Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 158
EDWARD W. SAID
Fyrir níu árum, vorið 1994, skrifaði ég eftirmála að Orientalism þar sem
ég reyndi að varpa ljósi á það sem ég taldi mig hafa sagt og ekki sagt. Eg
lagði áherslu á þá fjölbreyttu umræðu sem staðið hefur síðan bókin kom
út 1978, en beindi einnig sjónum að því að verk sem fjallar um hvemig
rætt er um „Austurlönd“ liggur vel við síauknum útúrsnúningi og mis-
túlktmum. Núorðið finnst mér þetta kaldhæðnislegt ffemur en að það
skaprauni mér; aldurinn hefur læðst aftan að mér um leið og vænting-
amar hafa óhjákvæmilega rénað og fræðslumóðurinn minnkað eins og
venjan er þegar menn komast á efri ár. Tveir helstu lærifeður mínir á
fræðasviðinu, í stjórnmálum og í persónulegum efhum, Eqbal Ahmad og
Ibrahim Abu-Lughod (einn þeirra sem verláð er tileinkað) féllu frá fyrir
skömmu og því hefúr fylgt sorg og missir, en einnig ákveðin sátt og vilji
til að þrjóskast við. Málið snýst þó alls ekki um bjartsýni, heldur um að
hafa enn trú á áftamhaldandi og bókstaflega endalausu ferli upplýsingar
og frelsis ffá undirokun, sem í mínum huga einkennir og styrkir ffæði-
lega köllun.
Það veldur mér engu að síður undmn að Orientalism veki enn um-
ræðu og enn sé verið að þýða bókina um allan heim, alls á þrjátíu og sex
tungumál. Þökk sé viðleitni míns kæra vinar og starfsbróður, Gabys Peter-
berg prófessors, sem nú er við UCLA, en var áður við Ben-Gurion-
háskólann í Israel, er bókin nú fáanleg á hebresku, og hefúr valdð tölu-
verðar umræður og deilur á meðal ísraelskra námsmanna og annarra
lesenda. Að auki hefúr víetnömsk þýðing verið gefin út fyrir tilstuðlan
Astrala; ég vona að það teljist ekki framhleypið af mér að segja að í
ffæðasamfélaginu í Indókína hafi rými skapast fyrir viðfangsefrii bók-
arinnar. Hvað sem öðra líður, hefur það veitt mér mikla gleði - en það
hvarlaði aldrei að mér að verk mitt hlyti þessi ánægjulegu örlög - að sjá
að áhugi á því sem ég reyndi að gera í bók minni hefúr ekki með öllu
hjaðnað, einkum og sér í lagi í hinum mörgu óh'ku löndum sjálfs „Aust-
ursins“.
Þetta má að sjálfsögðu að hluta til rekja til þess að Mið-Austurlönd,
arabaheimurinn og íslam hafa orðið hvati að stöðugum gríðarlegum um-
skiptum, átökum, ágreiningi og, þegar þessar línur era skrifaðar, stríði.
Eins og ég sagði fyrir mörgum árum spratt Orientalism úr kringumstæð-
um sem einkenndust í grundvallaratriðum, og í raun að öllu leyti, af
mikilli spennu. I endurminningum mímun, Out ofPlace (1999), lýsti ég
þeim skrýtnu og mótasagnakenndu heimum sem ég ólst upp í, og lýsti í
156