Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 135
AÐFÖNG OG EFNISTÖK í ENGLANDSÞÆTTI GERPLU
2. Sögulegir viðburðir
Það tímbil í sögu Englands sem Halldór nýtir sér er aldarfjórðungurinn
ffá því um 990 og ffam yfir 1015. Þessi ár voru samfellt hörmungaskeið
í sögu landsins eins og nú skal skýrt nánar. Norrænir víkingar höfðu
herjað á England um nær tveggja alda skeið þegar hér var komið sögu,
en landsmönnum hafði jafnan tekist að halda þeim í skefjum með ýmsu
móti. Upp úr 990 mögnuðust þessar árásir mjög og víkingaherimir urðu
sífellt stærri og illvígari, og að lokum varð ljóst að helstu leiðtogar þeirra,
eins og til að mynda Sveinn tjúguskegg, stefndu að því að leggja landið
undir sig. Þetta var sem sagt tímabil grimmilegra árása á enskar borgir
og bæi, fjárkúgunar þegar það hentaði, sundurlyndis og svika heima fýrir
og stöðugra ófara enska hersins. Konungur Engla meðan á þessum óför-
um stóð var Aðalráður Játgeirsson (Æthelred), og skyldi engan undra
þótt enskir sagnaritarar hafi almennt borið honum illa söguna því að
skömmu efdr andlát hans (1016) var England orðið hluti af konungdæmi
Rnúts ríka Sveinssonar Danakonungs. Ur þessum efhiviði er svo Eng-
landsþáttur Gerplu spunnirm.
2.1 Arásin á Kantaraborg
Hemaður Þorkels háva og manna hans beinist í fýrstu að Kantaraborg,
sem Halldór kallar réttilega erkibiskupsstól Englands, en eykur svo stór-
lega við mikilvægi staðarins með því að gera hann einnig að höfuðstað
konungs, sem Kantaraborg var aldrei (heldur Winchester). I öðm lagi
færir höfundur borgina, sem stendur á bökkum árinnar Stour í Kent og
setur hana niður á bökkum Thames-ár. Ekki verður þessi breyting skýrð
með því að höfundur hafi verið ókunnugur staðháttum, því eins og
Halldór Guðmundsson getur sérstaklega í ævisögu sinni um nafna sinn,
gerði Halldór sér ferð til Suður-Englands 1951 til að kanna staðhætti.3
Ahlaupinu á borgina lýkur með því að fólk sem ekki náði að flýja er
brytjað niður, og síðan segir að „flutu þar dauðir menn hrönnum saman
ofan Tamesisfljót“ (bls. 190). Og enn em menn Þorkels í Kantaraborg er
þeir hafa „merkilegar ráðstefnur á Tamesisbökkum“ (bls. 200), áður en
herinn siglir til árásar á London. Ekki er gott að segja hvað Halldóri
gengur hér til. I fyrra tilvikinu er fljótið látdð magna lýsinguna á mann-
3 Sjá Halldór Guðmundsson, Halldór Laxness, Reykjavík: JPV útgáfa, 2004, bls. 554.
03