Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 169
ORIENTALISM (2003)
kostd, hefur ekki verið nægjanlegt andóf við þá vafasömu kenningu að
hemaðarvald eitt og sér nægi til að breyta heimskortinu.
Ihugun, umræða, skynsamleg rök og siðferðisleg viðmið sem byggjast
á því veraldlega viðhorfi að manneskjan hljóti að móta sína eigin sögu
hafa vikið fyrir óhlutstæðum hugmyndum sem hylla sérstöðu Banda-
ríkjanna og Vestursins, en gera lítið úr gildi þess að skoða hlutina í sam-
hengi og Kta á aðra menningarheima með háðslegri fyrirlitningu. Þið
kunnið að segja að ég flakki hér of hratt á milli annars vegar húmanískrar
túlkunar og hins vegar stefnumörkunar í utanríkismálum, eða að nú-
tímalegt tæknivætt samfélag sem auk þess að hafa meiri völd en nokkxu
sinni hefur þekkst, ræður yfir netinu og F-16 orrastuþotum, hljóti þegar
allt kemur til alls að vera stjórnað af yfirburða sérffæðingum í tæknilegri
stefnumörkun eins og Donald Rumsfeld og Richard Perle. (Hvorugur
þessara manna mun nokkra sinni koma nálægt átökum þar sem slíkt er
höndum manna og kvenna sem eru ekki eins lánsöm og þeir). En það
sem hefur raunverulega tapast er sú tilfinning að líf mannanna séu tengd
og samofin, og það er nokkuð sem aldrei verður hægt að smætta niður í
formúlu eða ýta til hliðar eins og það komi málinu ekki við. Jafnvel
tungumál stríðsins er yfirmáta ómanneskjulegt: „Við munum fara þarna
inn, losa okkur við Saddam, uppræta her hans með hreinum, markviss-
um árásum, og öllum mun finnast það frábært,“ sagði þingkona í sjón-
varpinu. Mér fannst það síðan fullkomlega einkennandi fyrir þá óvissu-
tíma sem við lifum á að þegar Cheney varaforseti fjallaði í harðlínuræðu
sinni 26. ágúst 2002 um nauðsyn þess að ráðast inn í Irak, var eini sér-
fræðingurinn í málefhum Mið-Austurlanda, sem hann vitnaði í til stuðn-
ings hemaðaríhlutun í Irak, arabískur ffæðimaður sem er á launum sem
ráðgjafi hjá fjölmiðlum þar sem haxm á hverju kvöldi klifar á hatri sínu á
eigin fólki og afheitar bakgranni sínum. Þar að auki fær innlegg hans
stuðning frá þrýstihópum hernaðarsinna og síonista í Bandaríkjunum.
Slfk fræðimannssvik (fr. trahison de clercs) sýna hvernig hreinn húmanismi
getur úrkynjast og breyst í þjóðrembing og falska föðurlandsást.
Þetta er ein hliðin á þessari alþjóðlegu umræðu. Astandið er tæpast
betra í arabaheiminum og löndum múslíma. Eins og Rouala Khalaf segir
í framúrskarandi grein sem birtist í Financial Times (4. september 2002)
hefur sá heimshluti tapað sér í auðveldri andúð á Bandaríkjunum, sem
ber vitni um lítinn skilning á því hvernig bandarískt samfélag er í raun
og veru. Vegna þess að stjómvöld í þessum löndum hafa tiltölulega lida
167