Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 153
AÐFÖNG OG EFNISTÖK í ENGLANDSÞÆTTI GERPLU
fimm einstaklinga sem lýst er í þættinum: þá Aðalráð, Ólaf Haraldsson,
Þorkel háva, Svein tjúguskegg og Knút, og markmið þáttarins virðist
vera að kynna þá sem rækilegast fyrir lesandanum. Þetta er valdastéttin,
þeir menn sem ráða örlögum annars fólks og eru átrúnaðargoð Þorgeirs
Hávarssonar, sem vill sýna og sanna hetjulund sína fyrirmennum sem
þessum. Hið harmræna í þættinum er hins vegar að Þorgeir sér aldrei
innsta eðli valdsins: aumingjann, sadistann, svikarann, þjófinn og kúgar-
ann, sem eru hinir raimverulegu menn að baki því.
Þó ber þátturinn hvergi keim af áróðri. I heimildanotkun sinni er Hall-
dór mjög markviss og virðist einatt velja atriði sem endurspegla menn og
málefni um miðbik 20. aldar. Lesandanum er þannig sögð forn saga um
misbeitingu valds, kúgun og grimmd, þar sem sögulegar staðreyndir
liggja oftar en ekki til grundvallar, og boðið að skoða samtíma sinn í þess-
ari skuggsjá. Og ekki skortir samlíkingarnar. Þegar Gerpla var skrifuð var
nýlokið ægilegustu styrjöld sem mannkynið hafði upplifað, og ekki hafði
sú styrjöld síður snúist um völd og valdsmenn, grimmdarverk, þjáningar,
svik ojr þjófnað en Englandsþáttur sögunnar.50
A Islandi hafði óheftur kapítalismi haldið innreið sína meðal heildsala
á stríðsárunum að mati sósíalista. I bók sinni, Saga þín er saga vor, lýsir
Gunnar Benediktsson viðskiptaháttum sem felast í því að okra sem mest
á almenningi með öllum tiltækum brögðum,51 og minna aðfarirnar ekki
Htið á þá yfirlýsingu Þorkels háva að „aðal fjáraflamanna og góðra dreingja
frá upphafi vega“ hafi alltaf verið „að láta greipar sópa á sérhverjum stað
meðan févon var“ (bls. 190). Og annað atriði sem Gerpla fjallar um í Eng-
landsþættinum var sósíalistum ekki síður ofarlega í huga um það leyti
sem sagan kom út. Þetta var koma hinna bandarísku „landvarnarmanna“
til landsins vorið 1951. Gegn hverjum var þeim stefnt? I nýrri bók-
menntasögu (Isiensk bókmenntasaga IV) er kafli („Arin eftir seinna stríð“)
þar sem reynt er að meta áhrifin af inngöngu Islands í Atlantshafsbanda-
lagið 1949 og komu hersins 1951 á samtímabókmenntir. Þar er meðal
annars lýst áhyggjum Bandaríkjamanna af hugsanlegum skemmdarverk-
50 Á skírskotun Gerplu til samtímaatburða hefur oft verið bent. Sjá t.d. Hannes Péturs-
son, „Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðrasögu og Gerplu”, Tímarit Máls og menningar,
1957, bls. 48-51 oe Sverri Kristjánsson, Ritsafh, 4. bindi, Reykjavík: Mál og menn-
ing, 1987, bls. 182-183.
51 Gurmar Benediktsson, Saga þín er saga vor, Reykjavík: Heimskringla, 1952, bls.
150-151.