Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 121
DEILIGALDUR ELIASAR
honum „umhverfið viðbjóðslegt, þrátt fyrir hvíta dúka á borðum, gul-
máluð þil og þjónustufólk í svörtu og hvítu“ (bls. 56). Svipaðar tilfinn-
ingar láta á sér kræla þegar Lovísa, vinnukona á heimili föður hans,
reynir að fá Bubba til við sig eitt kvöldið. Hún er í sjálfu sér ekki ólagleg
en útgrátin, illa greidd og óhrein í framan „því að tárin höfðu flætt niður
um litaðar og púðraðar kinnar“, og þegar hún eltir Bubba upp í her-
bergið hans finnur hann af henni áfengisþef. „Þykkar varir hennar voru
blautar, og mér bauð við henni allri,“ segir hann og bætir við: „Eg ætlaði
að grípa í hana og fá hana út fyrir dyrnar, en mér bauð svo við henni, að
ég veigraði mér við að snerta hana“ (bls. 43^44). Steininn tekur síðan úr
þegar sögumaður fer á fyllirí með íslenskum vinum sínum og amerískum
hermönnum, sem vilja „ólmir fá girls. Þeir föðmuðu hvor annan og
sögðu sweetheart og eitthvað fleira yndislegt, en ég fékk klígju og lá við
uppsölu“ (bls. 77). Skömmu síðar er ógleðin orðin slík að Bubbi getur
„ekki varizt spýju“ (bls. 80). Það má vel ímynda sér að með þessum lýs-
ingum sé Elías að kinka kolli til La Nausée. Raunar tengir fleira þessar
tvær skáldsögur saman. Til að mynda hefur forleikurinn sem Bubbi hlust-
ar á í upphafi og enda frásagnar sinnar líkt hlutverk og bandaríska
djasslagið „Some of These Days“ í skáldsögu Sartres.32 Og skyldi
það vera tilviljun að Anny, unnusta Roquentins, er nafha Onnu í sögu
Elíasar?
Að ffamansögðu ætti að vera ljóst að hugtakið sjálfgetin skáldsaga
hefur bæði fagurfræðilega og bókmenntasögulega skírskotun en þar fyrir
utan tekur það beinlínis til merkingarsköpunar viðkomandi verka.
Steven Kellman bendir á að sögumennirnir í sjálfgetnum skáldsögum
eigi oftar en ekki í innri baráttu sem tengist hugmyndum um kynlíf,
getnað og fæðingu. Kellman hefur bók sína á því að vitna til þeirrar skoð-
unar austurríska sálgreinandans Ottos Rank að Odipusargoðsögnin fjalli
ekki fyrst og fremst um afbrýðisama löngun sonarins til að drepa föður-
inn og koma fram vilja sínum við móðurina, líkt og Sigmund Freud hélt
fram, heldur sé „blóðskömm tákn um sjálfsköpunaráráttu mannsins“.33
Karlmaðurinn óttist kynlífið því að fyrir tilstilli þess þurfi hann að
32 Kellman bendir á að lagið „Some of These Days“ sé hliðstætt sónötunni eftir Vin-
teuil sem Proust notar sem frásagnarspegil í A la recherche du tempsperdu. Sjá Steven
G. Kellman, The Self-Begetting Novel, bls. 5.
33 Sama rit, bls. 19.