Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 107
DEILIGALDUR ELIASAR
quez þar sem bregður fyrir speglum sem sýna hluta af því rými sem mál-
verkið er af. Hann nefnir líka leikritið Hamlet efdr William Shakespeare,
þar sem persónur setja á svið leikrit fýrir aðrar persónur verksins, og
smásöguna „The Fall of the House of Usher“ („Fall Usher-ættarinnar“)
eftir Edgar Allan Poe þar sem ein persónan fer með ljóð sem kallast á við
efhi sögunnar. Gide telur þó að nákvæmasta myndlíkingin fyrir það sem
hann eigi við sé sígild aðferð sem notuð hafi verið við gerð skjaldar-
merkja og „felst í því að setja aðra mynd af upprunalega skildinum „í hyl-
dýpi“ [en abyme] innan hans“.13 Meginatriði í málflumingi Gides er að
um sé að ræða formlegt einkenni listaverksins - mynd inni í mynd, leik-
rit innan leikrits, ljóð inni í sögu - sem hefur þann tilgang að afhjúpa
form verksins og viðfangsefhi. Efiár að dagbækur Gides komu út árið
1948 fór hugtakið mise en abyme (sem merkir bókstaflega að „setja í hyl-
dýpi“) að skjóta upp kollinum í franskri bókmenntaumræðu, meðal ann-
ars í umfjöllun um skáldsögur Gides sjálfs og verk svonefndra nýsögu-
höfunda.14
Þær hugmyndir sem búa að baki hugtakinu mise en abyme voru Borges
einnig hugstæðar. Arið 1939 skrifaði hann smtta blaðagrein þar sem
hann rifjar upp þegar hann komst í fyrsta sinn í tæri við þversagnir
óendanleikans, sex eða sjö ára að aldri. A heimilinu var stór kökudunkur
með mynd frá Japan á annarri hliðinni. Borges kveðst ekki muna efdr
bömunum eða hermönnunum sem þar brá fyrir en hins vegar muni hann
vel að í horni myndarinnar var mynd af þessum sama kökudunki og
framan á honum birtist þessi sama mynd aftur, „og þannig koll af kolli
(að því er æda mátti) út í hið óendanlega ...“. Borges segist hafa síðar
kynnst fleiri dæmum af svipuðu tagi. I kringum 1921 hafi hann til að
mynda rekist á lýsingu í einu rita Bernards Russell á hugmynd banda-
ríska heimspekingsins Josiah Royce um landakort af Englandi sem teikn-
að væri á tiltekið landsvæði innan Englands. Þar sem kortinu væri ætlað
að vera nákvæmt, segir Borges, hlyti tiltekinn hluti þess „að geyma kort
af kortinu, sem hlyti að geyma kort af kortinu á kortinu, og þannig koll
af kolli út í hið óendanlega ...“. Þá kveðst hann hafa heimsótt Prado-
13 André Gide, The joumals ofAndré Gide, 1. bindi, þýð. Justin O’Brian, London: Secker
& Warburg, 1948, bls. 41.
14 Gide notaði ekki nákvæmlega orðalagið mise en abyme í dagbóldnm; smiðshöggið á
hugtakið rak C.E. Magny í bók sinni Histoire da roman frangais depuis 1918, París:
Seuil, 1950, bls. 269-278.
io5