Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 156
EDWARD W. SAID
þessar gerðir valdabaráttu yfir því efifislega og því merkingarlega. Með því að greina
óríentalisma sem orðræðu þar sem „settar eru frarn fullyrðingar um Austurlönd, til-
tekin sjónarmið öðlast viðurkenningu, Austurlöndum er lýst, kennt er um þau, sest
er að í þeim og þeim stjómað“4 5 sýndi Said fram á samband milli smásmugtdegrar
iðju vísindamannsins, fræðimannsins, skáldsins og embættismannsins og hina stærri
hugmyndafræðilegu og pólitísku lína sem fólu í sér og fela enn vestræn yfirráð,
samfélagslega umskipun, mismunun og undirokun.3
Said vísaði iðulega til þess í viðtölum og bókum að hann hefði ætíð litdð á sig sem
utanaðkomandi í menningarlegum skilningi.6 Hann var fæddur í Jerúsalem á þeim
tíma þegar Palestína laut breskum yfirráðum og gekk síðar í skóla sem rekinn var af
ensku biskupakirkjunni í Kaíró. Foreldrar hans voru báðh Palestínuarabar, en
krismh mótmælendur, sem gerði fjölskylduna að minnihluta í minnihlutahópi. Faðir
hans hafði flúið til Bandaríkjanna frnir fyrra stríð og gengið til hðs við bandaríska
herinn. Hann öðlaðist amerískan ríkisborgararétt sem gekk svo til afkomenda hans.
Sonurinn Edward átti því greiða leið inn í bandarískan háskóla, og lauk doktorsprófi
frá Harward árið 1964. Arið áður hafði hann verið ráðinn að Colnmbia-háskóla þar
sem hann starfaði lengstum sem prófessor í enskum og amerískum bókmenntum.
Leið hans lá til æðstu metorða í bandarískri akademíu, hann var fjölmenntaður í
vestrænum húmamskum fræðum og leiðbeindi stúdentum um bókmenntakanónuna.
Um leið var hann beittur gagnrýnandi þess yfirgangs sem vestræn þekkmgarsköpun
og veraldarsýn framleiðh og endurframleiðir á vettvangi orðræðunnar og sem birtist
í misrétti og kúgun á heimsvísu.
Frá því á sjöunda áratugnum var Said mjög virkur í pólitískri baráttu og tók
gjaman mjög einarða afstöðu í baráttu Palestíhumanna fyrir sjálfsákvörðunarrétti og
var á stundum beinn þátttakandi í átökum við ísraelska herinn - árið 2000 birtust
t.a.m. myndir í vestrænum fjölmiðlum þar sem þessi nestor Columbia-háskóla sást
kasta grjóti að varðstöð Israela.7 Hann hafði þá um árabil verið virkur dálkahöfundur
í arabískum, evrópskum og bandarískum dagblöðum þar sem hann gagnrýndi
gjaman bandarísk stjómvöld í afstöðu þeirra til málefna AIið-Austurlanda og stund-
4 Edward W. Said, Orientalism, bls. 3.
5 Þótt rannsóknamálgun Orientalism tengist verkum Foucaults á ýmsan hátt var Said
alla tíð mjög gagnrýninn á hann, m.a. vegna þess að honum þótti Foucault ekki gefa
færi á möguleika raunverulegrar andspymu gegn valdinu í textum sínum. Said leit-
aði þannig ekki síður í smiðju Gramscis þegar kom að því að fjalla um valdbaráttu
og forræði.
6 Edward W. Said, Out ofPlace. A Memoir, London: Granta Books, 1999; „Edward Said:
Between two culmres", Porwer, Politics and Culture: Interviews with Edward W. Said,
ritstj. Gauri Viswanathan, New York: Vitage Books, 2001, bls. 233-247.
7 Skrif Saids um átökin í Palestínu er m.a. að finna í bókum hans: The Question ofPale-
stine, New York: Random House, 1979; The Politics ofDispossession. Strugglefor Pale-
stinian Self-determination, 1969-94, New York: Vintage, 1994 og The End ofthe Peace
Process. Oslo andAfter, London: Granta Books, 2000.
!54