Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 162
EDWARD W. SAID
búð og víkka sjóndeildarhringinn og löngun manna í völd í þeirn tilgangi
að stjórna og drottna yfir umheiminum. Það er eflaust eitt mesta vits-
munalega stórslys sögunnar að stríð sprottið úr heimsvaldastefnu sem
lítdll hópur skipaðra embættismanna í Washington (þeir hafa verið kall-
aðir hænsnahaukar því enginn þeirra gegndi nokkru sinni herþjónustu)
sauð saman, hafi verið háð gegn hrjáðu einræðisríki í þriðja heiminum,
á hugmyndafræðilegum forsendum sem snerust algerlega um heims-
yfirráð, öryggisvald og takmarkaðar auðlindir, á meðan Austurlanda-
fræðingar sem svikið höfðu köllun sína sem fræðimenn hvöttu til þess og
rökstuddu það og klæddu raunverulegan tilgang þess í felubúning.
Varnarmálaráðuneytið og landvarnarráð Georges W. Bush voru undir
miklum áhrifum manna eins og Bernards Lewis og Fouads Ajami, sér-
fræðingum í arabaheiminum og íslam sem liðsinntu bandarísku haukun-
um í hugleiðingum sínum um jafn fáránleg fyrirbæri og hugsunarhátt
araba og aldalanga hnignun íslams sem einungis bandarísk yfirráð gætu
snúið við. I dag eru bókabúðir í Bandaríkjunum fullar af ómerkilegum
langlokum sem bera æpandi tida um íslam og hryðjuverk, ratmveruleik-
ann að baki íslam, þá yfirvofandi hættu sem steðjar af aröbum og músl-
ímsku ógnina, og allar eru skrifaðar af pólitískum pennum sem bera fyrir
sig þekkingu sem þeir og aðrir hafa fengið frá sérfræðingum sem, að því
er ætlað er, hafa náð að skilja innsta eðli þessara framandi Austurlanda-
þjóða þarna hinum megin á hnettinum sem hafa verið svo hræðilegur
fleinn í holdi „okkar“. Fréttastöðvar heimsins sem eru alls staðar ná-
lægar, eins og CNN og FoxNews, leika síðan undir með þessari stríðs-
glöðu sérfræðikunnátm, sem og fjölmargir evangelískir útvarpsmenn af
hægri vængnum, ótal æsifréttablöð og jafnvel hefðbundin tímarit. Alls
staðar er að finna sama tilbúninginn og sömu víðtæku, óstaðfesm alhæf-
ingarnar sem eru endurnýttar í þeim tilgangi að espa „Bandaríkin“ upp
gegn hinum framandi fjanda.
Hvað sem líður hinum skelfilegu annmörkum sem finna mátti á Irak
og hinum hræðilega einræðisherra landsins (sem var að hluta búinn til af
bandarískri utanríkisstefnu fyrir tveimur áramgum), er víst að það hefði
aldrei komið til þessa stríðs ef um hefði verið að ræða helsta banana- eða
appelsínuútflumingsland veraldar; þá hefði aldrei brotist út óhaminn
æsingur vegna gereyðingarvopna sem hurfu á dularfullan hátt og aldrei
hefði verið ráðist í fluminga á gríðarstórum land-, sjó- og flugher um
7000 mílna veg til að leggja í rúst land sem jafnvel vel menntaðir Banda-
160