Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 77

Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 77
Bæjarhús og braggaríKaldaðarnesi á stríðsárunum. Fremstmá sjá kirkjugarð en íhægra horni sjást flugvélar. Eftir stríðið varð Jörundur Brynjólfsson alþingismaður ábúandi jarðarinnar frá 1948 til 1963 og er hún nú í eigu sonar hans, Gauks Jörundssonar umboðsmanns Alþingis. var skotin niður austur í Rangárvalla- sýslu. Mr. Ernie Luton, sem vikið var að hér að framan, var fyrir gráglettni örlaganna þátttakandi í líklega frægustu flugferð sem að farin var frá Kaldaðarnesi vorið 1941. Víkjum aftur að grein Guðmundar Kristinssonar. „Þá var í Kaldaðarnesi aðeins ein flugbraut. Voru flugvélarnar geymdar utan brautarinnar. Þess vegna gekk oft erfiðlega að koma þeim upp á brautina, bæði vegna hálku og rigninga. Þær voru svo þungar að framan að þegar flugmaðurinn gaf í lyftust þær að aftan. Því þurftu flugvirkjarnir oft að sitja á stél- inu til þess að þyngja þær að aftan. — Um flugferðina óvenjulegu fórust Mr.Luton svo orð: „Við vorum tveir að braska við að koma einni vélinni uppá flugbrautina. Það gekk mjög illa. Við sátum aftan á stélinu til þess að þyngja hana að aftan. Svo rann vélin af stað og uppá brautina. Flugmaðurinn gaf mótornum strax fulla inngjöf — og vélin þeyttist af stað eftir flugbrautinni — með okkur á stélinu. Þegar brautin var hálfnuð og vélin komin á fulla ferð steypti Henry, félagi minn sér af — uppá líf og dauða — en ég sat sem fastast á stélinu og ríghélt mér í brúnina að framan. Nú skipti engum togum að vélin tókst á loft og hækkaði fljótlega flugið. Mér leið bölvanlega sitj- andi þarna í reykjarsvælunni frá mótorn- um. Vélin hækkaði sífellt flugið og var komin hátt á loft út yfir Ölfusá. Mönnum brá mjög í brún á jörðu niðri við þessa sjón, að sjá mann sitjandi utan á flugvél sem var að fara í kafbátanjósnaflug út á Atlantshaf. Var óðara haft samband við flugturninn, sem kallaði flugmanninn upp, sagði honum að það sæti maður á stélinu — og skipaði honum að lenda taf- arlaust — en eins gætilega og honum væri unnt. Lækkaði hann fljótlega flugið og tókst lending ágætlega. Mér var strax stungið inn í sjúkrabíl sem ók á ofsahraða með mig í sjúkratjald- ið. Þeir komust fljótt að því að ég var óskaddaður. Ég fékk vænan slurk af góðu rommi og fór aftur til vinnu. En af félaga mínum er það að segja að hann slapp með nokkrar skrámur. Hins vegar fékk flug- maðurinn taugaáfall og lá rúmfastur í viku.“ itt mannvirki í hernaðarsögu Kald- aðarness hafa margir líklega aldrei heyrt minnst á. Það er bráðabirgðabrú yfir Ölfusá sem setuliðsmenn lögðu yfir ána haustið 1942, og hugsuð var til olíuflutn- inga. Fram að þeim tíma höfðu olíu- birgðageymslur herliðsins verið ofan til við flugvöllinn. En svo fór að mönnum leist ekkert alltof vel á gömlu Ölfusár- brúna hjá Selfossi og þótti hún ekki mikils megnug. Aðalhlutverk herliðsins sem var á Sel- fossi var að gæta brúarinnar en um hana fóru allir flutningar til og frá staðnum og var hún því aðal lífæðin. Því þótti sýnt að við þetta mætti ekki búa lengur. Nú var tekið á það ráð að leggja veg ofan úr Ölfusi og niður að Auðsholtsklettum þar í sveit og síðan var byggð bjálkabrú sem lá beint yfir ána, að Kaldaðarnesi, og átti að halda uppi olíuleiðslum sem lágu yfir ána, að Kaldaðarnesi. Brúin var ekki merkileg smíði og svo fór að hennar naut við í skamman tíma, strax þegar fyrsta ís lagði á ána um haustið varð hún ónothæf. Það var í þessu tilviki og raunar svo mörg- um öðrum að herliðin brenndu sig á van- þekkingu sinni á íslenskum staðháttum. Síðar þennan vetur gerðist atburður sem markaði endalok hersetunnar í Kald- aðarnesi. I mars byrjun þótti heimamönn- um sýnt að hverju stefndi; að nú væri flóð í Ölfusá í aðsigi. Lýður Guðmundsson í Litlu-Sandvík fór vestur eftir og varaði herforingjana við, sem reyndu að ryðja klakastífluna sem komin var í ána með því að fljúga yfir hana og varpa á hana sprengj- um. En eitthvað stórtækara þurfti til. Þegar herliðið kom á fætur snemma morguns 7. mars var komið flóð í ána. Langt frá því að vera neitt stórflóð, en nóg til þess að algjört undanhald og hreint æði greip um sig meðal hermannanna. Daginn eftir flúðu hermennirnir svo staðinn upp- að Selfossi. Þetta gerðist á bolludaginn og sagt er að allar bollurnar í brauðgerð Kaupfélags Árnesinga hafi klárast, en Selfoss var fyrsti áningarstaður flótta- mannanna. Eftir þetta komu fáir hermenn vestur eftir, helst meðan verið var að flytja dýrmæt tæki á brott. Aðal slagkrafturinn færðist eftir þetta í uppbyggingu Kefla- víkurflugvallar. Og má í rauninni segja að þar með hafi hernaðarsögu stórveldanna í Kaldaðarnesi lokið. ó svo að nú á dögum sé fátt sem minni á hin miklu hernaðarumsvif vestur í Kaldaðarnesi þá segja þau fáu mannvirki sem enn standa eftir okkur mikla sögu, sem að aldrei verður skráð til fulls. En hér hefur verið reynt að varpa ljósi á fáein brot úr þeirri sögu. I rauninni er eftirtektarvert að í þeim „hernámsbókum“ sem skrifaðar hafa verið virðist Kaldaðarnes vera mjög afskipt og fátt, sem kemur þar fram um herstöðina. 0 ÞJÓÐLÍF 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.