Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 138
MAGNÚS FJALLDAL
en þær virðast alfarið snúast um að herja á þegna hans, ef marka má vísur
þeirra Sigvats Þórðarsonar og Ottars svarta.13 I Gerplu reynir þó lítið á
hina nýju liðsmenn Aðalráðs konungs. Eins og vænta mátti setur hann
þá niður í London þar sem þeir stela öllu steini léttara. Að því loknu hafa
þeir ekkert við að vera, og það verður úr að þeir halda til Frakklands til
að aðstoða Ríkharð Rúðujarl, mág Aðalráðs, í hemaði hans gegn Hjart-
rósar-Oddi.
Næsta hætta sem steðjar að Aðalráði konungi samkvæmt frásögn
Gerplu er innrás dansks hers sem Sveinn konungur tjúguskegg stýrir. Að
vanda kann konungur engin ráð við þessum nýja óvini önnur en þau að
gefa upp ríki sitt og flýja ásamt Emmu drottningu á náðir Ríkharðs mágs
síns í Rúðuborg, og er för hans öll heldur snaudeg. Ríkharðtu jarl leitar
nú Hðsinnis Þorkels háva og manna hans um að hjálpa Aðalráði aftur til
valda á Englandi, og um Kkt leyti berast þær fregnir að dauður sé Sveinn
konungur. Það verður úr að Þorkell og lið hans fylgja Aðalráði aftur til
Englands þar sem landslýður fagnar endurkomu hans innilega:
klerkar og leikmenn, sæh og fátækur ... gráta mikinn af fögn-
uði er Aðalráður konúngur er aftur í land kominn, og biðja
hann gerast konúng sinn að nýu, kveða sér aungvan konúng
kærri ... einkum ef hann vill sjá ráð fyrir þeim af meiri hygg-
endum en tál þessa. (bls. 270)
Um þetta efni skapar Halldór mestmegnis sína eigin sögu sem sam-
rýmist í einu og öllu lýsingu hans á heigulshætti og ráðleysi konungs.
Það er rétt að Sveinn réðst með her sinn á England árið 1013 og hugðist
greinilega leggja undir sig landið. Varð honum strax vel ágengt og lagði
á skömmum tíma undir sig norður- og miðhluta Englands. Sveinn réðst
því næst á London, en þar voru Aðalráður og Þorkell hávi til vamar
ásamt liðsmönnum sínum. Arásin heppnaðist ekki og drukknuðu margir
úr hði Sveins er þeir reyndu að komast yfir Thames-á. Sveinn hélt samt
ótrauður áffam landvinningum, og svo fór að Lundúnabúar jafnt sem
aðrir Englendingar urðu að játa þessum nýja konungi hollustu sína. Að-
alráður hafði þá í engin hús að venda nema til Ríkharðs mágs síns. En
15 Bjami Aðalbjamarson, Heimsbingla II, bls. 21-22.
136