Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 135

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 135
AÐFÖNG OG EFNISTÖK í ENGLANDSÞÆTTI GERPLU 2. Sögulegir viðburðir Það tímbil í sögu Englands sem Halldór nýtir sér er aldarfjórðungurinn ffá því um 990 og ffam yfir 1015. Þessi ár voru samfellt hörmungaskeið í sögu landsins eins og nú skal skýrt nánar. Norrænir víkingar höfðu herjað á England um nær tveggja alda skeið þegar hér var komið sögu, en landsmönnum hafði jafnan tekist að halda þeim í skefjum með ýmsu móti. Upp úr 990 mögnuðust þessar árásir mjög og víkingaherimir urðu sífellt stærri og illvígari, og að lokum varð ljóst að helstu leiðtogar þeirra, eins og til að mynda Sveinn tjúguskegg, stefndu að því að leggja landið undir sig. Þetta var sem sagt tímabil grimmilegra árása á enskar borgir og bæi, fjárkúgunar þegar það hentaði, sundurlyndis og svika heima fýrir og stöðugra ófara enska hersins. Konungur Engla meðan á þessum óför- um stóð var Aðalráður Játgeirsson (Æthelred), og skyldi engan undra þótt enskir sagnaritarar hafi almennt borið honum illa söguna því að skömmu efdr andlát hans (1016) var England orðið hluti af konungdæmi Rnúts ríka Sveinssonar Danakonungs. Ur þessum efhiviði er svo Eng- landsþáttur Gerplu spunnirm. 2.1 Arásin á Kantaraborg Hemaður Þorkels háva og manna hans beinist í fýrstu að Kantaraborg, sem Halldór kallar réttilega erkibiskupsstól Englands, en eykur svo stór- lega við mikilvægi staðarins með því að gera hann einnig að höfuðstað konungs, sem Kantaraborg var aldrei (heldur Winchester). I öðm lagi færir höfundur borgina, sem stendur á bökkum árinnar Stour í Kent og setur hana niður á bökkum Thames-ár. Ekki verður þessi breyting skýrð með því að höfundur hafi verið ókunnugur staðháttum, því eins og Halldór Guðmundsson getur sérstaklega í ævisögu sinni um nafna sinn, gerði Halldór sér ferð til Suður-Englands 1951 til að kanna staðhætti.3 Ahlaupinu á borgina lýkur með því að fólk sem ekki náði að flýja er brytjað niður, og síðan segir að „flutu þar dauðir menn hrönnum saman ofan Tamesisfljót“ (bls. 190). Og enn em menn Þorkels í Kantaraborg er þeir hafa „merkilegar ráðstefnur á Tamesisbökkum“ (bls. 200), áður en herinn siglir til árásar á London. Ekki er gott að segja hvað Halldóri gengur hér til. I fyrra tilvikinu er fljótið látdð magna lýsinguna á mann- 3 Sjá Halldór Guðmundsson, Halldór Laxness, Reykjavík: JPV útgáfa, 2004, bls. 554. 03
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.