Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 153

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 153
AÐFÖNG OG EFNISTÖK í ENGLANDSÞÆTTI GERPLU fimm einstaklinga sem lýst er í þættinum: þá Aðalráð, Ólaf Haraldsson, Þorkel háva, Svein tjúguskegg og Knút, og markmið þáttarins virðist vera að kynna þá sem rækilegast fyrir lesandanum. Þetta er valdastéttin, þeir menn sem ráða örlögum annars fólks og eru átrúnaðargoð Þorgeirs Hávarssonar, sem vill sýna og sanna hetjulund sína fyrirmennum sem þessum. Hið harmræna í þættinum er hins vegar að Þorgeir sér aldrei innsta eðli valdsins: aumingjann, sadistann, svikarann, þjófinn og kúgar- ann, sem eru hinir raimverulegu menn að baki því. Þó ber þátturinn hvergi keim af áróðri. I heimildanotkun sinni er Hall- dór mjög markviss og virðist einatt velja atriði sem endurspegla menn og málefni um miðbik 20. aldar. Lesandanum er þannig sögð forn saga um misbeitingu valds, kúgun og grimmd, þar sem sögulegar staðreyndir liggja oftar en ekki til grundvallar, og boðið að skoða samtíma sinn í þess- ari skuggsjá. Og ekki skortir samlíkingarnar. Þegar Gerpla var skrifuð var nýlokið ægilegustu styrjöld sem mannkynið hafði upplifað, og ekki hafði sú styrjöld síður snúist um völd og valdsmenn, grimmdarverk, þjáningar, svik ojr þjófnað en Englandsþáttur sögunnar.50 A Islandi hafði óheftur kapítalismi haldið innreið sína meðal heildsala á stríðsárunum að mati sósíalista. I bók sinni, Saga þín er saga vor, lýsir Gunnar Benediktsson viðskiptaháttum sem felast í því að okra sem mest á almenningi með öllum tiltækum brögðum,51 og minna aðfarirnar ekki Htið á þá yfirlýsingu Þorkels háva að „aðal fjáraflamanna og góðra dreingja frá upphafi vega“ hafi alltaf verið „að láta greipar sópa á sérhverjum stað meðan févon var“ (bls. 190). Og annað atriði sem Gerpla fjallar um í Eng- landsþættinum var sósíalistum ekki síður ofarlega í huga um það leyti sem sagan kom út. Þetta var koma hinna bandarísku „landvarnarmanna“ til landsins vorið 1951. Gegn hverjum var þeim stefnt? I nýrri bók- menntasögu (Isiensk bókmenntasaga IV) er kafli („Arin eftir seinna stríð“) þar sem reynt er að meta áhrifin af inngöngu Islands í Atlantshafsbanda- lagið 1949 og komu hersins 1951 á samtímabókmenntir. Þar er meðal annars lýst áhyggjum Bandaríkjamanna af hugsanlegum skemmdarverk- 50 Á skírskotun Gerplu til samtímaatburða hefur oft verið bent. Sjá t.d. Hannes Péturs- son, „Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðrasögu og Gerplu”, Tímarit Máls og menningar, 1957, bls. 48-51 oe Sverri Kristjánsson, Ritsafh, 4. bindi, Reykjavík: Mál og menn- ing, 1987, bls. 182-183. 51 Gurmar Benediktsson, Saga þín er saga vor, Reykjavík: Heimskringla, 1952, bls. 150-151.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.