Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 30

Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 30
ERLENT HARMLEIKURINN í KÍNA OG EFTIRLEIKURINN Sýnt þykir að einhver átök fari í hönd, milli hersins og flokksins, og einnig í millum harðlínumanna og hófsamra á báðum vígstöðvum. Eitt er víst; allir munu þvo hendur sínar af glœpnum í fyrrasumar. GUÐNI THORLACIUS JÓHANNESSON Þann fjórða júní var ár liðið frá harm- leiknum á Torgi hins himneska friðar í Kína. Enginn gleymir myndunum sem bárust frá Peking, þegar mótmæli náms- manna voru barin niður. Margir börðust á móti — með berum hnefum gegn skrið- drekum Alþýðuhersins. Það var við ofur- efli að etja. Auðvitað höfðu yfirvöld sig- ur. Hann gæti þó verið skammgóður. Oft hafa orustur unnist en stríðið ekki, og sigrar geta verið of dýru verði keyptir. Af hverju þurftu kommúnistarnir að skjóta á eigið fólk? Hverjar voru afleiðingarnar o^ hvað er framundan? lok áttunda áratugarins ýtti Deng Sjáping, hæstráðandi í Kína, gagnger- um breytingum á efnahagskerfi landsins úr vör, breytingum sem stefndu í átt til aukins frelsis og minni miðstýringar. Ekki var vanþörf á. Forveri hans, Maó formað- ur Tsetung, var hörku kommúnisti, hafði háleitar hugsjónir og hrinti þeim í fram- kvæmd. 1958 kom „stóra stökkið“; tilraun til að skipa smábændum og verkamönnum í kommúnur, sem mistókst all hrapallega. Milljónir dóu úr hungri. Skömmu seinna varð „menningarbylting“. Þá gekk glæpi næst að nota gleraugu, og frá því var skýrt að kokkum í eldhúsum hersins hefði tekist að stytta hitunartíma hrísgrjóna með því að þylja upp úr kveri formannsins á meðan hrært var í pottum. Hugsandi flokksmenn sáu að svona rugl gekk ekki til lengdar og Deng Sjáping heldur ákveðið fram að þrátt fyrir atburð- ina í fyrra komi ekki til greina að aflýsa umbótum. Þar með er samt ekki öll sagan sögð. Samfara efnahagsumbótum, sem í anda kínverskra spakmæla voru kallaðar Umbæturnar fjórar, var lýst yfir að Meg- inreglurnar fjórar yrðu ætíð í hávegum hafðar. Þær segja í hnotskurn að undir forystu kommúnistaflokksins verði ekki vikið af braut sósíalisma. Spurningin vaknar: geta Umbæturnar fjórar gengið upp, ef tryggð er haldið við Meginreglurnar? Deng gerir sér grein fyrir þessu vandamáli. „Þið verðið að fylgja stefnu flokksins og koma á umbót- um,“ áminnti hann flokksfélaga sína árið 1980, „en þið verðið líka að taka hart á „efnahagslegum afbrotum“ og slá ekki slöku við pólitíska og hugmyndafræðilega kennslu.“ Svarið er neitandi. Vissulega hafa breytingar borið nokkurn árangur; sam- yrkjubúskapur var lagður niður og tekjur smábænda, mikils meirihluta þjóðarinn- ar, hafa hækkað til muna; erlent fjármagn var laðað inn í landið og græddu Kínverjar þó nokkuð á því, en þá er það upp talið. Iðnaður er jafn illa rekinn sem fyrr. Verð- bólga hefur aukist, einnig atvinnuleysi. Yfir öllu saman situr flokkurinn, einvald- ur og alráður. Báknið fór þess vegna ekki burt, spill- ing réð ríkjum. Hálfkaraðar umbætur gerðu bara illt verra. „Við sitjum uppi með tvö ólík kerfi, hið gamla og hið nýja,“ skrifaði kínverskur hagfræðingur snemma árs 1989, „þar liggja orsakir okk- ar vandamála.“ Hvernig tóku flokksleið- togar á vandanum? Jú, þeir hvöttu til frek- ari dugnaðar og aga, undir styrkri hand- leiðslu flokksins. En þetta gerspillta kerfi var farið að fara illilega í taugarnar á fólki, sérstaklega menntamönnum. Eftir á sjá menn að einhvers konar upp- gjör var næstum óumflýjanlegt. Annars vegar var flokksforystan, sem vissi hversu brýnar efnahagslegar umbætur voru, hins vegar þeir sem sáu að einar sér dugðu þær ekki, það þurfti að bæta um betur. „Að þessu hlaut að koma fyrr eða síðar“, benti Deng Sjáping því réttilega á viku eftir blóðbaðið. Hvað gerði útslagið í júní í fyrra? Hú Jaóbang sem tilheyrði umbótasinn- um í flokknum, lést í apríl. Hann hafði tekið málstað námsmanna í takmörkuðum mótmælum þeirra fyrr á áratuginum. Þeir virtu hann mikils, enda fór svo að við lát hans yfirgáfu margir skólastofur og gengu um götur, hrópandi slagorð gegn flokkn- um. Síðar í apríl fordæmdi leiðari í Dag- blaði alþýðunnar þessar „tilraunir til að valda glundroða í landinu." Hver tilviljunin rak nú aðra valdhöfun- um í óhag. Hinn fjórða maí voru 70 ár liðin síðan kínverskir námsmenn skáru upp herör gegn drögum að friðarsamningum eftir fyrri heimsstyrjöldina, þar sem hallað var á hlut Kína. Þessara daga hafði alltaf 30 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.