Sovét-
ríkjunum en þegar hann gerðist málsvari þeirrar hugmyndar að Sovét-
ríkin og Bandaríkin gætu átt í samkeppni án þess að stríð væri óhjá-
kvæmilegt ávann Krústsjov sér bæði traust og stuðning margra landa
sinna enda minningin um samvdnnuna í síðari heimsstyrjöldinni enn í
fersku minni Sovétmanna.
21 Rússneska ríkisskjalasafhið fyrir félags- og stjómmálasögu (Rossijskij gosúdarstren-
nyj arkhivsotsialno-politicheskoj istorij, hér efrir RGASPI), f. 17, op. 125, d. 510,1.
17. Olíkt dómskjölunum veita upplýsingaskýrslumar, svodki, engar persónuupp-
lýsingar og því er ekki hægt að áfykta neitt um það hvaða - ef einhverjar - afleiðingar
það hafði að spyrja slíkra spuminga á fundum. Þess era þó fjölmörg dæmi í dóm-
skjölunum að svipaðar vangaveltur hafi á stundum leitt til vinnubúðavistar eins og
næstu tvö dæmi sýna.
22 GARF, f. 8131, op. 36, d. 1052,1. 7.
23 GARF, f. 8131, op. 31, d. 44809,1. 11.
ó3