Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 85
TOMIÐ OG TILVERAN
aumkunarverðir. Þetta vilja bæjarbúar sjá. Eins og flestir vita hefur hið
klámfengna augnaráð engan áhuga á fólki eða líkömum heldur líkams-
hlutum, aðallega kynfærunum. Hinn firrti og sundurlimaði líkami kláms-
ins og stara klámneytandans eru skopstæld í þessari gægjugataparadís
sem kannski má líkja við eins konar veruleikasjónvarp. En brosið ffýs á
vörum lesanda. Það er eitthvað martraðarkennt og innilokað við hina
löngu ganga hallarinnar og fáránleg „tableaux“ hennar, sýnihneigð og
sjónfróun. „Sjónffóun“ er afbrigðileg kynferðisleg þrá sem við höfum öll
upplifað í bemsku þegar hvatimar vom stjórnlausar, ef marka má kenn-
ingar Freuds. Sá sem er hins vegar haldinn sjónffóun stelst inn í annarra
þrár eða þjáningar og það er því engin furða þó að Kristín Omarsdóttir
hafi miklar mætur á gægjugatahöllinni sem myndhverfingu um firrta
neysluhyggju nútímamannsins.
Áfram vinnur Kristín með spuminguna um að gera eða vera eða „vera
það sem maður gerir“ í næstu bók, skáldsögunni Elskan mín ég dey? Uppi
á himnum situr móðirin og dætur hennar en á jörðinni býr faðirinn og
synir hans. Smám saman tínast fjölskyldumeðlimir upp til himna en þar
verða ekki fagnaðarfundir. Eiginlega er himnaríki ákaflega leiðinleg vist-
arvera; risastór ballsalur þar sem guð er barþjórm og gestirnir dansa
tangó og horfa niður til jarðarinnar í kíki. Hinir dánu geta ekki gripið
inn í atburðarásina á jörðu, aðeins horft á það sem aðrir skapa. „Engl-
arnir“ em þannig eins og óvirkir neytendur að lífi jarðarbúa. A himnum
em hvorki boð né bönn og þá bregður svo við að þar era ekki heldur
ástríður, þrá eða sköpun. Vinir móðurinnar, Ernest Hemingway og Leon-
ardo da Vinci, skrifa hvorki né mála myndir.
Það era flókin fjölskyldutengsl sem lýst er í þessari skáldsögu og þau
verða ekki einfaldari í Hamingjan hjálpi mér I og II.3 4 Skáldsagan er tví-
skipt; fyrri hlutinn fjallar um gifta konu, Júlíu, sem á erfitt með að skilja
sig frá móður sinni. Hún er bundin henni sterkum böndum og hefur
bæði erótískt og gróteskt samband við hana. I seinni hluta bókarinnar
segir frá ungum marmi sem snýr aftur til bernskuheimilis síns af því að
hann getur ekki hætt að þrá föður sinn og hlýtur að gera hvort tveggja,
elska hann og deyja. Bygging bókarinnar er krossbragð því að báðar
sögumar enda á dauða og dauði getur vel verið upphafið að nýju lífi eins
og sjá mátti í Elskan mín ég dey. Þar má jafnvel segja að boðskapurinn sé
3 Kristín Omarsdóttir, Elskan mín égdey, Reykjavík: Mál og menning, 1997.
4 Kristín Ómarsdóttir, Hamingjan hjálpi mér I og II, Reykjavík: Mál og menning, 2001.
83