Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 106

Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 106
blöndun er verið að ræða um félagslega blöndun og að hópar aðlagist hver öðrum og beri virðingu hver fyrir öðrum. — Gagnkvæm virðing er forsenda blöndunar. Hana er ekki hægt að skapa án þess að hóparnir tali sama mál. Það er ekki hægt að hugsa sér meiri andhverfu blönd- unar en heyrnarlausan nemanda í bekk með heyrandi börnum. Hann fer ekki aðeins á mis við allt það sem kennarinn segir, heldur fer hann líka á mis við að taka þátt í þeim umræðum sem fara fram í bekknum og þar af leiðandi að vera hlut- gengur í hópnum. — I þessu skólaumhverfi sem við erum með hér í Heyrnleysingjaskólanum eru nemendur fullgildir. Hér er ekkert verið að benda á að nemendur séu öðruvísi. Hér upplifa þeir sig á jákvæðan hátt í staðinn fyrir neikvæðan væru þeir í stærra skóla- samfélagi þar sem þeir væru ekki fullgild- ir. — Um þetta snýst ágreiningur okkar og menntamálaráðuneytisins; hvort það sé unnt að koma heyrnarlausum fyrir inn í grunnskólanum, reyndar í sérdeild, það er ekki verið að tala um annað og þá um leið að flytja þennan skóla, ég segi þar með að leggja hann niður. Því við erum ekki að tala lengur um sérstakan heyrnleysingja- skóla ef hann er fluttur inn í annan skóla sem sérdeild, jafnvel þó hann hefði eitt- hvað sérstakt húsnæði sem merkt væri honum. — Foreldrar og heyrnarlausir sjálfir hafa mótmælt þessum hugmyndum um að flytja skólann og eftir fund sem haldinn var með menntamálaráðherra hefur hann afturkallað þessar hugmyndir. Hins vegar eru ennþá uppi áform í grunnskólafrum- varpinu um að fella úr gildi lög skólans. Við viljum treysta því í ljósi þess sem gerst hefur að því ákvæði verði kippt út úr frumvarpinu. Annað baráttumál heyrnarlausra á ís- landi er að fá táknmálið viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra, hvernig gengur sú barátta? — Við erum í sjálfu sér eini skólinn í landinu sem þarf að velkjast í vafa um það hvað á að vera okkar móðurmál hér í skól- anum. Móðurmálið er undirstöðugrein í skólastarfinu. Við höfum með heyrnar- lausum verið að berjast fyrir þessari viður- kenningu á táknmáli sem sjálfstæðu máli og sem móðurmáli heyrnarlausra og þar með yrðu heyrnarlausir viðurkenndir sem mál minnihlutahópur. Það sem slík viður- kenning fæli fyrst og fremst í sér er að þessi mál minnihlutahópur væri stað- reynd og í öðru lagi myndi þetta þýða að foreldrar og kennarar ættu skilyrðislausan rétt á því að læra táknmál heyrnarlausra. Ef að kennarar og foreldrar eiga að vera málfyrirmyndir barnanna þá verða þeir að kunna táknmál mjög vel. Til þess að það geti orðið verður að tryggja þeim tækifæri til að læra málið til hlítar. — Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið víðsvegar í heiminum bæði af málvísindamönnum og félagsvísindafólki sýna að mál og þar með táknmál hefur geysilega mikla þýðingu fyrir þroska barnanna. Börn sem ganga að öruggum tjáskiptum ganga líka að ákveðnum upp- lýsingum sem heyrnarlaus börn hafa farið á mis við fram til þessa. Viðurkenning á táknmáli er ekki í sjónmáli en ýmsir þing- menn hafa skilning á þessari kröfu og menntamálaráðherra hefur sagt að hann vilji skoða hvað slík opinber viðurkenning þýðir. Hvernig er ástandið í þessum málum í dag, kunna foreldrar og kennarar tákn- málið? — Það vantar mjög mikið upp á að for- eldrar og kennarar hér við skólann kunni táknmál til hlítar, enda hafa þeir ekki haft neinn aðgang að slíkri menntun. Það var reyndar gert átak í þessum málum í vetur þegar Kennaraháskólinn bauð upp á nám á háskólastigi fyrir kennara. í þetta nám hafa kennarar hér farið án þess að fá nokkra umbun fyrir. Þetta er til bóta en það dugar hvergi nærri, það má segja að við sem fórum í þetta nám skiljum betur uppbyggingu og málfræði táknmálsins og þar af leiðandi eigum við nú auðveldara með að skilja börnin og þau okkur og öll tjáskipti hér innan skólans verða öruggari. Nú er það svo að aðeins helmingur kenn- ara hér við skólann var í þessu námi, við viljum gjarnan sjá táknmálsnám verða fastan lið í starfsemi skólans, bæði fyrir foreldra og kennara. áknmálið er móðurmál heyrnar- lausra, sagði Gunnar, og bætti við að það væri svipað og íslenska hjá heyr- andi að því leyti að börnin lærðu það án tilsagnar. íslenska táknmál- ið væri sérstakt eins og hvert annað mál en það væri skylt danska táknmálinu, sem stafaði af því hversu margir heyrnarlausir hefðu farið til Danmerkur áður fyrr. — Islenska táknmálið hef- ur þróast hér á landi meira og minna án þátttöku heyr- andi kennara og foreldra og þetta mál hefur verið litið hornauga áratugum saman. Það eru ýmsir þeirrar skoð- unar að táknmál sé ófull- komið mál og frumstætt og engan veginn hægt að leggja það að jöfnu við íslenskuna. Þetta eru fordómar og fá- fræði. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á táknmáli sýna að það er fullgilt sjálfstætt mál, blæbrigðaríkt á sama hátt og önnur mál. — Við leggjum á það áherslu í dag að öll kennsla fari fram á táknmáli þ.e.a.s. að táknmálið verði notað við kennslu og á það jafnt við um íslensku og aðrar greinar. Því miður hefur sá hópur sem nú er að ljúka grunnskólanámi ekki búið við þessar að- stæður og er því illa undir það búinn að hefja framhaldsnám þó svo að táknmáls- túlkar væru til staðar. En þeir eru reyndar Frá fótboltakcppni milli kcnnara og nemenda, en slík keppni fer fram árlega við skólaslit og þykir ómissandi skemmtun. 106 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.