Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 89
TOMIÐ OG TILVERAN
Það má vel vera að Judith Butler vísi óbeint til áðumefndrar bókar
Toril Moi, sem heitir Hvað er kona?, þegar hún segir í viðtali (2000) að
hinar nýju hinsegin kenningar skilji sig frá eldri, femínískum kenningum
í því að þær beini máli sínu ekki endilega til kvenna „af því að þær vitá
ekki hvað „kona“ sé eða ættd að vera“.12 Butler undirstrikar hér kirfilega
að hún tali ekki út frá föstum sjálfsmyndum heldur hinni opnu sjálfsveru
hinsegin fræðanna. Ummæli hennar gætu staðið sem prýðis lýsing á
þekkingarfræði Kristínar Omarsdóttur. Fastar sjálfsmyndir eru ekki eitt
af einkennum persóna Kristínar og hún hefur meiri áhuga á því hvemig
þær flakka milli sjálfsmynda og prófa þær á öðram. Að því leyti fer mann-
skilningur hennar og hugmyndir um það hvað kynið sé saman við gjörn-
ingskenningar Butler. I textum Kristínar Omarsdóttur skiptir líkaminn
hins vegar mjög mikln máh og kenningar sem taka ekki mið af honum
duga ekki tdl að opna eða ræða texta Kristínar.
Bandaríski heimspekingurinn Iris Marion Young hefur skrifað um
gagnrýni Toril Moi á kenningar Judith Butler. Young fylgir Moi að
málum í því að hugtakið „kyngervi“ sé meingallað og nægi ekki eitt og
sér tdl að lýsa því hvemig sjálfsveran upplifir sig í heiminum. Sú reynsla
af heiminum sem kemur tdl einstaklingsins frá líkama hans eða „líkams-
reynslu“ (e. lived bodies) sé grundvöllur þess að ræða sjálfsverundina (mb-
jectivity) sem alltaf hljótd að vera persónuleg. Hins vegar sé hugtakið
„kyngervi“ (gender) varla ónýtt eða fallið úr gildi á meðan það skiptd svo
miklu máh í byggingu og gerð samfélaganna. I framhaldi af því vill Young
halda hugtakinu tdl að lýsa kynbundinni verkaskiptingu, fyrirskipaðri
gagnkynhneigð og píramídabyggingu valdsins sem sannlega byggir á
kyninu líka. 011 þessi félagslegu mynstur setja sjálfsveruna á sinn stað í
samfélaginu og byggja þar á upplýsingum líkama hennar. Samfélagið
bregst við líkömum manna; hæð, þyngd, kyni, litarhættd, kynferði, klæða-
burði og látbragði. Viðbrögð annarra segja mönnum stöðugt hvemig
þeir koma öðrum fyrir sjónir. Young telur hugtakið „kyngervi“ gagnast
tdl að lýsa því valdslega kerfi félagslegrar merkingarmyndunar sem lík-
amsreynsla okkar skráir og er þannig bæði einstaklingsbundin og félags-
12 Judith Butfer, „Changing the Subject: Judith Buder’s Pohtics of Radical Resignifica-
tion“, The Jiidith Butler Reader, ritstj. Sarah Salih ásamt Judith Butler, New York:
Blackwell Publishing, 2004, bls. 336-337.
8?